Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 23:05 Cristiano Ronaldo er ekki aðdáandi Erik ten Hag. Steve Bardens/Getty Images Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. Ronaldo settist niður með breska þáttastjórnandanum Piers Morgan og ræddi þar ýmis mál í löngu viðtali. Þar segir hann meðal annars að félagið hafi verið að reyna að losna við sig. „Já,“ svaraði Ronaldo einfaldlega aðspurður að því hvort United hafi reynt að losa sig við hann. „Ekki bara þjálfarinn, heldur líka hinir tveir eða þrír gæjarnir í kringum klúbbinn. Mér leið eins og ég hafi verið svikinn.“ „En ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Fólk ætti að heyra sannleikann. Já, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Það er fólk þarna sem vill ekki hafa mig, ekki bara í ár, heldur í fyrra líka.“ „Ég skil ekki hvað er í gangi. Síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið hef ég ekki séð neina þróun hjá klúbbnum. Framfarirnar hafa verið engar.“ „Tökum sem dæmi, mér finnst áhugavert hvernig klúbbur eins og Manchester United rekur Ole [Gunnar Solskjær] og ræður svo íþróttastjórann (e. sporting director) Ralf Rangnick, sem er eitthvað sem enginn skilur. Hann er ekki einu sinni þjálfari! Þegar stór klúbbur eins og Manchester United ræður íþróttastjóra sem þjálfara þá verð ekki bara ég hissa, heldur allur heimurinn.“ „Það er ekkert sem breytist. Ekki heiti potturinn, sundlaugin, eða líkamsræktarsalurinn. Meira að segja tæknimálin, eldhúsið og kokkarnir - sem er reyndar frábært fólk sem ég kann að meta - en þetta þróast ekkert og það kom mér virkilega á óvart.“ Ég hélt að ég myndi sjá einhverja nýja hluti, nýja tækni eða innviði. En því miður þá sér maður enn mikið af hlutum sem ég var vanur að sjá þegar ég var 21 árs. Það kom mér virkilega á óvart.“ Cristiano Ronaldo on Erik ten Hag: “I don't have respect for Erik ten Hag because he doesn't show respect for me”, tells @PiersMorgan. 🚨 #MUFC“If you don't have respect for me, I will never have any for you”. pic.twitter.com/n3kRkvILbP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2022 Þá er Portúgalinn greinilega ekki mikill aðdáandi nýs þjálfara liðsins, Eriks ten Hag. „Ég ber ekki virðingu fyrir honum því hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá mun ég ekki sýna þér virðingu.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Ronaldo settist niður með breska þáttastjórnandanum Piers Morgan og ræddi þar ýmis mál í löngu viðtali. Þar segir hann meðal annars að félagið hafi verið að reyna að losna við sig. „Já,“ svaraði Ronaldo einfaldlega aðspurður að því hvort United hafi reynt að losa sig við hann. „Ekki bara þjálfarinn, heldur líka hinir tveir eða þrír gæjarnir í kringum klúbbinn. Mér leið eins og ég hafi verið svikinn.“ „En ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Fólk ætti að heyra sannleikann. Já, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Það er fólk þarna sem vill ekki hafa mig, ekki bara í ár, heldur í fyrra líka.“ „Ég skil ekki hvað er í gangi. Síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið hef ég ekki séð neina þróun hjá klúbbnum. Framfarirnar hafa verið engar.“ „Tökum sem dæmi, mér finnst áhugavert hvernig klúbbur eins og Manchester United rekur Ole [Gunnar Solskjær] og ræður svo íþróttastjórann (e. sporting director) Ralf Rangnick, sem er eitthvað sem enginn skilur. Hann er ekki einu sinni þjálfari! Þegar stór klúbbur eins og Manchester United ræður íþróttastjóra sem þjálfara þá verð ekki bara ég hissa, heldur allur heimurinn.“ „Það er ekkert sem breytist. Ekki heiti potturinn, sundlaugin, eða líkamsræktarsalurinn. Meira að segja tæknimálin, eldhúsið og kokkarnir - sem er reyndar frábært fólk sem ég kann að meta - en þetta þróast ekkert og það kom mér virkilega á óvart.“ Ég hélt að ég myndi sjá einhverja nýja hluti, nýja tækni eða innviði. En því miður þá sér maður enn mikið af hlutum sem ég var vanur að sjá þegar ég var 21 árs. Það kom mér virkilega á óvart.“ Cristiano Ronaldo on Erik ten Hag: “I don't have respect for Erik ten Hag because he doesn't show respect for me”, tells @PiersMorgan. 🚨 #MUFC“If you don't have respect for me, I will never have any for you”. pic.twitter.com/n3kRkvILbP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2022 Þá er Portúgalinn greinilega ekki mikill aðdáandi nýs þjálfara liðsins, Eriks ten Hag. „Ég ber ekki virðingu fyrir honum því hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá mun ég ekki sýna þér virðingu.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira