Tölum um skólamáltíðir á réttum forsendum Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Birgir Jónsson skrifa 12. nóvember 2022 08:01 Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag. Tillagan ein og sér er góðra gjalda verð og lýsir afstöðu og stefnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sýnir hver þeirra helstu áherslumál eru. Í kosningabaráttunni fór það eftir stað og stund hvort einstaka fulltrúar ætluðu að leggja gjaldfrelsið af eða ekki. Tillagan gerir ráð fyrir því að um 50 milljónir fáist í tekjur á ári við að taka upp 300 króna gjald fyrir máltíðina. Þegar dæmið er reiknað kemur hins vegar í ljós að þessar 50 milljónir rýrna ansi hratt. Það eru 715 börn í grunnskólum Fjarðabyggðar og skóladagarnir þar sem matast er, eru að hámarki 180. Hámarkstekjur við gjaldtökuna yrðu því um 38 milljónir. Þegar gjaldtaka var, voru ekki öll börn í mat og því væri hægt að gera ráð fyrir að þessar 38 milljónir yrðu enn færri þegar til kastanna kæmi. Enda kom fram í umræðu hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. að dæmið hefði ekki verið reiknað í þaula sem er í besta falli óheppilegt. En af hverju skipta gjaldfrjálsar skólamáltíðir máli? Skólarnir eru vinnustaðir nemenda og góð næring skiptir höfuðmáli varðandi heilsu barna til lengri og skemmri tíma, og hefur þar af leiðandi góð áhrif á nám og vellíðan nemenda. Með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar er öllum börnum tryggt aðgengi að góðri næringu og öll börn sitja við sama borð. Heitur matur í hádeginu, grænmeti og ávexti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferðar. Börnin bera það ekki utan á sér hverjar aðstæður þeirra eru og ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau höfðu ekki aðgengi að skólamáltíðum þegar gjaldtaka var viðhöfð. Í þeim tilvikum sem ástæðurnar eru fjárhagslegar getur verið vandkvæðum bundið að ná til fólks þannig að það sæki aðstoðina. Þá þurfa ekki að vera fjárhagslegar ástæður að baki því að börn fái ekki máltíðir heldur geta þær einnig verið félagslegar. Í umræðunni hefur verið bent á að málið snúist um forgangsröðun sem er alveg rétt. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalistans forgangsraðar meðal annars í þágu fjölskyldufólks og barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig bent á að flestir foreldrar hafi efni á því að kaupa mat í skólanum handa börnunum sínum. Flestir er hér lykilatriði og því augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins huga ekki að öllum foreldrum og börnum, heldur aðeins flestum. Barnvænt sveitarfélag byggir á fimm grunnþáttum og einn af þeim er jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna. En til þess að vera barnvænt sveitarfélag þarf að skoða mismunun út frá efnahagslegri stöðu foreldra t.d. í samhengi við skólamáltíðir eða leikskólagjöld. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eiga sinn þátt í því að gjöld fyrir grunnskólaþjónustu eru þau lægstu á Íslandi samkvæmt úttekt ASÍ á dögunum. Einnig eru leikskólagjöld og gjöld fyrir tónskóla með þeim lægstu á landinu. Markmiðið með því er að Fjarðabyggð sé barnvænt sveitarfélag og börnin okkar geti notið ákveðinna gæða óháð aðstæðum. Aðgerðir eins og þessar koma sér hvað best fyrir ungt fólk sem flest er með börn á sínu framfæri og á kannski hvað erfiðast í því efnahagsumhverfi sem nú er hér á landi. Með ódýrri skólaþjónustu er því róðurinn léttari og þannig sköpum við eftirsóknarvert samfélag til að búa í. Við viljum að Fjarðabyggð sé vænlegur kostur til búsetu fyrir okkur öll, líka fyrir fjölskyldufólk og börn. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Birgir Jónsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag. Tillagan ein og sér er góðra gjalda verð og lýsir afstöðu og stefnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sýnir hver þeirra helstu áherslumál eru. Í kosningabaráttunni fór það eftir stað og stund hvort einstaka fulltrúar ætluðu að leggja gjaldfrelsið af eða ekki. Tillagan gerir ráð fyrir því að um 50 milljónir fáist í tekjur á ári við að taka upp 300 króna gjald fyrir máltíðina. Þegar dæmið er reiknað kemur hins vegar í ljós að þessar 50 milljónir rýrna ansi hratt. Það eru 715 börn í grunnskólum Fjarðabyggðar og skóladagarnir þar sem matast er, eru að hámarki 180. Hámarkstekjur við gjaldtökuna yrðu því um 38 milljónir. Þegar gjaldtaka var, voru ekki öll börn í mat og því væri hægt að gera ráð fyrir að þessar 38 milljónir yrðu enn færri þegar til kastanna kæmi. Enda kom fram í umræðu hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. að dæmið hefði ekki verið reiknað í þaula sem er í besta falli óheppilegt. En af hverju skipta gjaldfrjálsar skólamáltíðir máli? Skólarnir eru vinnustaðir nemenda og góð næring skiptir höfuðmáli varðandi heilsu barna til lengri og skemmri tíma, og hefur þar af leiðandi góð áhrif á nám og vellíðan nemenda. Með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar er öllum börnum tryggt aðgengi að góðri næringu og öll börn sitja við sama borð. Heitur matur í hádeginu, grænmeti og ávexti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferðar. Börnin bera það ekki utan á sér hverjar aðstæður þeirra eru og ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau höfðu ekki aðgengi að skólamáltíðum þegar gjaldtaka var viðhöfð. Í þeim tilvikum sem ástæðurnar eru fjárhagslegar getur verið vandkvæðum bundið að ná til fólks þannig að það sæki aðstoðina. Þá þurfa ekki að vera fjárhagslegar ástæður að baki því að börn fái ekki máltíðir heldur geta þær einnig verið félagslegar. Í umræðunni hefur verið bent á að málið snúist um forgangsröðun sem er alveg rétt. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalistans forgangsraðar meðal annars í þágu fjölskyldufólks og barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig bent á að flestir foreldrar hafi efni á því að kaupa mat í skólanum handa börnunum sínum. Flestir er hér lykilatriði og því augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins huga ekki að öllum foreldrum og börnum, heldur aðeins flestum. Barnvænt sveitarfélag byggir á fimm grunnþáttum og einn af þeim er jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna. En til þess að vera barnvænt sveitarfélag þarf að skoða mismunun út frá efnahagslegri stöðu foreldra t.d. í samhengi við skólamáltíðir eða leikskólagjöld. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eiga sinn þátt í því að gjöld fyrir grunnskólaþjónustu eru þau lægstu á Íslandi samkvæmt úttekt ASÍ á dögunum. Einnig eru leikskólagjöld og gjöld fyrir tónskóla með þeim lægstu á landinu. Markmiðið með því er að Fjarðabyggð sé barnvænt sveitarfélag og börnin okkar geti notið ákveðinna gæða óháð aðstæðum. Aðgerðir eins og þessar koma sér hvað best fyrir ungt fólk sem flest er með börn á sínu framfæri og á kannski hvað erfiðast í því efnahagsumhverfi sem nú er hér á landi. Með ódýrri skólaþjónustu er því róðurinn léttari og þannig sköpum við eftirsóknarvert samfélag til að búa í. Við viljum að Fjarðabyggð sé vænlegur kostur til búsetu fyrir okkur öll, líka fyrir fjölskyldufólk og börn. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Birgir Jónsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar