Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 07:30 Liðin eru meira en tvö ár frá því að frumvarpið um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var einróma samþykkt á þingi. Málið flutti ég ásamt þingflokki Viðreisnar og nítján öðrum þingmönnum úr öllum flokkum. Þverpólitísk samstaða náðist þannig um mikilvægar og löngu tímabærar breytingar. Hins vegar komu þær ekki til framkvæmda fyrr en löngu seinna. Fyrir skömmu var tilkynnt að Sjúkratryggingar Íslands hefðu gert einhliða rammasamning við sálfræðinga um þjónustuna. Þó kemur hvergi fram hversu miklu fjármagni stendur til að verja til málsins. Þá kemur heldur ekki nógu skýrt fram hverjir geta notið niðurgreiddu þjónustunnar eða hve margir tímar af sálfræðimeðferð fást niðurgreiddir. Sálfræðingar hafa gagnrýnt þetta og spurt hvers vegna samtalið við stéttina hafi ekki verið meira en þetta. Samningurinn er skref í rétta átt en því miður virðist sem upphaflegum markmiðum frumvarpsins hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir. Ýmsum spurningum er líka enn ósvarað. Slík óvissa kemur sér afar illa fyrir sálfræðinga og ekki síst skjólstæðinga þeirra. Um leið og frekari skýringa er þörf er sömuleiðis mikilvægt að aðgengi að þjónustunni verði aukið enn frekar, eins og lagt var upp með í byrjun, enda þörfin mikil og vandamálin aðkallandi. Andleg heilsa á að vera metin jöfn líkamlegri heilsu. Því er ekki nema sjálfsagt að þjónustan sé veitt eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta. Öllu máli skiptir að almenningur hafi greiðan aðgang að aðstoð, ekki síst ungt og tekjulágt fólk sem hingað til hefur þurft að neita sér um þessa lífsnauðsynlegu þjónustu, með tilheyrandi afleiðingum fyrir hópana sjálfa og samfélagið í heild, eins og við sjáum helst í hrakandi geðheilsu og vaxandi örorku. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Skyldur okkar í stjórnmálum eru því ríkar. Málinu þarf að fylgja eftir af fullum krafti svo tryggja megi viðunandi þjónustu fyrir alla hópa óháð aðstæðum og efnahag. Gleymum ekki að góðu samfélagi ber að tryggja gott geðheilbrigði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Liðin eru meira en tvö ár frá því að frumvarpið um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var einróma samþykkt á þingi. Málið flutti ég ásamt þingflokki Viðreisnar og nítján öðrum þingmönnum úr öllum flokkum. Þverpólitísk samstaða náðist þannig um mikilvægar og löngu tímabærar breytingar. Hins vegar komu þær ekki til framkvæmda fyrr en löngu seinna. Fyrir skömmu var tilkynnt að Sjúkratryggingar Íslands hefðu gert einhliða rammasamning við sálfræðinga um þjónustuna. Þó kemur hvergi fram hversu miklu fjármagni stendur til að verja til málsins. Þá kemur heldur ekki nógu skýrt fram hverjir geta notið niðurgreiddu þjónustunnar eða hve margir tímar af sálfræðimeðferð fást niðurgreiddir. Sálfræðingar hafa gagnrýnt þetta og spurt hvers vegna samtalið við stéttina hafi ekki verið meira en þetta. Samningurinn er skref í rétta átt en því miður virðist sem upphaflegum markmiðum frumvarpsins hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir. Ýmsum spurningum er líka enn ósvarað. Slík óvissa kemur sér afar illa fyrir sálfræðinga og ekki síst skjólstæðinga þeirra. Um leið og frekari skýringa er þörf er sömuleiðis mikilvægt að aðgengi að þjónustunni verði aukið enn frekar, eins og lagt var upp með í byrjun, enda þörfin mikil og vandamálin aðkallandi. Andleg heilsa á að vera metin jöfn líkamlegri heilsu. Því er ekki nema sjálfsagt að þjónustan sé veitt eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta. Öllu máli skiptir að almenningur hafi greiðan aðgang að aðstoð, ekki síst ungt og tekjulágt fólk sem hingað til hefur þurft að neita sér um þessa lífsnauðsynlegu þjónustu, með tilheyrandi afleiðingum fyrir hópana sjálfa og samfélagið í heild, eins og við sjáum helst í hrakandi geðheilsu og vaxandi örorku. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Skyldur okkar í stjórnmálum eru því ríkar. Málinu þarf að fylgja eftir af fullum krafti svo tryggja megi viðunandi þjónustu fyrir alla hópa óháð aðstæðum og efnahag. Gleymum ekki að góðu samfélagi ber að tryggja gott geðheilbrigði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun