Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 07:31 Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney náðu vel saman í liði Manchester United og unnu til að mynda Meistaradeild Evrópu árið 2008. Getty/liewig christian Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. Í viðtalinu segir Ronaldo að Manhester United hafi svikið sig og að háttsettir aðilar hafi reynt að bola honum í burtu. Þá sagðist hann enga ástæðu sjá til þess að bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag þar sem að Ten Hag sýndi honum enga virðingu, og að umgjörðin hjá United hefði ekkert breyst eða þróast árum saman. Ronaldo nýtti einnig tækifærið til að hnýta í Wayne Rooney en Rooney sagði á dögunum að hegðun Ronaldos á leiktíðinni væri á köflum búin að vera óforsvaranleg. Ronaldo neitaði til að mynda að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham í síðasta mánuði og yfirgaf völlinn áður en flautað hafði verið til leiksloka. „Cristiano þarf bara að setja hausinn niður og vinna vinnuna, og vera tilbúinn að spila þegar stjórinn þarf á því að halda. Ef hann gerir það verður hann mikilvægur. Ef hann gerir það ekki þá veldur hann óvelkominni truflun,“ sagði Rooney. Cristiano Ronaldo has even hit out at former teammate Wayne Rooney pic.twitter.com/FVWSjaSCWL— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2022 Við þessu brást Ronaldo í viðtalinu við Morgan með því að segja: „Ég veit ekki af hverju hann gagnrýnir mig svona illa. Sennilega því hans ferli er lokið og ég er enn að spila á háu stigi,“ greinilega sannfærður um að gagnrýni Rooney væri vegna afbrýðisemi, og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að ég líti betur út en hann. Sem er satt…“ Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Í viðtalinu segir Ronaldo að Manhester United hafi svikið sig og að háttsettir aðilar hafi reynt að bola honum í burtu. Þá sagðist hann enga ástæðu sjá til þess að bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag þar sem að Ten Hag sýndi honum enga virðingu, og að umgjörðin hjá United hefði ekkert breyst eða þróast árum saman. Ronaldo nýtti einnig tækifærið til að hnýta í Wayne Rooney en Rooney sagði á dögunum að hegðun Ronaldos á leiktíðinni væri á köflum búin að vera óforsvaranleg. Ronaldo neitaði til að mynda að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham í síðasta mánuði og yfirgaf völlinn áður en flautað hafði verið til leiksloka. „Cristiano þarf bara að setja hausinn niður og vinna vinnuna, og vera tilbúinn að spila þegar stjórinn þarf á því að halda. Ef hann gerir það verður hann mikilvægur. Ef hann gerir það ekki þá veldur hann óvelkominni truflun,“ sagði Rooney. Cristiano Ronaldo has even hit out at former teammate Wayne Rooney pic.twitter.com/FVWSjaSCWL— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2022 Við þessu brást Ronaldo í viðtalinu við Morgan með því að segja: „Ég veit ekki af hverju hann gagnrýnir mig svona illa. Sennilega því hans ferli er lokið og ég er enn að spila á háu stigi,“ greinilega sannfærður um að gagnrýni Rooney væri vegna afbrýðisemi, og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að ég líti betur út en hann. Sem er satt…“
Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira