Átján ára í úrslit: „Ég er stoltur af frænda“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 17:45 Alexander Veigar Þorvaldsson var öryggið uppmálað í beinni útsendingu á Bullseye á miðvikudagskvöld. Stöð 2 Sport Alexander Veigar Þorvaldsson varð í fyrrakvöld fjórði og síðasti keppandinn til að tryggja sér sæti á úrslitakvöldinu í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Hann er aðeins átján ára gamall. Alexander, sem er nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari unglinga en vann einnig öruggan sigur í fjórða undanriðlinum í Úrvalsdeildinni á miðvikudag. „Til hamingju með þetta Alexander Veigar. Virkilega vel gert. Ég er stoltur af frænda,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson sem að vanda lýsti keppninni með líflegum hætti á Stöð 2 Sport, með aðstoð Matthíasar Arnar Friðrikssonar en hér að neðan má sjá svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Alexander áfram úr lokariðlinum Alexander byrjaði á því að vinna reynsluboltann Þorgeir Guðmundsson, 3-1. Þorgeir, sem á árum áður varð Íslands- og bikarmeistari með KR í fótbolta, er 78 ára og því sextíu ára aldursmunur á þeim Alexander. Alexander vann einnig 3-1 sigur gegn Birni Andra Ingólfssyni og endaði kvöldið svo á að vinna einu konuna í Úrvalsdeildinni í ár, Ingibjörgu Magnúsdóttur, 3-0. Þorgeir varð í 2. sæti og Björn Andri í 3. sæti en hann tapaði 3-2 fyrir Þorgeiri eftir að hafa unnið Ingibjörgu 3-0. Þar með er ljóst hvaða fjórir keppendur keppa á úrslitakvöldinu 3. desember en ein breyting hefur þó orðið á því Guðjón Hauksson forfallast og tekur Karl Helgi Jónsson, sem varð næstefstur í þriðja riðli, því hans sæti. Vitor Charrua og Arnar Geir Hjartarson höfðu áður tryggt sig inn á úrslitakvöldið. Pílukast Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Alexander, sem er nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari unglinga en vann einnig öruggan sigur í fjórða undanriðlinum í Úrvalsdeildinni á miðvikudag. „Til hamingju með þetta Alexander Veigar. Virkilega vel gert. Ég er stoltur af frænda,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson sem að vanda lýsti keppninni með líflegum hætti á Stöð 2 Sport, með aðstoð Matthíasar Arnar Friðrikssonar en hér að neðan má sjá svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Alexander áfram úr lokariðlinum Alexander byrjaði á því að vinna reynsluboltann Þorgeir Guðmundsson, 3-1. Þorgeir, sem á árum áður varð Íslands- og bikarmeistari með KR í fótbolta, er 78 ára og því sextíu ára aldursmunur á þeim Alexander. Alexander vann einnig 3-1 sigur gegn Birni Andra Ingólfssyni og endaði kvöldið svo á að vinna einu konuna í Úrvalsdeildinni í ár, Ingibjörgu Magnúsdóttur, 3-0. Þorgeir varð í 2. sæti og Björn Andri í 3. sæti en hann tapaði 3-2 fyrir Þorgeiri eftir að hafa unnið Ingibjörgu 3-0. Þar með er ljóst hvaða fjórir keppendur keppa á úrslitakvöldinu 3. desember en ein breyting hefur þó orðið á því Guðjón Hauksson forfallast og tekur Karl Helgi Jónsson, sem varð næstefstur í þriðja riðli, því hans sæti. Vitor Charrua og Arnar Geir Hjartarson höfðu áður tryggt sig inn á úrslitakvöldið.
Pílukast Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira