„Umspilið verður krefjandi en skemmtilegt og við ætlum að nýta tímann vel“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. nóvember 2022 17:05 Arnar Pétursson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann Ísrael 24-33 og tryggði sér þáttöku í umspili um laust sæti á HM 2023. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn og þessar tvær vikur sem landsliðið hefur verið saman og leikið fjóra leiki. „Ég er sáttur við unnum leikinn með níu mörkum en þetta var erfið fæðing þar sem Ísrael spilaði langar sóknir og við létum stundum svæfa okkur sem endaði með að við fengum á okkur ódýr mörk en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Arnar Pétursson ánægður með sigurinn. Arnar var ánægður með áhlaup Íslands um miðjan seinni hálfleik þar sem Ísland gerði fjögur mörk í röð og sleit Ísrael endanlega frá sér. „Mér fannst góður hraði í okkur á þeim kafla þar sem við keyrðum hratt á þær. Þetta var góður kafli sem við nýttum mjög vel.“ Arnar var mjög ánægður með þessa tvo leiki Íslands í forkeppni HM og næst tekur umspil við. „Ég er mjög sáttur með þessar tvær vikur sem við áttum núna og líka vikuna sem við vorum meðal annars í Vestmannaeyjum um daginn. Þetta er búið að vera að hluta til nýjar áherslur sem við höfum verið að fara í gegnum og ég er mjög ánægður með ferðina til Færeyja og núna eru fimm mánuðir í eitthvað af bestu liðum heims þannig við þurfum að nýta tímann vel.“ Ísland vann alla fjóra leikina og Arnar var ánægður með hvernig stelpurnar tóku í áherslur hans. „Mér finnst okkur hafa tekist að komast hærra í varnarleiknum og við erum ekki að standa á sex metrunum. Við erum að reyna að taka meira frumkvæði varnarlega og á móti betri liðum þurfum við að mæta hærra á völlinn. Mér fannst við líka ná betri tökum á hlaupunum upp völlinn sem er nauðsynlegt.“ Eftir fimm mánuði fer Ísland í umspil og mætir að öllum líkindum afar sterkum andstæðingi. „Í umspilinu mætum við eitthvað af sterkustu þjóðum heims þannig er umspilið fyrir HM. Við getum mætt eitthvað af liðunum sem eru að spila á EM núna og það verður krefjandi og erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
„Ég er sáttur við unnum leikinn með níu mörkum en þetta var erfið fæðing þar sem Ísrael spilaði langar sóknir og við létum stundum svæfa okkur sem endaði með að við fengum á okkur ódýr mörk en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Arnar Pétursson ánægður með sigurinn. Arnar var ánægður með áhlaup Íslands um miðjan seinni hálfleik þar sem Ísland gerði fjögur mörk í röð og sleit Ísrael endanlega frá sér. „Mér fannst góður hraði í okkur á þeim kafla þar sem við keyrðum hratt á þær. Þetta var góður kafli sem við nýttum mjög vel.“ Arnar var mjög ánægður með þessa tvo leiki Íslands í forkeppni HM og næst tekur umspil við. „Ég er mjög sáttur með þessar tvær vikur sem við áttum núna og líka vikuna sem við vorum meðal annars í Vestmannaeyjum um daginn. Þetta er búið að vera að hluta til nýjar áherslur sem við höfum verið að fara í gegnum og ég er mjög ánægður með ferðina til Færeyja og núna eru fimm mánuðir í eitthvað af bestu liðum heims þannig við þurfum að nýta tímann vel.“ Ísland vann alla fjóra leikina og Arnar var ánægður með hvernig stelpurnar tóku í áherslur hans. „Mér finnst okkur hafa tekist að komast hærra í varnarleiknum og við erum ekki að standa á sex metrunum. Við erum að reyna að taka meira frumkvæði varnarlega og á móti betri liðum þurfum við að mæta hærra á völlinn. Mér fannst við líka ná betri tökum á hlaupunum upp völlinn sem er nauðsynlegt.“ Eftir fimm mánuði fer Ísland í umspil og mætir að öllum líkindum afar sterkum andstæðingi. „Í umspilinu mætum við eitthvað af sterkustu þjóðum heims þannig er umspilið fyrir HM. Við getum mætt eitthvað af liðunum sem eru að spila á EM núna og það verður krefjandi og erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar,“ sagði Arnar Pétursson að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira