„Einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2022 13:32 Valsmenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. vísir/hulda margrét Hrannari Guðmundssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, finnst Valsmenn vera full viðkvæmir þessa dagana og bendir á viðbrögð þeirra við umræðunni um Tryggva Garðar Jónsson og styrk Ferencváros sem Valur sigraði í Evrópudeildinni. Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, þyrlaði upp ryki með ummælum sínum um Tryggva Garðar í hlaðvarpinu Handkastinu í síðustu viku og lenti í kjölfarið í deilum á Twitter. „Þetta var helvíti þung vika fyrir Sérfræðinginn. Það var mikið álag á mér. Það fóru tveir til þrír dagar í þetta. Þetta var ekkert eðlilegt,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu í gær. Hrannar var gestur Arnars Daða í Handkastinu. Honum finnst Valsmenn taka alla umræðu um karlaliðið full nærri sér. „Þetta var einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað,“ sagði Hrannar. „Með Valsara, þú ert kominn með pabba þjálfarans brjálaðan á Twitter og gamla leikmenn. Valur er langbesta liðið á Íslandi, hvað varð um það að hugsa stórt og halda áfram með lífið. Það komu einhver smá ummæli um Tryggva Garðar og allt varð vitlaust.“ Valsmenn voru heldur ekki sáttir með það þegar Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sagði að Valur hefði átt að vinna Ferencváros í Evrópudeildinni. Hann hafi spilað í Ungverjalandi og ekki fundist mikið til Ferencváros koma. „Líka þegar Stefán Rafn kom með ummælin um ungverska liðið. Hann fékk bara Valsherinn á sig. Má bara ekki gagnrýna neitt sem Snorri Steinn [Guðjónsson, þjálfari Vals] gerir?“ sagði Hrannar. Arnar Daði skaut inn í að hann hafi vissulega verið í hópi þeirra sem lét Stefán Rafn heyra það. Hrannar segist þó skilja af hverju Tryggvi Garðar fær jafn fá tækifæri og raun ber vitni. „Það eru örugglega góð rök fyrir því að Tryggvi Garðar spilar ekki meira. Hann fær alltaf á sig glórulausar tvær mínútur í hverjum leik,“ sagði Hrannar. Arnar Daði segist standa við ummæli sín í Handkasti síðustu viku. „Ég var farinn að heyra umræðuna: guð, hvað ég væri ekki til í að vera þessi leikmaður núna og guð hjálpi honum þegar hann fær tækifærið. Hann sýndi í dag [í gær gegn Haukum] að hann er alveg nógu góður til að spila í þessari deild,“ sagði Arnar Daði. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, þyrlaði upp ryki með ummælum sínum um Tryggva Garðar í hlaðvarpinu Handkastinu í síðustu viku og lenti í kjölfarið í deilum á Twitter. „Þetta var helvíti þung vika fyrir Sérfræðinginn. Það var mikið álag á mér. Það fóru tveir til þrír dagar í þetta. Þetta var ekkert eðlilegt,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu í gær. Hrannar var gestur Arnars Daða í Handkastinu. Honum finnst Valsmenn taka alla umræðu um karlaliðið full nærri sér. „Þetta var einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað,“ sagði Hrannar. „Með Valsara, þú ert kominn með pabba þjálfarans brjálaðan á Twitter og gamla leikmenn. Valur er langbesta liðið á Íslandi, hvað varð um það að hugsa stórt og halda áfram með lífið. Það komu einhver smá ummæli um Tryggva Garðar og allt varð vitlaust.“ Valsmenn voru heldur ekki sáttir með það þegar Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sagði að Valur hefði átt að vinna Ferencváros í Evrópudeildinni. Hann hafi spilað í Ungverjalandi og ekki fundist mikið til Ferencváros koma. „Líka þegar Stefán Rafn kom með ummælin um ungverska liðið. Hann fékk bara Valsherinn á sig. Má bara ekki gagnrýna neitt sem Snorri Steinn [Guðjónsson, þjálfari Vals] gerir?“ sagði Hrannar. Arnar Daði skaut inn í að hann hafi vissulega verið í hópi þeirra sem lét Stefán Rafn heyra það. Hrannar segist þó skilja af hverju Tryggvi Garðar fær jafn fá tækifæri og raun ber vitni. „Það eru örugglega góð rök fyrir því að Tryggvi Garðar spilar ekki meira. Hann fær alltaf á sig glórulausar tvær mínútur í hverjum leik,“ sagði Hrannar. Arnar Daði segist standa við ummæli sín í Handkasti síðustu viku. „Ég var farinn að heyra umræðuna: guð, hvað ég væri ekki til í að vera þessi leikmaður núna og guð hjálpi honum þegar hann fær tækifærið. Hann sýndi í dag [í gær gegn Haukum] að hann er alveg nógu góður til að spila í þessari deild,“ sagði Arnar Daði. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira