Sálfræðiþjónusta á krossgötum Gyða Dögg Einarsdóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, Hrafnhildur Lilja Harðardóttir, Logi Úlfarsson, Ásta Sigrún Gunnarsdóttir og Guðrún Carstensdóttir skrifa 15. nóvember 2022 08:30 Síðustu ár hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli inn í heilsugæslu á Íslandi. Þeir starfa á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum og geðheilsumiðstöð barna. Sálfræðingar sem starfa í heilsugæslu á landsvísu stofnuðu nýlega Félag sálfræðinga í heilsugæslu. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að standa vörð um samræmd og gagnreynd fyrirmyndarvinnubrögð sem byggja á klínískum leiðbeiningum hjá sálfræðingum sem starfa í heilsugæslu, efla samstarf sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu og standa að fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál og forvarnir. Stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sálfræðiþjónustan er mikilvægur hluti grunnþjónustu heilsugæslunnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þjónustar um 178.000 einstaklinga. Á síðustu mánuðum hefur sálfræðiþjónustan beðið hnekki vegna þeirra aðgerða sem stjórnendur hafa gripið til. Þær fólust í því að gera breytingar á þjónustu sálfræðinga án samráðs við og í óþökk stórs hluta starfandi sálfræðinga innan heilsugæslunnar. Í tengslum við þessar breytingar hefur fjöldi sálfræðinga sagt upp störfum og hefur mikil reynsla og þekking þannig tapast. Vegna óánægju og brotthvarfs sálfræðinga hefur lítil uppbygging getað átt sér stað síðustu mánuði og í raun má segja að þjónustunni hafi farið aftur. Biðlistar, sem þegar voru langir, hafa lengst enn frekar. Þessar breytingar hafa þannig haft mikil áhrif á aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarleg staða sem framkvæmdarstjórn heilsugæslunnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við hið fyrsta. Skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að móta stefnu og aðgerðaráætlanir um geðheilbrigðismál síðustu ár. Síðastliðið sumar var samþykkt stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Þar er lögð áhersla á að landsmenn hafi aðgengi að gagnreyndri meðferð við geðheilbrigðisvanda, sem veitt er af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum og í auknum mæli í nærumhverfi fólks. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að hver fagstétt sem sinni geðheilbrigðisþjónustu sé faglega leiðandi í þeirri þjónustu sem sú fagstétt veitir. Það geti hvorki talist eðlilegt né æskilegt að ein fagstétt leiði faglega þróun annarrar fagstéttar því til þess hafi hún ekki þar til bæra sérþekkingu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sálfræðiþjónustu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði hafa ekki verið unnar í samráði við fagstéttina og í raun þvert á ráðleggingar hennar. Þessi vinnubrögð leiða til þess að þjónustan verður ekki eins og best verður á kosið. Til þess að byggja upp öfluga geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslu þarf sálfræðiþjónustan að standa á sterkum grunni. Tryggja þarf að sálfræðingar séu faglega leiðandi í þróun þjónustunnar, þar sem þeir hafa besta þekkingu á þeim vinnubrögðum sem þarf til að veita gagnreynda sálfræðimeðferð í heilsugæslu. Þá þarf að tryggja starfsumhverfi sem styður við örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu og síðast en ekki síst þarf að tryggja fjölda stöðugilda í samræmi við þörf. Höfundar eru í stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli inn í heilsugæslu á Íslandi. Þeir starfa á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum og geðheilsumiðstöð barna. Sálfræðingar sem starfa í heilsugæslu á landsvísu stofnuðu nýlega Félag sálfræðinga í heilsugæslu. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að standa vörð um samræmd og gagnreynd fyrirmyndarvinnubrögð sem byggja á klínískum leiðbeiningum hjá sálfræðingum sem starfa í heilsugæslu, efla samstarf sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu og standa að fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál og forvarnir. Stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sálfræðiþjónustan er mikilvægur hluti grunnþjónustu heilsugæslunnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þjónustar um 178.000 einstaklinga. Á síðustu mánuðum hefur sálfræðiþjónustan beðið hnekki vegna þeirra aðgerða sem stjórnendur hafa gripið til. Þær fólust í því að gera breytingar á þjónustu sálfræðinga án samráðs við og í óþökk stórs hluta starfandi sálfræðinga innan heilsugæslunnar. Í tengslum við þessar breytingar hefur fjöldi sálfræðinga sagt upp störfum og hefur mikil reynsla og þekking þannig tapast. Vegna óánægju og brotthvarfs sálfræðinga hefur lítil uppbygging getað átt sér stað síðustu mánuði og í raun má segja að þjónustunni hafi farið aftur. Biðlistar, sem þegar voru langir, hafa lengst enn frekar. Þessar breytingar hafa þannig haft mikil áhrif á aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarleg staða sem framkvæmdarstjórn heilsugæslunnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við hið fyrsta. Skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að móta stefnu og aðgerðaráætlanir um geðheilbrigðismál síðustu ár. Síðastliðið sumar var samþykkt stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Þar er lögð áhersla á að landsmenn hafi aðgengi að gagnreyndri meðferð við geðheilbrigðisvanda, sem veitt er af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum og í auknum mæli í nærumhverfi fólks. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að hver fagstétt sem sinni geðheilbrigðisþjónustu sé faglega leiðandi í þeirri þjónustu sem sú fagstétt veitir. Það geti hvorki talist eðlilegt né æskilegt að ein fagstétt leiði faglega þróun annarrar fagstéttar því til þess hafi hún ekki þar til bæra sérþekkingu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sálfræðiþjónustu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði hafa ekki verið unnar í samráði við fagstéttina og í raun þvert á ráðleggingar hennar. Þessi vinnubrögð leiða til þess að þjónustan verður ekki eins og best verður á kosið. Til þess að byggja upp öfluga geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslu þarf sálfræðiþjónustan að standa á sterkum grunni. Tryggja þarf að sálfræðingar séu faglega leiðandi í þróun þjónustunnar, þar sem þeir hafa besta þekkingu á þeim vinnubrögðum sem þarf til að veita gagnreynda sálfræðimeðferð í heilsugæslu. Þá þarf að tryggja starfsumhverfi sem styður við örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu og síðast en ekki síst þarf að tryggja fjölda stöðugilda í samræmi við þörf. Höfundar eru í stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun