Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 11:58 Menn eru ekki á einu máli um það hvort „venjuleg“ vetrardekk séu jafn góð til vetrarbrúks og negld dekk. Getty Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. Sú spurning vakni hvort lögregla hafi heimild til að fara á svig við lögin. Þetta kemur fram í bókun sem fyrrnefndir fulltrúar lögðu fram í ráðinu á miðvikudag. Þar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu megi rekja 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári til svifryksmengunar og vitað sé að nagladekk eigi verulegan þátt í þessari mengun. Auk þess skapist verulegur aukakostnaður vegna slits á malbiki. Það er stefna Reykjavíkurborgar að innan við 20% bílaflotans í borginni verði á nagladekkjum og að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra. Samkvæmt tölum borgarinnar voru 3% ökumanna á nöglum í október í fyrra en 15% í október síðastliðinum. Hjálmar Sveinsson „Við erum að benda á það að það eru mjög margir og nú samkvæmt síðustu talningum eru til dæmis mun fleiri komnir á nagladekk í október og jafnvel í byrjun október, þó að það sé ekki leyfilegt að setja nagaldekk undir fyrr en 1. nóvember,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir sérkennilegt að lögregla gefi það út ár eftir ár að ökumenn verði ekki sektaðir fyrir að fara ekki eftir lögum. Spurður að því hvort þeir sem velja að fara fyrr á negld dekk geri það ekki einfaldlega vegna þess að þeir telji þá þurfa þess segir Hjálmar að það megi vel vera. „En það er samt núna, á þessum haustmánuðum, hefur verið einmuna blíða og við höfum í borginni bent á að nagladekk eru í rauninni óþörf í Reykjavík og að það eru til góð vetrardekk sem gera sama gagn.“ Í ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að skýrar vísbendingar væru um að nagladekkjanotkun væri að aukast í Reykjavík. „Þessa þróun má líklega rekja til óánægju með frammistöðu Reykjavíkurborgar við snjóruðning í húsagötum síðasta vetur, ekki síst í efri byggðum. Þá þjónustu þarf að bæta.“ Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs. Nagladekk Reykjavík Borgarstjórn Lögreglan Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira
Sú spurning vakni hvort lögregla hafi heimild til að fara á svig við lögin. Þetta kemur fram í bókun sem fyrrnefndir fulltrúar lögðu fram í ráðinu á miðvikudag. Þar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu megi rekja 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári til svifryksmengunar og vitað sé að nagladekk eigi verulegan þátt í þessari mengun. Auk þess skapist verulegur aukakostnaður vegna slits á malbiki. Það er stefna Reykjavíkurborgar að innan við 20% bílaflotans í borginni verði á nagladekkjum og að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra. Samkvæmt tölum borgarinnar voru 3% ökumanna á nöglum í október í fyrra en 15% í október síðastliðinum. Hjálmar Sveinsson „Við erum að benda á það að það eru mjög margir og nú samkvæmt síðustu talningum eru til dæmis mun fleiri komnir á nagladekk í október og jafnvel í byrjun október, þó að það sé ekki leyfilegt að setja nagaldekk undir fyrr en 1. nóvember,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir sérkennilegt að lögregla gefi það út ár eftir ár að ökumenn verði ekki sektaðir fyrir að fara ekki eftir lögum. Spurður að því hvort þeir sem velja að fara fyrr á negld dekk geri það ekki einfaldlega vegna þess að þeir telji þá þurfa þess segir Hjálmar að það megi vel vera. „En það er samt núna, á þessum haustmánuðum, hefur verið einmuna blíða og við höfum í borginni bent á að nagladekk eru í rauninni óþörf í Reykjavík og að það eru til góð vetrardekk sem gera sama gagn.“ Í ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að skýrar vísbendingar væru um að nagladekkjanotkun væri að aukast í Reykjavík. „Þessa þróun má líklega rekja til óánægju með frammistöðu Reykjavíkurborgar við snjóruðning í húsagötum síðasta vetur, ekki síst í efri byggðum. Þá þjónustu þarf að bæta.“ Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.
Nagladekk Reykjavík Borgarstjórn Lögreglan Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira