Stöð 2 Sport
Klukkan 13.45 hefst bein útsending frá Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti Gróttu í Olís deild karla í handbolta. Klukkan 15.45 er komið að Suðurlandsslag ÍBV og Selfoss í Olís deild kvenna.
Klukkan 19.15 er bein útsending frá stærsta boxmóti ársins ICEBOX á dagskrá. Mótið fer fram í Kaplakrika þar sem fremsta hnefaleikafólk landsins keppir við sterkt lið boxara frá Noregi.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 13.50 hefst leikur toppliðs Napoli og Udinese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Klukkan 16.50 er komið að Þóri Jóhanni Helgasyni og félögum í Lecce en þeir heimsækja Sampdoria.
Klukkan 21.00 er komið að leik Los Angeles Clippers og Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 11.00 hefst Aramco Team Series – Jeddah mótið í golf Það er hluti af LET mótaröðinni.
Klukkan 19.35 er leikur Bologna og Sassuolo í Serie A á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 10.00 hefst Nedbank Golf Challenge mótið í golfi. Það er hluti af DB World mótaröðinni. Klukkan 15.00 hefst Pelican Women´s Championship mótið í golfi. Það er hluti af LPGA mótaröðinni. Klukkan 18.00 hefst Opna Houston mótið í golfi. Það er hluti af PGA mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og Hauka í Olís deild kvenna á dagskrá.
Stöð 2 Esport
Klukkan 11.00 er Stjórinn á dagskrá. Í Stjóranum mætast Hjálmar Örn og Óli Jóels í Football Manager og berjast þar um hvor lendir ofar í 4. deildinni á Englandi. Stjórarnir verða settir undir tímapressu og þurfa að taka allskyns fjölbreyttar áskoranir.