Sigursteinn: Vissum af þessari statistík og ætluðum að breyta henni Árni Gísli Magnússon skrifar 13. nóvember 2022 18:28 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét FH bar sigurorð af KA, 27-30, í KA-heimilinu í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en KA saxaði vel á forskotið í seinni hálfleik en FH-ingar náðu þó að klára leikinn með sigri. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður að ná loks í sigur í KA-heimilinu. „Bara mjög ánægður með sigurinn. Frábær fyrri hálfleikur þar sem við spiluðum geggjaða vörn og sóknarleik líka. Við vissum svo sem alltaf að þessir leikir hérna leita oft í þetta, mikil læti og svona, að það kæmi eitthvað áhlaup en við stóðumst það sem betur fer.” FH spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og voru sjö mörkum yfir í hálfleik en það getur verið fljótt að breytast í KA-heimilinu. „Það er nú ekkert langt síðan að Stjarnan var yfir með sjö hérna í hálfleik þannig að við töluðum bara um það að við þyrftum að halda áfram með okkar og sækja hlutina til okkar og vissum að að kæmi áhlaup en mjög gott að halda haus.” KA minnkaði muninn tvisvar í eitt mark í seinni hluta síðari hálfleiks en FH-ingum tókst þá að bíta aftur frá sér og komast nokkrum mörkum yfir. „Húsið kviknar en bara mjög ánægður að lauma inn nokkrum og þá kaupum við okkur smá forskot sem dugaði.” Einar Bragi Aðalsteinsson var frábær í sóknarleik FH og skorað 7 mörk úr 11 skotum og lét einnig vel til sín taka í vörninni. „Hann var mjög góður í sókn og vörn. Við tókum hann út af, hann var kominn með tvisvar tvær mínútur, var frábær í vörn í fyrri hálfleik en hann var bara góður eins og allt FH liðið.” FH hafði ekki unnið KA í deildarleik fyrir norðan eftir endurkomu þeirra í efstu deild og kom síðasti deildarsigur þeirra fyrir norðan gegn Akureyri Handboltafélagi árið 2015 að undanskildum einum sigurleik við Þór. „Við vissum af þessari statistík og ætluðum að breyta henni og gerðum það í dag”, sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla FH KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 27-30 | FH-ingar fyrstir til að vinna í KA-heimilinu FH vann sterkan 27-30 sigur á KA í Olís deild karla í handbolta norður á Akureyri í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en heimamenn gerðu leikinn spennandi í seinni hálfleik. 13. nóvember 2022 18:40 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður að ná loks í sigur í KA-heimilinu. „Bara mjög ánægður með sigurinn. Frábær fyrri hálfleikur þar sem við spiluðum geggjaða vörn og sóknarleik líka. Við vissum svo sem alltaf að þessir leikir hérna leita oft í þetta, mikil læti og svona, að það kæmi eitthvað áhlaup en við stóðumst það sem betur fer.” FH spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og voru sjö mörkum yfir í hálfleik en það getur verið fljótt að breytast í KA-heimilinu. „Það er nú ekkert langt síðan að Stjarnan var yfir með sjö hérna í hálfleik þannig að við töluðum bara um það að við þyrftum að halda áfram með okkar og sækja hlutina til okkar og vissum að að kæmi áhlaup en mjög gott að halda haus.” KA minnkaði muninn tvisvar í eitt mark í seinni hluta síðari hálfleiks en FH-ingum tókst þá að bíta aftur frá sér og komast nokkrum mörkum yfir. „Húsið kviknar en bara mjög ánægður að lauma inn nokkrum og þá kaupum við okkur smá forskot sem dugaði.” Einar Bragi Aðalsteinsson var frábær í sóknarleik FH og skorað 7 mörk úr 11 skotum og lét einnig vel til sín taka í vörninni. „Hann var mjög góður í sókn og vörn. Við tókum hann út af, hann var kominn með tvisvar tvær mínútur, var frábær í vörn í fyrri hálfleik en hann var bara góður eins og allt FH liðið.” FH hafði ekki unnið KA í deildarleik fyrir norðan eftir endurkomu þeirra í efstu deild og kom síðasti deildarsigur þeirra fyrir norðan gegn Akureyri Handboltafélagi árið 2015 að undanskildum einum sigurleik við Þór. „Við vissum af þessari statistík og ætluðum að breyta henni og gerðum það í dag”, sagði Sigursteinn að lokum.
Olís-deild karla FH KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 27-30 | FH-ingar fyrstir til að vinna í KA-heimilinu FH vann sterkan 27-30 sigur á KA í Olís deild karla í handbolta norður á Akureyri í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en heimamenn gerðu leikinn spennandi í seinni hálfleik. 13. nóvember 2022 18:40 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Leik lokið: KA - FH 27-30 | FH-ingar fyrstir til að vinna í KA-heimilinu FH vann sterkan 27-30 sigur á KA í Olís deild karla í handbolta norður á Akureyri í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en heimamenn gerðu leikinn spennandi í seinni hálfleik. 13. nóvember 2022 18:40