Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolta­kvöld, Ljós­leiðara­deildin, Serie A og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stórlið Juventus er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag.
Stórlið Juventus er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Chris Ricco/Getty Images

Það er nóg um að vera á þessum líka fína fimmtudegi. Við bjóðum upp á átta beinar útsendingar.

Stöð 2 Sport

Subway Körfuboltakvöld er á dagskrá 20.00. Þar verður farið yfir síðustu umferð í Subway deild kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 08.30 hefst Nedbank Golf Challenge mótið í golfi. Mótið er hluti af DP World-mótaröðinni.

Klukkan 17.20 hefst útsending frá leik Hellas Verona og Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus hefur unnið síðustu fjóra deildarleiki sína og virðist vera að rétta úr kútnum. Klukkan 19.35 er leikur Lazio og Monza í sömu deild á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 11.00 hefst Aramco Team Series – Jeddah mótið í golfi. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni. Klukkan 18.00 hefst Houston Open mótið í golfi. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 15.00 hefst Pelicans Women´s Championship mótið í golfi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Esport

Klukkan 19.15 hefjast leikar í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í tölvuleiknum CS:GO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×