Erik Ten Hag pirraður vegna heimskulegra fyrirgjafa á Ronaldo Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 20:18 Erik Ten Hag segir sínum mönnum til í leiknum gegn Aston Villa í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag þjálfari Manchester United var pirraður eftir tap liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði að fyrirgjafir sem leikmenn reyndu á Cristiano Ronaldo hefðu verið heimskulegar. Manchester United beið lægri hlut gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa komst í 2-0 strax í upphafi leiks en United tókst að minnka muninn fyrir hlé. Aston Villa komst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og nældi sér í þrjú stig. Erik Ten Hag þjálfari United var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik hvort það hefði verið hluti af leikskipulaginu að reyna fyrirgjafir úr djúpinu á Cristiano Ronaldo og svaraði að svo hefði ekki verið. „Mér fannst heimskulegt að gera það. Við reyndum fyrirgjafir of snemma, oft langt frá og vorum að þröngva þeim of mikið. Þannig hjálpum við honum ekki. Við þurfum að koma með fyrirgjafir á réttum tíma,“ sagði Ten Hag en Ronaldo var fyrirliði liðsins í dag í fyrsta skipti undir hans stjórn. „Í síðari hálfleik reyndum við of snemma að senda boltann fyrir. Rétta augnablikið var hjá Christian Eriksen í fyrri hálfleiknum og hann fann augnablik í holunni til að koma boltanum á Cristiano á fjærstönginni. Það var rétt augnablik.“ Bruno Fernandes var ekki með United í dag þar sem hann var í leikbanni vegna gulra spjalda á tímabilinu. Ten Hag finnst það ekki vera afsökun fyrir slæmri frammistöðu liðsins. „Bruno Fernandes er mikilvægur leikmaður en mér líður ekki þannig. Þetta snýst um að leikmennirnir inni á vellinum vinni þennan leik. Ef þeir leggja sig 100% fram með ástríðu og grimmd og fylgja reglum fótboltans þá vinnum við þennan leik.“ „Þegar þú tapar leiknum í upphafi hvors hálfleiks, þegar þú byrjar leiki svona, þá tapar þú.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Manchester United beið lægri hlut gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa komst í 2-0 strax í upphafi leiks en United tókst að minnka muninn fyrir hlé. Aston Villa komst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og nældi sér í þrjú stig. Erik Ten Hag þjálfari United var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik hvort það hefði verið hluti af leikskipulaginu að reyna fyrirgjafir úr djúpinu á Cristiano Ronaldo og svaraði að svo hefði ekki verið. „Mér fannst heimskulegt að gera það. Við reyndum fyrirgjafir of snemma, oft langt frá og vorum að þröngva þeim of mikið. Þannig hjálpum við honum ekki. Við þurfum að koma með fyrirgjafir á réttum tíma,“ sagði Ten Hag en Ronaldo var fyrirliði liðsins í dag í fyrsta skipti undir hans stjórn. „Í síðari hálfleik reyndum við of snemma að senda boltann fyrir. Rétta augnablikið var hjá Christian Eriksen í fyrri hálfleiknum og hann fann augnablik í holunni til að koma boltanum á Cristiano á fjærstönginni. Það var rétt augnablik.“ Bruno Fernandes var ekki með United í dag þar sem hann var í leikbanni vegna gulra spjalda á tímabilinu. Ten Hag finnst það ekki vera afsökun fyrir slæmri frammistöðu liðsins. „Bruno Fernandes er mikilvægur leikmaður en mér líður ekki þannig. Þetta snýst um að leikmennirnir inni á vellinum vinni þennan leik. Ef þeir leggja sig 100% fram með ástríðu og grimmd og fylgja reglum fótboltans þá vinnum við þennan leik.“ „Þegar þú tapar leiknum í upphafi hvors hálfleiks, þegar þú byrjar leiki svona, þá tapar þú.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00