Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 11:52 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar faðir hennar var sakaður um sölu á ólöglegum vopnum. Vísir/Vilhelm Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að Sigríður Björk, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi fylgt öllum reglum og tilkynnt um tengsl sín og málið verið flutt til annars embættis. Ekkert benti til að lögreglan hafi hlíft Guðjóni vegna tengsla hans inn í lögregluna. Þá hefur komið fram að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili hans þegar húsleit var gerð þar í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Maðurinn hefur haldið því fram frá því að lögregla gerði húsleit heima hjá honum við upphaf rannsóknarinnar að riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi honum hann. Þá hafi Guðjón sannfært hann um að riffillinn væri löglegur, þar sem hann hafi verið skráður áður en vopnalögum var breytt. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en nærri þremur vikum síðar, 16. júlí 2018, sem ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á Vesturlandi meðferð málsins vegna tengsla Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaðurinn sem rannsakaði málið þessar þrjár vikur sagðist ekki hafa vitað tengsl byssusmiðsins, Guðjóns, við lögreglustjórann. Hann hafi ekki lesið frumskýrsluna, þar sem tengsl Guðjóns við málið komu fram, og sagt sig frá málinu um leið og tengslin voru ljós. Þá kemur fram að lögreglumaðurinn sem skráði vopnið hafi ekki skoðað það við skráningu heldur farið eftir upplýsingum frá Guðjóni. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 17:30. Hún var áður „Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp“. Bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar við málið var hins vegar sent fjórum dögum áður en málið var sent til lögreglunnar á Vesturlandi og fyrirsögnin því röng. Hún hefur verið uppfærð. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að Sigríður Björk, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi fylgt öllum reglum og tilkynnt um tengsl sín og málið verið flutt til annars embættis. Ekkert benti til að lögreglan hafi hlíft Guðjóni vegna tengsla hans inn í lögregluna. Þá hefur komið fram að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili hans þegar húsleit var gerð þar í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Maðurinn hefur haldið því fram frá því að lögregla gerði húsleit heima hjá honum við upphaf rannsóknarinnar að riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi honum hann. Þá hafi Guðjón sannfært hann um að riffillinn væri löglegur, þar sem hann hafi verið skráður áður en vopnalögum var breytt. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en nærri þremur vikum síðar, 16. júlí 2018, sem ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á Vesturlandi meðferð málsins vegna tengsla Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaðurinn sem rannsakaði málið þessar þrjár vikur sagðist ekki hafa vitað tengsl byssusmiðsins, Guðjóns, við lögreglustjórann. Hann hafi ekki lesið frumskýrsluna, þar sem tengsl Guðjóns við málið komu fram, og sagt sig frá málinu um leið og tengslin voru ljós. Þá kemur fram að lögreglumaðurinn sem skráði vopnið hafi ekki skoðað það við skráningu heldur farið eftir upplýsingum frá Guðjóni. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 17:30. Hún var áður „Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp“. Bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar við málið var hins vegar sent fjórum dögum áður en málið var sent til lögreglunnar á Vesturlandi og fyrirsögnin því röng. Hún hefur verið uppfærð.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19
„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent