Þvottavél og þurrkari til vandræða á Akureyri Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2022 13:34 Heimilistæki eru ekki alltaf til friðs. Vísir/Vilhelm Þónokkur mál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. Ölvaður unglingur hafði í hótunum við aðra, umferðarslys á Akureyri og hávaðasöm þvottavél voru meðal hluta sem tilkynnt var um. Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að mesti erillinn hafi verið á aðfaranótt föstudags. Þá hafði ungmenni hótað öðrum ungmennum í miðbæ Akureyrar og barst lögreglu tilkynning um að hann hafi beitt aðra ofbeldi. Tilkynning um málið var send barnaverndaryfirvöldum. Þá var aðstoð veitt á gistiheimili á Akureyri vegna kvartana um hávaða og ónæði. Önnur hávaðakvörtun barst frá húsi í miðbæ Akureyrar og var það mál leyst á staðnum. Þriðja kvörtunin barst þó ekki vegna skemmtanahalds. Íbúar fjölbýlishúss á Akureyri kvörtuðu yfir þvottavél og þurrkara sem var í gangi. Lögregla fór á staðinn og lögðu við hlustir en heyrðu engan hávaða. Lögreglan telur líklegt að vélarnar hafi verið búnar að þurrka og þvo þegar komið var á staðinn. Slagsmál urðu á föstudagskvöld í heimahúsi, einnig á Akureyri. Lögreglan handtók tvo einstaklinga og var annar þeirra færður undir læknishendur á Sjúkrahúsi Akureyrar. Þriðji einstaklingurinn tengdur slagsmálunum var einnig færður á bráðamóttöku þar sem hann hlaut aðhlynningu. Í gær var karlmaður handtekinn grunaður um heimilisofbeldi. Hann var færður í fangageymslu á Akureyri og er málið í rannsókn. Nokkrir voru til vandræða á aðfaranótt sunnudags en tveir eru grunaður um húsbrot. Þeir fóru inn á stigagang fjölbýlishúss og gengu berserksgang, brutu rúðu í íbúð og vöktu íbúa með hátterni sínu. Umferðarslys varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri þegar ökumaður fipaðist við akstur og ók niður girðingu sem skilur að akreinar á Þórunnarstræti. Tjón varð á bifreiðinni og girðingin féll niður en engin slys urðu á vegfarendum. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að mesti erillinn hafi verið á aðfaranótt föstudags. Þá hafði ungmenni hótað öðrum ungmennum í miðbæ Akureyrar og barst lögreglu tilkynning um að hann hafi beitt aðra ofbeldi. Tilkynning um málið var send barnaverndaryfirvöldum. Þá var aðstoð veitt á gistiheimili á Akureyri vegna kvartana um hávaða og ónæði. Önnur hávaðakvörtun barst frá húsi í miðbæ Akureyrar og var það mál leyst á staðnum. Þriðja kvörtunin barst þó ekki vegna skemmtanahalds. Íbúar fjölbýlishúss á Akureyri kvörtuðu yfir þvottavél og þurrkara sem var í gangi. Lögregla fór á staðinn og lögðu við hlustir en heyrðu engan hávaða. Lögreglan telur líklegt að vélarnar hafi verið búnar að þurrka og þvo þegar komið var á staðinn. Slagsmál urðu á föstudagskvöld í heimahúsi, einnig á Akureyri. Lögreglan handtók tvo einstaklinga og var annar þeirra færður undir læknishendur á Sjúkrahúsi Akureyrar. Þriðji einstaklingurinn tengdur slagsmálunum var einnig færður á bráðamóttöku þar sem hann hlaut aðhlynningu. Í gær var karlmaður handtekinn grunaður um heimilisofbeldi. Hann var færður í fangageymslu á Akureyri og er málið í rannsókn. Nokkrir voru til vandræða á aðfaranótt sunnudags en tveir eru grunaður um húsbrot. Þeir fóru inn á stigagang fjölbýlishúss og gengu berserksgang, brutu rúðu í íbúð og vöktu íbúa með hátterni sínu. Umferðarslys varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri þegar ökumaður fipaðist við akstur og ók niður girðingu sem skilur að akreinar á Þórunnarstræti. Tjón varð á bifreiðinni og girðingin féll niður en engin slys urðu á vegfarendum.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira