„Það er ótrúlegt hvernig hann nær þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 09:43 Björgvin Páll Gústavsson var frábær í Valsmarkinu í gær. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik á Benidorm í gærkvöldi þegar Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í Evrópudeildinni. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn tók hvert dauðafærið á fætur öðru, varði tvö víti og átti sína eina af ótrúlegustu markvörslu í manna minnum. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir frammistöðu Björgvins eftir leikinn og hann fékk mikið hrós frá þeim. „Björgvin Páll Gústavsson var virkilega góður í þessum leik og varði sextán bolta. Hann er með rétt undir fjörutíu prósent markvörslu. Svo var hann að verja úr dauðafærum,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Umræða um frammistöðu Björgvin Páls á Benidorm „Hann byrjaði leikinn strax á að verja bolta. Hann fær einn bolta í hausinn sem gerir hann bara ruglaðri í markinu en hann var fyrir,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Þannig kveikir maður á honum,“ skaut Stefán Árni inn í. „Ég er að segja það. Hann var mjög góður og er lykillinn að þessum sigri hjá Valsmönnum,“ sagði Þorgrímur Smári. „Ég tek alveg undir það. Þetta eru nánast allt dauðafæri því Benidorm spilar upp á það að fá sex metra færi. Þeir eru ekki að skjóta mikið fyrir utan. Hann tekur þarna tvö víti í röð og á síðan ótrúlega markvörslu þegar hann skutlar sér á eftir boltanum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Það er svo mikilvægt fyrir hann þegar hann byrjar leiki vel því það gefur sjálfstraust í liðið,“ sagði Jóhann Gunnar. Þeir sýndu síðan markvörslu Björgvins þegar hann skutlar sér á eftir boltanum og nær að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. „Þessi varsla er rugl. Það er ótrúlegt hvernig hann nær þessu,“ sagði Jóhann. Það má horfa á umræðuna um Björgvin Pál og allar flottu markvörslurnar hér fyrir ofan. Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Stuðningsmenn Íslands hita upp fyrir stórleikinn Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn tók hvert dauðafærið á fætur öðru, varði tvö víti og átti sína eina af ótrúlegustu markvörslu í manna minnum. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir frammistöðu Björgvins eftir leikinn og hann fékk mikið hrós frá þeim. „Björgvin Páll Gústavsson var virkilega góður í þessum leik og varði sextán bolta. Hann er með rétt undir fjörutíu prósent markvörslu. Svo var hann að verja úr dauðafærum,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Umræða um frammistöðu Björgvin Páls á Benidorm „Hann byrjaði leikinn strax á að verja bolta. Hann fær einn bolta í hausinn sem gerir hann bara ruglaðri í markinu en hann var fyrir,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Þannig kveikir maður á honum,“ skaut Stefán Árni inn í. „Ég er að segja það. Hann var mjög góður og er lykillinn að þessum sigri hjá Valsmönnum,“ sagði Þorgrímur Smári. „Ég tek alveg undir það. Þetta eru nánast allt dauðafæri því Benidorm spilar upp á það að fá sex metra færi. Þeir eru ekki að skjóta mikið fyrir utan. Hann tekur þarna tvö víti í röð og á síðan ótrúlega markvörslu þegar hann skutlar sér á eftir boltanum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Það er svo mikilvægt fyrir hann þegar hann byrjar leiki vel því það gefur sjálfstraust í liðið,“ sagði Jóhann Gunnar. Þeir sýndu síðan markvörslu Björgvins þegar hann skutlar sér á eftir boltanum og nær að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. „Þessi varsla er rugl. Það er ótrúlegt hvernig hann nær þessu,“ sagði Jóhann. Það má horfa á umræðuna um Björgvin Pál og allar flottu markvörslurnar hér fyrir ofan.
Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Stuðningsmenn Íslands hita upp fyrir stórleikinn Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira