Gulli hlaðin eftir franska martröð: „Hefði ekki getað farið á betri stað“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 08:31 Svava Rós Guðmundsdóttir fagnaði vel með liðsfélögum sínum eftir að hafa bætt bikarmeistaratitli við norska meistaratitilinn sinn. mynd/Bjørn Erik Nesse Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir fullkomnaði sannkallað viðspyrnutímabil sitt í Noregi um helgina með því að leggja upp tvö mörk þegar lið hennar Brann varð bikarmeistari í fótbolta, eftir að hafa orðið Noregsmeistari í síðasta mánuði. Svava kom til Brann eftir að hafa gengið í gegnum hálfgerða martröð í Frakklandi á síðasta ári, þar sem þjálfari Bordeaux leyfði henni ekkert að spila í marga mánuði. Hjá Brann hefur Svava hins vegar blómstrað í stöðu fremsta manns og eins og fyrr segir fagnað stóru titlunum tveimur í Noregi á síðustu tveimur vikum. „Ég hefði ekki getað farið á betri stað. Það er búið að taka mjög vel á móti mér og stelpurnar, og allir í kringum liðið, hafa verið frábær,“ segir Svava í samtali við Vísi. Það eina sem hefði getað gert tímabilið enn betra hefði verið ef að Brann hefði komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið varð að sætta sig við 4-2 tap gegn sænsku meisturunum í Rosengård í spennandi einvígi. „Þetta er búið að vera upp og niður,“ segir Svava sjálf um tímabilið, þó að góðu hlutirnir hafi svo sannarlega verið fleiri en þeir slæmu. „Mér hefur gengið vel og ég hef spilað mikið. Ég er búin að skora eitthvað af mörkum, bæði í deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni, þó að það megi alltaf bæta við, og leggja upp eitthvað af mörkum. Ég er mjög ánægð með þetta tímabil, sérstaklega að hafa spilað svona margar mínútur og hafa verið heil, og það er ekki verra að hafa unnið bæði bikar og deildina. Það var alltaf markmiðið að gera enn betur en í fyrra, þegar liðið vann deildina en tapaði bikarúrslitunum, þó að við höfum ekki talað mikið um það. Það tókst,“ segir Svava. Svava Rós Guðmundsdóttir segir stemninguna á bikarúrslitaleiknum hafa verið frábæra. Hún lagði upp tvö mörk í leiknum.mynd/Bjørn Erik Nesse Rólegt eftir fyrri titilinn og svo fagnað alla helgina Eins og fyrr segir lagði Svava upp tvö mörk í bikarúrslitaleiknum gegn Stabæk á laugardaginn, í mikilli stemningu á Ullevaal-leikvanginum í Osló. „Þetta var geggjað. Það var ótrúlega mikið af fólki sem kom á leikinn og mjög gaman að spila hann. Mér fannst við hafa hann alveg í höndum okkar en við duttum aðeins niður þegar þær skoruðu markið sitt. Annars var það bara frábær tilfinning að spila og vinna þennan leik,“ segir Svava sem skoraði þegar Brann tryggði sér gullverðlaunin í norsku deildinni 23. október. „Við fögnuðum vel fyrir tveimur vikum þegar við vorum búnar að tryggja okkur sigur í deildinni, en svo ekki neitt þegar við fengum bikarinn afhentan [enda þá stutt í bikarúrslitaleikinn]. En svo erum við búnar að fagna bikarmeistaratitlinum alla helgina og það var tekið mjög vel á móti okkur þegar við komum aftur hingað til Bergen,“ segir Svava. Fílar ekki nýju úrslitakeppnina Í norsku deildinni var spilað samkvæmt nýju fyrirkomulagi þar sem fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni. Þangað taka þau ekki með sér stigin úr deildarkeppninni, heldur fékk Brann aðeins sex stig með sér, Rosenborg í 2. sæti fékk fjögur stig, Vålerenga tvö og Stabæk ekkert. Svava Rós Guðmundsdóttir gegndi lykilhlutverki í sigri Brann á Stabæk í bikarúrslitaleiknum.mynd/Bjørn Erik Nesse „Þeir ætla að breyta þessu eitthvað fyrir næsta tímabil. Ég fílaði ekki hvernig þetta var byggt upp núna. Það ætti annað hvort að hafa þetta þannig að liðin taki öll stigin sín með í lokakeppnina, eða þá að það séu veitt verðlaun fyrir deildarkeppnina og svo líka fyrir úrslitakeppnina. Ég hef ekkert á móti því að hafa úrslitakeppni – fleiri leiki á móti sterkum liðum – enda er það frábært, en reglurnar mættu vera aðeins öðruvísi. Eins og þetta var núna þá skipti bara engu máli hversu mörgum stigum munaði á okkur og 2. sæti fyrir úrslitakeppnina,“ segir Svava. Mjög spennt fyrir komu Natöshu Hún hóf tímabilið sem liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, annars framherja úr íslenska landsliðinu, en Berglind var svo keypt til franska stórliðsins PSG. Fyrir næstu leiktíð fær Svava hins vegar annan liðsfélaga úr íslenska landsliðinu, miðvörðinn Natöshu Anasi, sem kemur frá Breiðabliki. „Berglind var að vísu meidd stóran hluta tímans sem við vorum saman hérna en það er auðvitað leiðinlegt að sjá Íslending og vinkonu manns fara úr liðinu, þó að maður skilji auðvitað hennar ákvörðun. Við héldum bara áfram og það hefur gengið mjög vel. Og ég fagna því auðvitað að fá Natöshu hingað. Ég er mjög spennt að fá hana í liðið,“ segir Svava. Svava, sem verður 27 ára föstudaginn, gerði í ársbyrjun samning við Brann til eins árs en með framlengingarákvæði: „Eftir því sem ég best veit þá verð ég hérna áfram á næsta ári. Samningurinn var með framlengingarákvæði sem valt á því hvort að við myndum verða meistarar, svo að eins og staðan er í dag þá verð ég hér áfram. Mér líður vel hérna og er spennt fyrir því sem koma skal.“ Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Sjá meira
Svava kom til Brann eftir að hafa gengið í gegnum hálfgerða martröð í Frakklandi á síðasta ári, þar sem þjálfari Bordeaux leyfði henni ekkert að spila í marga mánuði. Hjá Brann hefur Svava hins vegar blómstrað í stöðu fremsta manns og eins og fyrr segir fagnað stóru titlunum tveimur í Noregi á síðustu tveimur vikum. „Ég hefði ekki getað farið á betri stað. Það er búið að taka mjög vel á móti mér og stelpurnar, og allir í kringum liðið, hafa verið frábær,“ segir Svava í samtali við Vísi. Það eina sem hefði getað gert tímabilið enn betra hefði verið ef að Brann hefði komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið varð að sætta sig við 4-2 tap gegn sænsku meisturunum í Rosengård í spennandi einvígi. „Þetta er búið að vera upp og niður,“ segir Svava sjálf um tímabilið, þó að góðu hlutirnir hafi svo sannarlega verið fleiri en þeir slæmu. „Mér hefur gengið vel og ég hef spilað mikið. Ég er búin að skora eitthvað af mörkum, bæði í deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni, þó að það megi alltaf bæta við, og leggja upp eitthvað af mörkum. Ég er mjög ánægð með þetta tímabil, sérstaklega að hafa spilað svona margar mínútur og hafa verið heil, og það er ekki verra að hafa unnið bæði bikar og deildina. Það var alltaf markmiðið að gera enn betur en í fyrra, þegar liðið vann deildina en tapaði bikarúrslitunum, þó að við höfum ekki talað mikið um það. Það tókst,“ segir Svava. Svava Rós Guðmundsdóttir segir stemninguna á bikarúrslitaleiknum hafa verið frábæra. Hún lagði upp tvö mörk í leiknum.mynd/Bjørn Erik Nesse Rólegt eftir fyrri titilinn og svo fagnað alla helgina Eins og fyrr segir lagði Svava upp tvö mörk í bikarúrslitaleiknum gegn Stabæk á laugardaginn, í mikilli stemningu á Ullevaal-leikvanginum í Osló. „Þetta var geggjað. Það var ótrúlega mikið af fólki sem kom á leikinn og mjög gaman að spila hann. Mér fannst við hafa hann alveg í höndum okkar en við duttum aðeins niður þegar þær skoruðu markið sitt. Annars var það bara frábær tilfinning að spila og vinna þennan leik,“ segir Svava sem skoraði þegar Brann tryggði sér gullverðlaunin í norsku deildinni 23. október. „Við fögnuðum vel fyrir tveimur vikum þegar við vorum búnar að tryggja okkur sigur í deildinni, en svo ekki neitt þegar við fengum bikarinn afhentan [enda þá stutt í bikarúrslitaleikinn]. En svo erum við búnar að fagna bikarmeistaratitlinum alla helgina og það var tekið mjög vel á móti okkur þegar við komum aftur hingað til Bergen,“ segir Svava. Fílar ekki nýju úrslitakeppnina Í norsku deildinni var spilað samkvæmt nýju fyrirkomulagi þar sem fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni. Þangað taka þau ekki með sér stigin úr deildarkeppninni, heldur fékk Brann aðeins sex stig með sér, Rosenborg í 2. sæti fékk fjögur stig, Vålerenga tvö og Stabæk ekkert. Svava Rós Guðmundsdóttir gegndi lykilhlutverki í sigri Brann á Stabæk í bikarúrslitaleiknum.mynd/Bjørn Erik Nesse „Þeir ætla að breyta þessu eitthvað fyrir næsta tímabil. Ég fílaði ekki hvernig þetta var byggt upp núna. Það ætti annað hvort að hafa þetta þannig að liðin taki öll stigin sín með í lokakeppnina, eða þá að það séu veitt verðlaun fyrir deildarkeppnina og svo líka fyrir úrslitakeppnina. Ég hef ekkert á móti því að hafa úrslitakeppni – fleiri leiki á móti sterkum liðum – enda er það frábært, en reglurnar mættu vera aðeins öðruvísi. Eins og þetta var núna þá skipti bara engu máli hversu mörgum stigum munaði á okkur og 2. sæti fyrir úrslitakeppnina,“ segir Svava. Mjög spennt fyrir komu Natöshu Hún hóf tímabilið sem liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, annars framherja úr íslenska landsliðinu, en Berglind var svo keypt til franska stórliðsins PSG. Fyrir næstu leiktíð fær Svava hins vegar annan liðsfélaga úr íslenska landsliðinu, miðvörðinn Natöshu Anasi, sem kemur frá Breiðabliki. „Berglind var að vísu meidd stóran hluta tímans sem við vorum saman hérna en það er auðvitað leiðinlegt að sjá Íslending og vinkonu manns fara úr liðinu, þó að maður skilji auðvitað hennar ákvörðun. Við héldum bara áfram og það hefur gengið mjög vel. Og ég fagna því auðvitað að fá Natöshu hingað. Ég er mjög spennt að fá hana í liðið,“ segir Svava. Svava, sem verður 27 ára föstudaginn, gerði í ársbyrjun samning við Brann til eins árs en með framlengingarákvæði: „Eftir því sem ég best veit þá verð ég hérna áfram á næsta ári. Samningurinn var með framlengingarákvæði sem valt á því hvort að við myndum verða meistarar, svo að eins og staðan er í dag þá verð ég hér áfram. Mér líður vel hérna og er spennt fyrir því sem koma skal.“
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Sjá meira