Segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 19:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikla uppbyggingu yfirstaðna og enn meiri væntanlega á næstu árum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri beðið eftir plássi á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hafi verið á hjúkrunarrýmum um land allt en borgarfulltrúi segir upbbygingu annars staðar ekki minnka þörf á uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Skúladóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar þegar hún veiktist. Hingað til hefur hún búið heima en nú fengið það mat að hún geti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. Heilbrigðisráðherra segir biðtímann vera að styttast. „Við erum með mjög kröftuga uppbyggingu en að skal alvag viðurkennast að við erum enn að elta skottið á okkur eftir þann tíma sem við hægðum á uppbyggingu þvert á samsetningu íbúaþróunar,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nefnir árin eftir Hrun. Fólk vilji ekki fara í nágrannasveitarfélög Borgarfulltrúi segir uppbygginguna of hæga. „Þetta kemur mér því miður ekki á óvart. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því mjög skýrt, að það er nauðsynlegt að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heilbrigðisráðherra segir að horfa þurfi á málið heildstætt, til dæmis sé nóg af hjúkrunarrýmum í nágrannasveitarfélögum. „Við vorum að opna sextíu rými í Árborg og þar býðst íbúum, til að mynda, höfuðborgarsvæðisins pláss. Það eru ekki allir sem þiggja það og vilja þá bíða í einhvern tíma eftir plássi þar sem þeir kjósa að vera,“ segir Willum. „Það minnkar ekki þörfina á að byggja upp hjúkrunarheimili hér, á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Flestir eiga sína ættingja, vini og vilja bara fá að vera þar,“ segir Heiða. Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02 „Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Skúladóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar þegar hún veiktist. Hingað til hefur hún búið heima en nú fengið það mat að hún geti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. Heilbrigðisráðherra segir biðtímann vera að styttast. „Við erum með mjög kröftuga uppbyggingu en að skal alvag viðurkennast að við erum enn að elta skottið á okkur eftir þann tíma sem við hægðum á uppbyggingu þvert á samsetningu íbúaþróunar,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nefnir árin eftir Hrun. Fólk vilji ekki fara í nágrannasveitarfélög Borgarfulltrúi segir uppbygginguna of hæga. „Þetta kemur mér því miður ekki á óvart. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því mjög skýrt, að það er nauðsynlegt að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heilbrigðisráðherra segir að horfa þurfi á málið heildstætt, til dæmis sé nóg af hjúkrunarrýmum í nágrannasveitarfélögum. „Við vorum að opna sextíu rými í Árborg og þar býðst íbúum, til að mynda, höfuðborgarsvæðisins pláss. Það eru ekki allir sem þiggja það og vilja þá bíða í einhvern tíma eftir plássi þar sem þeir kjósa að vera,“ segir Willum. „Það minnkar ekki þörfina á að byggja upp hjúkrunarheimili hér, á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Flestir eiga sína ættingja, vini og vilja bara fá að vera þar,“ segir Heiða.
Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02 „Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02
„Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00