„Hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 20:00 Þingmaður Pírata segir lögreglu forgangsraða tíma sínum rangt með því að eltast við fólk vegna neysluskammta. Húsleit sé íþyngjandi aðgerð sem lögregla beiti langt fram úr meðalhófi í slíkum málum. Aðgerðir lögreglu, sem gagnrýndar voru í vikunni, sýni brýna þörf á afglæpavæðingu. Afskipta lögreglu af kannabisneytendum er reglulega getið í daglegum tilkynningum embætta. Við fáum nokkur dæmi. Ágúst 2012: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði. Maðurinn gekkst við því að hafa kannabisefni í fórum sínum og framvísaði hann því. Hann heimilaði leit í húsnæðinu en ekkert fleira saknæmt fannst. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt að því loknu. Desember 2019: Lögreglumaður á frívakt fann mikla kannabislykt berast frá húsnæði í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum um helgina er hann átti þar leið hjá. Lögreglumenn fóru á vettvang og við húsleit, að fenginni heimild, fannst kannabisefni í kommóðuskúffu á heimilinu. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnið. Desember 2021: Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manna að reykja kannabis [í] bílakjallara. Sagðir setja af stað brunaviðvörun með þessu hátterni. Mennirnir farnir þegar lögregla kom. Október 2022: Þá fór lögregla að athuga með húsnæði vegna kannabislyktar. Einn handtekinn á vettvangi og í kjölfarið framkvæmd húsleit þar sem fíkniefni fundust. Málið afgreitt á vettvangi. Gríðarleg innrás í einkalífið Og svo var það nú síðast í vikunni þegar lögregla fylgdi eftir tilkynningu um kannabislykt i Hlíðahverfi. Meintur gerandi, eins og lögregla orðar það, flúði þá vettvang á rafmagnshlaupahjóli með hund á pallinum. Upphófst þá eftirför sem lauk á Klambratúni. Viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Við húsleit fannst svo „lítið magn meintra fíkniefna“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata setur spurningamerki við aðgerðir lögreglu. „Okkur finnst þetta auðvitað bara röng forgangsröðun á mannafla og fjármunum lögreglu, að eltast við fólk sem er ekki að gera neinum mein.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Húsleit í slíkum málum sé langt fram úr meðalhófi. Afar íþyngjandi aðgerð miðað við hversu léttvæg brotin virðist. „Það að fara inn á heimili fólks, og leita og fara í gegnum þína hluti, þína persónulegu muni, þitt helgasta vé. Þetta er gríðarleg innrás inn á einkalíf fólks,“ segir Þórhildur Sunna. „En þegar maður hefur takmarkaðar fjárheimildir og takmarkaðan tíma... Já, mér finnst þetta undarleg forgangsröðun, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið um skaðaminnkun, afglæpavæðingu og allt þetta. Aftur á móti, það er alveg rétt sem lögregla segir. Henni ber að fylgja lögunum. En hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Píratar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Afskipta lögreglu af kannabisneytendum er reglulega getið í daglegum tilkynningum embætta. Við fáum nokkur dæmi. Ágúst 2012: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði. Maðurinn gekkst við því að hafa kannabisefni í fórum sínum og framvísaði hann því. Hann heimilaði leit í húsnæðinu en ekkert fleira saknæmt fannst. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt að því loknu. Desember 2019: Lögreglumaður á frívakt fann mikla kannabislykt berast frá húsnæði í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum um helgina er hann átti þar leið hjá. Lögreglumenn fóru á vettvang og við húsleit, að fenginni heimild, fannst kannabisefni í kommóðuskúffu á heimilinu. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnið. Desember 2021: Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manna að reykja kannabis [í] bílakjallara. Sagðir setja af stað brunaviðvörun með þessu hátterni. Mennirnir farnir þegar lögregla kom. Október 2022: Þá fór lögregla að athuga með húsnæði vegna kannabislyktar. Einn handtekinn á vettvangi og í kjölfarið framkvæmd húsleit þar sem fíkniefni fundust. Málið afgreitt á vettvangi. Gríðarleg innrás í einkalífið Og svo var það nú síðast í vikunni þegar lögregla fylgdi eftir tilkynningu um kannabislykt i Hlíðahverfi. Meintur gerandi, eins og lögregla orðar það, flúði þá vettvang á rafmagnshlaupahjóli með hund á pallinum. Upphófst þá eftirför sem lauk á Klambratúni. Viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Við húsleit fannst svo „lítið magn meintra fíkniefna“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata setur spurningamerki við aðgerðir lögreglu. „Okkur finnst þetta auðvitað bara röng forgangsröðun á mannafla og fjármunum lögreglu, að eltast við fólk sem er ekki að gera neinum mein.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Húsleit í slíkum málum sé langt fram úr meðalhófi. Afar íþyngjandi aðgerð miðað við hversu léttvæg brotin virðist. „Það að fara inn á heimili fólks, og leita og fara í gegnum þína hluti, þína persónulegu muni, þitt helgasta vé. Þetta er gríðarleg innrás inn á einkalíf fólks,“ segir Þórhildur Sunna. „En þegar maður hefur takmarkaðar fjárheimildir og takmarkaðan tíma... Já, mér finnst þetta undarleg forgangsröðun, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið um skaðaminnkun, afglæpavæðingu og allt þetta. Aftur á móti, það er alveg rétt sem lögregla segir. Henni ber að fylgja lögunum. En hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Píratar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent