Sigurður fær að óbreyttu ekki krónu frá ÍR Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2022 16:15 Sigurður Gunnar Þorsteinsson var í lykilhlutverki hjá ÍR þegar liðið komst í úrslit Íslandsmótsins árið 2019. VÍSIR/DANÍEL Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson þarf að heyja nýja baráttu ætli hann sér að fá ógreidd laun upp á tæpar tvær milljónir króna frá ÍR, eftir dóm Hæstaréttar í dag. Sigurður hafði haft betur gegn körfuknattleiksdeild ÍR bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti, þar sem honum voru dæmdar 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag er niðurstaðan hins vegar sú að málinu sé vísað frá þar sem að körfuknattleiksdeild ÍR uppfylli ekki þann áskilnað 1. málsgreinar 16. greinar laga númer 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að þar með væri ljóst að beina þyrfti kröfu Sigurðar að félaginu ÍR í heild, en ekki að körfuknattleiksdeildinni. Hann ætti eftir að ræða við sinn umbjóðanda um næsta skref en teldi liggja beinast við að höfða málið upp á nýtt og beina þá kröfu til félagsins. Aðspurður hvort ætla mætti að Sigurður og forráðamenn ÍR þyrftu þá enn að bíða lengi eftir endanlegri niðurstöðu svaraði Skúli: „Vonandi ekki. Kannski vilja þeir bara borga þetta núna því það hefur efnislegur dómur fallið á tveimur dómstigum, þó að þeir sætti sig ekki við það. Við rekum þá málið bara upp á nýtt.“ Sigurður yfirgaf ÍR vorið 2020 og síðan þá hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Sigurður hafði haft betur gegn körfuknattleiksdeild ÍR bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti, þar sem honum voru dæmdar 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag er niðurstaðan hins vegar sú að málinu sé vísað frá þar sem að körfuknattleiksdeild ÍR uppfylli ekki þann áskilnað 1. málsgreinar 16. greinar laga númer 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að þar með væri ljóst að beina þyrfti kröfu Sigurðar að félaginu ÍR í heild, en ekki að körfuknattleiksdeildinni. Hann ætti eftir að ræða við sinn umbjóðanda um næsta skref en teldi liggja beinast við að höfða málið upp á nýtt og beina þá kröfu til félagsins. Aðspurður hvort ætla mætti að Sigurður og forráðamenn ÍR þyrftu þá enn að bíða lengi eftir endanlegri niðurstöðu svaraði Skúli: „Vonandi ekki. Kannski vilja þeir bara borga þetta núna því það hefur efnislegur dómur fallið á tveimur dómstigum, þó að þeir sætti sig ekki við það. Við rekum þá málið bara upp á nýtt.“ Sigurður yfirgaf ÍR vorið 2020 og síðan þá hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum