Forseti FIFA biður um vopnahlé í Úkraínu yfir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 12:01 Gianni Infantino hefur verið forseti FIFA síðan að Sepp Blatter varð að segja af sér vegna hneykslis- og mútumála. Getty/ Joern Pollex Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, biðlar til Rússa, Úkraínumanna og heimsins alls um að gera hlé á stríðinu á meðan heimsmeistaramótið í Katar stendur yfir. Forseti FIFA vill að stríðsaðilar nýti jafnframt tækifæri til að leita leiða til að enda stríðið og semja um frið í Úkraínu. Gianni Infantino calls for World Cup ceasefire in Russia s invasion of Ukraine https://t.co/Doa6c3evB1 pic.twitter.com/ffYhiRpr75— Indy Sport (@IndySport) November 15, 2022 Infantino talaði um þetta á fundi með G20 sem eru samtök fjármálaráðherra og seðlabankastjóra tuttugu ríkja ásamt fulltrúum Evrópusambandsins. Infantino sagði að mánaðarlöng heimsmeistarakeppni gæfi gullið tækifæri til að leita lausna og um leið biði það upp á einstakt tækifæri til að semja um frið á svæðinu. „Beiðni mín til ykkar allra er að hugsa um tímabundið vopnahlé í einn mánuð eða fram yfir heimsmeistaramótið eða að minnsta kosti að búa til mannúðlegan vettvang eða dyr sem leiða til samtala um fyrstu skrefin í átt að friði,“ sagði Gianni Infantino í ræðu sinni. „Þið eruð leiðtogar heimsins og hafið tækifærið til að hafa áhrif á mannkynssöguna. Fótboltinn og heimsmeistarakeppnina eru að bjóða ykkur upp á einstakt svið fyrir samstöðu og frið út um allan heim,“ sagði Infantino. FIFA President Gianni Infantino addresses G20 event in Bali on Russia s war on Ukraine: My plea to all of you is to think on a temporary ceasefire for 1 month, for the duration of the World Cup..or anything that could lead to the resumption of dialogue as a first step to peace pic.twitter.com/3vgMlFgxMD— Rob Harris (@RobHarris) November 15, 2022 Heimsmeistarakeppnin í Katar hefst á sunnudaginn kemur og stendur yfir til 18. desember. Rússar komust í átta liða úrslit á heimavelli fyrir fjórum árum síðan en voru bannaðir frá þessari heimsmeistarakeppni eftir innrásina í Úkraínu. Úkraína var nálægt því að komast í keppnina en féll út í umspili á móti Wales í júní. Infantino býst við því að 5,5 milljarðar horfi á heimsmeistaramótið í ár og þar sé frábært tækifæri til að gefa heiminum réttu skilaboðin í átt að því að öðlast frið. „Kannski getur HM, sem hefst eftir fimm daga, hrint af stað jákvæðum breytingum,“ sagði Infantino. HM 2022 í Katar FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Sjá meira
Forseti FIFA vill að stríðsaðilar nýti jafnframt tækifæri til að leita leiða til að enda stríðið og semja um frið í Úkraínu. Gianni Infantino calls for World Cup ceasefire in Russia s invasion of Ukraine https://t.co/Doa6c3evB1 pic.twitter.com/ffYhiRpr75— Indy Sport (@IndySport) November 15, 2022 Infantino talaði um þetta á fundi með G20 sem eru samtök fjármálaráðherra og seðlabankastjóra tuttugu ríkja ásamt fulltrúum Evrópusambandsins. Infantino sagði að mánaðarlöng heimsmeistarakeppni gæfi gullið tækifæri til að leita lausna og um leið biði það upp á einstakt tækifæri til að semja um frið á svæðinu. „Beiðni mín til ykkar allra er að hugsa um tímabundið vopnahlé í einn mánuð eða fram yfir heimsmeistaramótið eða að minnsta kosti að búa til mannúðlegan vettvang eða dyr sem leiða til samtala um fyrstu skrefin í átt að friði,“ sagði Gianni Infantino í ræðu sinni. „Þið eruð leiðtogar heimsins og hafið tækifærið til að hafa áhrif á mannkynssöguna. Fótboltinn og heimsmeistarakeppnina eru að bjóða ykkur upp á einstakt svið fyrir samstöðu og frið út um allan heim,“ sagði Infantino. FIFA President Gianni Infantino addresses G20 event in Bali on Russia s war on Ukraine: My plea to all of you is to think on a temporary ceasefire for 1 month, for the duration of the World Cup..or anything that could lead to the resumption of dialogue as a first step to peace pic.twitter.com/3vgMlFgxMD— Rob Harris (@RobHarris) November 15, 2022 Heimsmeistarakeppnin í Katar hefst á sunnudaginn kemur og stendur yfir til 18. desember. Rússar komust í átta liða úrslit á heimavelli fyrir fjórum árum síðan en voru bannaðir frá þessari heimsmeistarakeppni eftir innrásina í Úkraínu. Úkraína var nálægt því að komast í keppnina en féll út í umspili á móti Wales í júní. Infantino býst við því að 5,5 milljarðar horfi á heimsmeistaramótið í ár og þar sé frábært tækifæri til að gefa heiminum réttu skilaboðin í átt að því að öðlast frið. „Kannski getur HM, sem hefst eftir fimm daga, hrint af stað jákvæðum breytingum,“ sagði Infantino.
HM 2022 í Katar FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Sjá meira