Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2022 16:18 Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur í Miðgarði á Selfossi. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins. Maðurinn var ákærður þann 9. febrúar síðastliðinn fyrir brot sín. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa í tvígang farið inn á vinnusvæði Íslenskra aðalverktaka við Gljúfurholtsá við Suðurlandsveg í Ölfusi og stolið þaðan samtals 166 stykkjum af Doka-plötum. Plöturnar eru af stærðinni 50 x 300 sentimetrar og áætlað verðmæti þeirra rúmlega ein og hálf milljón króna. Skömmu áður en hann stal plötunum hafði hann auglýst svipaðar plötur til sölu á Facebook undir notendanafninu „Ás Byggingar Og Iðnaður“. Annar maður samþykkti að kaupa 110 stykki af plötunum og eitt þúsund zetur fyrir 317 þúsund króna. Doka plötur eru notaðar í byggingariðnaði.Doka Sama kvöld og hann fékk greitt frá manninum sem vildi kaupa plöturnar fór hann í hraðbanka í Hveragerði og tók 250 þúsund krónur út af bankareikningi sínum. Þannig svipti hann löglegum eiganda þeirra möguleika á að endurheimta fjármunina. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa nota þær 67 þúsund krónur sem eftir voru inni á bankareikning hans. Maðurinn kom fyrir dómi þann 7. október síðastliðinn og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Samkvæmt sakavottorði mannsins hafði hann ellefu sinnum áður sætt refsingu, þar af fimm sinnum vegna auðgunarbrota, nú síðast í maí árið 2021. Með teknu tilliti til sakaferils hans var metið sem svo að ekki þætti efni til að skilorðsbinda refsingu mannsins. Hann þarf því að dvelja í 45 daga í fangelsi. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu 85 þúsund krónum. Einnig þarf hann að greiða þóknun skipaðs verjanda síns sem hljóðar upp á 675 þúsund krónur. Dómsmál Hveragerði Ölfus Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Maðurinn var ákærður þann 9. febrúar síðastliðinn fyrir brot sín. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa í tvígang farið inn á vinnusvæði Íslenskra aðalverktaka við Gljúfurholtsá við Suðurlandsveg í Ölfusi og stolið þaðan samtals 166 stykkjum af Doka-plötum. Plöturnar eru af stærðinni 50 x 300 sentimetrar og áætlað verðmæti þeirra rúmlega ein og hálf milljón króna. Skömmu áður en hann stal plötunum hafði hann auglýst svipaðar plötur til sölu á Facebook undir notendanafninu „Ás Byggingar Og Iðnaður“. Annar maður samþykkti að kaupa 110 stykki af plötunum og eitt þúsund zetur fyrir 317 þúsund króna. Doka plötur eru notaðar í byggingariðnaði.Doka Sama kvöld og hann fékk greitt frá manninum sem vildi kaupa plöturnar fór hann í hraðbanka í Hveragerði og tók 250 þúsund krónur út af bankareikningi sínum. Þannig svipti hann löglegum eiganda þeirra möguleika á að endurheimta fjármunina. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa nota þær 67 þúsund krónur sem eftir voru inni á bankareikning hans. Maðurinn kom fyrir dómi þann 7. október síðastliðinn og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Samkvæmt sakavottorði mannsins hafði hann ellefu sinnum áður sætt refsingu, þar af fimm sinnum vegna auðgunarbrota, nú síðast í maí árið 2021. Með teknu tilliti til sakaferils hans var metið sem svo að ekki þætti efni til að skilorðsbinda refsingu mannsins. Hann þarf því að dvelja í 45 daga í fangelsi. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu 85 þúsund krónum. Einnig þarf hann að greiða þóknun skipaðs verjanda síns sem hljóðar upp á 675 þúsund krónur.
Dómsmál Hveragerði Ölfus Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira