Hvað ætlar skólinn að gera? Sigurður Arnar Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 07:31 Mikil umræða hefur skapast um íslenskar skólastofnanir á síðustu misserum. Umræðan hefur oftar en ekki tengst neikvæðum hlutum s.s. að árangur skólastarfs sé slakur, að skólafólk sinni ekki eineltismálum sem skyldi eða jafnvel að skólafólk beiti ekki réttum kennsluaðferðum t.d varðandi lestrarkennslu. Þessi umræða einkennist umfram annað af fullyrðingum sem standast illa skoðun og byggja oftar en ekki á mati einstaklinga sem telja sig hafa fundið upp einu réttu lausnina og hafi svar við öllum hlutum. Allir ættu hins vegar að vita að nám og uppeldi er flóknara en svo að til sé eitt rétt svar eða ein rétt leið sem hentar öllum. Fjölmiðlar vilja gjarnan fjalla um skólafólk en hafa minni áhuga á að tala við það. Ef upp koma fullyrðingar um eitthvað sem betur má fara í skólum, taka fjölmiðlar og samskiptamiðlar við sér. Umræðan er oft á tíðum með slíkum eindæmum að skólafólk á ekki eitt aukatekið orð. Harkan og óbilgirnin sem þarna á sér stað er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að hugsa alvarlega um. Ég ætla ekki að halda því hér fram að allt sé fullkomið í skólum eða samfélaginu almennt. Margt gengur ekki eins vel og við viljum hafa það. Það að halda því hins vegar fram að skólafólk leggi sig ekki fram eða láti sig ekki varða hagsmuni nemenda sinna og samfélags er kolrangt. Í skólum starfar vel menntað starfsfólk sem leggur nótt við dag við að sinna því sem mestu skiptir í lífinu. Það er að gæta barnanna okkar og efla þau á allan hátt. Í öllum skólum er unnið að frábærum skólaverkefnum. Ég hef starfað að skólamálum í þrjátíu ár og þekki vel til. Í hvert skipti sem ég kem inn í skóla sé ég eitthvað nýtt og frábært sem ég reyni að læra af og nýta. Ekki verður annað séð en að almenningur sé á sama máli því samkvæmt könnunum og gæðamati fær skólastarfið á Íslandi góða umsögn. Hér á vel við orðatiltækið, glöggt er gests auga. Erlendis vekur t.d. athygli hvernig íslenskt skólakerfi hélt úti kennslu og starfsskipulagi í heimsfaraldri meðan aðrar þjóðir þurftu að loka sínum skólum svo vikum og mánuðum skipti. En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu í fjölmiðlum? Hér er erfitt að svara en svo virðist sem skólastofnanir séu gerðar ábyrgar fyrir öllu sem misferst í samfélaginu. Dæmi um það eru nýlegar fréttir í fjölmiðlum. Til dæmis fréttir þar sem fjallað er um erfiðar forræðisdeilur og vaxandi rasíska orðræðu. Annað dæmi eru eineltismál sem tengjast inn í marga skóla, íþróttafélög og fjölda heimila. Þriðja dæmið er stuldur ungmenna í stórmarkaði að kvöldi og lögregla er kölluð til. Fjórða dæmið eru hópslagsmál ungmenna á leiksvæði um helgi. Fimmta dæmið er vaxandi áhyggjur af tölvu og símafíkn barna og ungmenna. Áfram mætti lengi telja en það sem þessar fréttir eiga sameiginlegt er að í umræðu í tengslum við þær er alltafspurt: Hvað ætlar skólinn að gera? Skólastofnanir sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, það er óumdeilanlegt. En að gera skóla og skólafólk ábyrgt fyrir öllu sem misferst er einkennilegt svo ekki sé sterkaratil orða tekið. Lykill að góðum árangri er ekki að finna sökudólg fyrir því sem misferst. Árangur okkar ræðst af góðu samstarfi heimilis og skóla. Við sem samfélag stöndum frammi fyrir óteljandi hættum og áskorunum. Það hefur sjaldan eða aldrei verið flóknara að ala upp barn. Stafræn tækni hefur tekið völdin og við höfum öll það verk að vinna að láta tæknina þjóna okkur en ekki stjórna. Allt samfélagið þarf að leggjast á eitt til að vinna saman á uppbyggilegan hátt og gera betur. Skólar og starfsmenn þeirra ætla ekki að elta niðurrifstal, sleggjudóma og á köflum hreinan dónaskap á samfélagsmiðlum. Á slíku er ekkert gott að byggja. Ég fullyrði að skólafólk vill vinna með nemendum sínum, foreldrum og skólasamfélaginu í að skapa betra samfélag. Áskoranir nútímans eru ekki einkamál skóla heldur okkar allra. Til að skólar verði enn betri menntastofnanir og veiti betri þjónustu þarf aðhald en fyrst og fremst samvinnu, velvild og stuðning. Stöndum saman, aukum samstarf og eflum skólastarf á öllum skólastigum með jákvæðni að leiðarljósi. Höfundur er skólastjóri Grundaskóla og formaður skólastjórnendafélags Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um íslenskar skólastofnanir á síðustu misserum. Umræðan hefur oftar en ekki tengst neikvæðum hlutum s.s. að árangur skólastarfs sé slakur, að skólafólk sinni ekki eineltismálum sem skyldi eða jafnvel að skólafólk beiti ekki réttum kennsluaðferðum t.d varðandi lestrarkennslu. Þessi umræða einkennist umfram annað af fullyrðingum sem standast illa skoðun og byggja oftar en ekki á mati einstaklinga sem telja sig hafa fundið upp einu réttu lausnina og hafi svar við öllum hlutum. Allir ættu hins vegar að vita að nám og uppeldi er flóknara en svo að til sé eitt rétt svar eða ein rétt leið sem hentar öllum. Fjölmiðlar vilja gjarnan fjalla um skólafólk en hafa minni áhuga á að tala við það. Ef upp koma fullyrðingar um eitthvað sem betur má fara í skólum, taka fjölmiðlar og samskiptamiðlar við sér. Umræðan er oft á tíðum með slíkum eindæmum að skólafólk á ekki eitt aukatekið orð. Harkan og óbilgirnin sem þarna á sér stað er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að hugsa alvarlega um. Ég ætla ekki að halda því hér fram að allt sé fullkomið í skólum eða samfélaginu almennt. Margt gengur ekki eins vel og við viljum hafa það. Það að halda því hins vegar fram að skólafólk leggi sig ekki fram eða láti sig ekki varða hagsmuni nemenda sinna og samfélags er kolrangt. Í skólum starfar vel menntað starfsfólk sem leggur nótt við dag við að sinna því sem mestu skiptir í lífinu. Það er að gæta barnanna okkar og efla þau á allan hátt. Í öllum skólum er unnið að frábærum skólaverkefnum. Ég hef starfað að skólamálum í þrjátíu ár og þekki vel til. Í hvert skipti sem ég kem inn í skóla sé ég eitthvað nýtt og frábært sem ég reyni að læra af og nýta. Ekki verður annað séð en að almenningur sé á sama máli því samkvæmt könnunum og gæðamati fær skólastarfið á Íslandi góða umsögn. Hér á vel við orðatiltækið, glöggt er gests auga. Erlendis vekur t.d. athygli hvernig íslenskt skólakerfi hélt úti kennslu og starfsskipulagi í heimsfaraldri meðan aðrar þjóðir þurftu að loka sínum skólum svo vikum og mánuðum skipti. En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu í fjölmiðlum? Hér er erfitt að svara en svo virðist sem skólastofnanir séu gerðar ábyrgar fyrir öllu sem misferst í samfélaginu. Dæmi um það eru nýlegar fréttir í fjölmiðlum. Til dæmis fréttir þar sem fjallað er um erfiðar forræðisdeilur og vaxandi rasíska orðræðu. Annað dæmi eru eineltismál sem tengjast inn í marga skóla, íþróttafélög og fjölda heimila. Þriðja dæmið er stuldur ungmenna í stórmarkaði að kvöldi og lögregla er kölluð til. Fjórða dæmið eru hópslagsmál ungmenna á leiksvæði um helgi. Fimmta dæmið er vaxandi áhyggjur af tölvu og símafíkn barna og ungmenna. Áfram mætti lengi telja en það sem þessar fréttir eiga sameiginlegt er að í umræðu í tengslum við þær er alltafspurt: Hvað ætlar skólinn að gera? Skólastofnanir sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, það er óumdeilanlegt. En að gera skóla og skólafólk ábyrgt fyrir öllu sem misferst er einkennilegt svo ekki sé sterkaratil orða tekið. Lykill að góðum árangri er ekki að finna sökudólg fyrir því sem misferst. Árangur okkar ræðst af góðu samstarfi heimilis og skóla. Við sem samfélag stöndum frammi fyrir óteljandi hættum og áskorunum. Það hefur sjaldan eða aldrei verið flóknara að ala upp barn. Stafræn tækni hefur tekið völdin og við höfum öll það verk að vinna að láta tæknina þjóna okkur en ekki stjórna. Allt samfélagið þarf að leggjast á eitt til að vinna saman á uppbyggilegan hátt og gera betur. Skólar og starfsmenn þeirra ætla ekki að elta niðurrifstal, sleggjudóma og á köflum hreinan dónaskap á samfélagsmiðlum. Á slíku er ekkert gott að byggja. Ég fullyrði að skólafólk vill vinna með nemendum sínum, foreldrum og skólasamfélaginu í að skapa betra samfélag. Áskoranir nútímans eru ekki einkamál skóla heldur okkar allra. Til að skólar verði enn betri menntastofnanir og veiti betri þjónustu þarf aðhald en fyrst og fremst samvinnu, velvild og stuðning. Stöndum saman, aukum samstarf og eflum skólastarf á öllum skólastigum með jákvæðni að leiðarljósi. Höfundur er skólastjóri Grundaskóla og formaður skólastjórnendafélags Vesturlands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun