Kynmisræmi er ekki sjúkdómur Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 10. nóvember 2022 11:31 Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Dómurinn vísar til nýrrar útgáfu Alþjóðlegs flokkunarkerfis sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 11). Með ICD11 voru gerðar breytingar á flokkun og greiningarviðmiðum kynmisræmis. Heitinu var til að mynda breytt úr kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) í kynmisræmi (e. gender incongruance) og greiningin flutt úr kaflanum um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (e. conditions related to sexual health). Landréttur vísar til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og markmiðs þeirra að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sjálfir og að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Réttaráhrif niðurstöðu dóms Landsréttar felast, auk þess að staðfesta að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, í því að einstaklingar sem undirgangast aðgerðir vegna breytinga á líkamlegum kyneinkennum sínum eiga ekki rétt á veikindalaunum frá atvinnurekanda vegna þeirra fjarvista. Eitt skilyrða veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Niðurstaða dómsins byggir því á þeim forsendum sem fyrir liggja í lögum og kjarasamningum aðila um rétt til veikindalauna og þeim skilyrðum sem þar eru sett um greiðslu launa í veikindaforföllum. Því hefur verið haldið fram að réttarstaða einstaklinga sem upplifa kynmisræmi sé, í kjölfar dóms Landsréttar, verri en áður. Ekki er hægt að taka undir það enda byggir sú skoðun á þeirri forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Það er hins vegar óforsvaranlegt að ganga út frá því að einstaklingar sem upplifa kynmisræmi séu haldnir geðsjúkdómi eins og fyrra greiningarkerfi byggði á. Niðurstaða Landsréttar staðfestir fyrst og fremst það réttlætismál, sem samtök trans fólks hafa barist fyrir, að kynmisræmi telst ekki vera sjúkdómur sem jafnframt hefur verið staðfest með lögum um kynrænt sjálfræði. Lögin tryggja samt sem áður aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu þar sem margir einstaklingar sem upplifa kynmisræmi þurfa hormóna og sumir velja að gangast undir skurðaðgerðir t.d. brjóstnámsaðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. En eiga einstaklingar sem upplifa kynmisræmi að vera launalausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að fara í aðgerð? Kjarasamningar og lög takmarka vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys en sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki, eins og t.d. við á um áfengismeðferðir. Gera verður ráð fyrir aðkomu sjúkrasjóða og Sjúkratrygginga Íslands. Með þeim hætti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem hverfa þurfa frá vinnu vegna þeirra aðgerða sem þeir telja þörf á vegna kynmisræmis sem þeir upplifa. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Dómurinn vísar til nýrrar útgáfu Alþjóðlegs flokkunarkerfis sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 11). Með ICD11 voru gerðar breytingar á flokkun og greiningarviðmiðum kynmisræmis. Heitinu var til að mynda breytt úr kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) í kynmisræmi (e. gender incongruance) og greiningin flutt úr kaflanum um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (e. conditions related to sexual health). Landréttur vísar til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og markmiðs þeirra að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sjálfir og að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Réttaráhrif niðurstöðu dóms Landsréttar felast, auk þess að staðfesta að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, í því að einstaklingar sem undirgangast aðgerðir vegna breytinga á líkamlegum kyneinkennum sínum eiga ekki rétt á veikindalaunum frá atvinnurekanda vegna þeirra fjarvista. Eitt skilyrða veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Niðurstaða dómsins byggir því á þeim forsendum sem fyrir liggja í lögum og kjarasamningum aðila um rétt til veikindalauna og þeim skilyrðum sem þar eru sett um greiðslu launa í veikindaforföllum. Því hefur verið haldið fram að réttarstaða einstaklinga sem upplifa kynmisræmi sé, í kjölfar dóms Landsréttar, verri en áður. Ekki er hægt að taka undir það enda byggir sú skoðun á þeirri forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Það er hins vegar óforsvaranlegt að ganga út frá því að einstaklingar sem upplifa kynmisræmi séu haldnir geðsjúkdómi eins og fyrra greiningarkerfi byggði á. Niðurstaða Landsréttar staðfestir fyrst og fremst það réttlætismál, sem samtök trans fólks hafa barist fyrir, að kynmisræmi telst ekki vera sjúkdómur sem jafnframt hefur verið staðfest með lögum um kynrænt sjálfræði. Lögin tryggja samt sem áður aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu þar sem margir einstaklingar sem upplifa kynmisræmi þurfa hormóna og sumir velja að gangast undir skurðaðgerðir t.d. brjóstnámsaðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. En eiga einstaklingar sem upplifa kynmisræmi að vera launalausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að fara í aðgerð? Kjarasamningar og lög takmarka vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys en sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki, eins og t.d. við á um áfengismeðferðir. Gera verður ráð fyrir aðkomu sjúkrasjóða og Sjúkratrygginga Íslands. Með þeim hætti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem hverfa þurfa frá vinnu vegna þeirra aðgerða sem þeir telja þörf á vegna kynmisræmis sem þeir upplifa. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun