Segir að Ronaldo gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er án þess að skaða arfleifðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2022 07:01 Cristiano Ronaldo þarf ekki að hafa áhyggjur af mannorði sínu ef marka má systir hans. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Katia Aveiro, systir portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, hefur komið bróður sínum til varnar eftir að hann settist niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan. Hún segir að bróðir sinn gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er af ferlinum og það myndi ekki hafa nein áhrif á arfleifðina sem hann skilur eftir sig. Ronaldo hefur eignað sér ófáar fyrirsagnir íþróttafréttamiðla undanfarna daga eftir að hlutar úr viðtali hans við Piers Morgan fóru að birtast. Morgan hefur verið duglegur að birta brot úr viðtalinu undanfarna daga og það fer svo í heild sinni í loftið í tveimur hlutum í kvöld og á morgun. Í viðtalinu segist þessi 37 ára leikmaður Manchester United meðal annars ekki bera neina virðingu fyrir þjálfara félagsins, Erik ten Hag. Hann segir að honum finnist félagið hafa svikið sig, háttsettir menn innan þess hafi reynt að bola sér út og að almennt hafi engar framfarir orðið hjá liðinu síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið árið 2013. Í kjölfarið hafa borist fregnir af því að forráðamenn United skoði þann möguleika að rifta samningi leikmannsins og þá herma heimildir að Ten Hag ætli að sjá til þess að Ronaldo muni aldrei aftur spila fyrir Manchester United. Eins og gefur að skilja hefur Ronaldo verið harðlega gagnrýndur eftir viðtalið umdeilda. Hann á þó enn sitt stuðningsfólk og þar á meðal eru fjölskyldumeðlimir hans. Katia Aveiro, systir knattspyrnumannsins, er meðal þeirra sem hefur komið honum til varnar. Hún segir meðal annars að það myndi ekki skipta máli þótt Ronaldo myndi eyða restinni af ferlinum sínum í að klóra sér í pungnum, það myndi ekki hafa áhrif á arfleifðina sem hann mun skilja eftir sig. „Þú þarft ekki að sanna neitt. Þú hefur byggt upp stórveldi úr engu og þú skilur eftir þig arfleifð fyrir næstu kynslóð sem enginn getur tekið frá þér,“ skrifaði Aveiro meðal annars á Instagram. „Þú gætir klórað þér í pungnum og flautað á meðan þú situr í einkaþotunni þinni á leið hvert sem er, eða farið á 27 metra langa bátnum þínum og notið lífsins í hvaða landi sem er.“ „Allt sem þú hefur áorkað og unnið er þitt og aðeins þitt. Þú gætir og þú getur gert allt sem þú vilt, en enn og aftur ákveður þú að vera öðruvísi og hugrakkur,“ skrifaði Aveiro. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Ronaldo opnaði sig um barnsmissinn: „Líklega erfiðasta stund lífs míns“ Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, eignuðust tvíbura í vor, dreng og stúlku. Drengurinn lést í fæðingu og Ronaldo hefur nú opnað sig um málið í viðtali sínu við þáttastjórnandann umdeilda, Piers Morgan. 15. nóvember 2022 22:46 Ten Hag frestaði fjölskyldufríi og vill koma Ronaldo í burtu Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fundaði með forráðamönnum félagsins í gær eftir að brot úr umdeildu viðtali við Cristiano Ronaldo fóru að birtast. Hann vill losna við Portúgalann frá félaginu. 15. nóvember 2022 09:30 Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. 15. nóvember 2022 08:01 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Sjá meira
Ronaldo hefur eignað sér ófáar fyrirsagnir íþróttafréttamiðla undanfarna daga eftir að hlutar úr viðtali hans við Piers Morgan fóru að birtast. Morgan hefur verið duglegur að birta brot úr viðtalinu undanfarna daga og það fer svo í heild sinni í loftið í tveimur hlutum í kvöld og á morgun. Í viðtalinu segist þessi 37 ára leikmaður Manchester United meðal annars ekki bera neina virðingu fyrir þjálfara félagsins, Erik ten Hag. Hann segir að honum finnist félagið hafa svikið sig, háttsettir menn innan þess hafi reynt að bola sér út og að almennt hafi engar framfarir orðið hjá liðinu síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið árið 2013. Í kjölfarið hafa borist fregnir af því að forráðamenn United skoði þann möguleika að rifta samningi leikmannsins og þá herma heimildir að Ten Hag ætli að sjá til þess að Ronaldo muni aldrei aftur spila fyrir Manchester United. Eins og gefur að skilja hefur Ronaldo verið harðlega gagnrýndur eftir viðtalið umdeilda. Hann á þó enn sitt stuðningsfólk og þar á meðal eru fjölskyldumeðlimir hans. Katia Aveiro, systir knattspyrnumannsins, er meðal þeirra sem hefur komið honum til varnar. Hún segir meðal annars að það myndi ekki skipta máli þótt Ronaldo myndi eyða restinni af ferlinum sínum í að klóra sér í pungnum, það myndi ekki hafa áhrif á arfleifðina sem hann mun skilja eftir sig. „Þú þarft ekki að sanna neitt. Þú hefur byggt upp stórveldi úr engu og þú skilur eftir þig arfleifð fyrir næstu kynslóð sem enginn getur tekið frá þér,“ skrifaði Aveiro meðal annars á Instagram. „Þú gætir klórað þér í pungnum og flautað á meðan þú situr í einkaþotunni þinni á leið hvert sem er, eða farið á 27 metra langa bátnum þínum og notið lífsins í hvaða landi sem er.“ „Allt sem þú hefur áorkað og unnið er þitt og aðeins þitt. Þú gætir og þú getur gert allt sem þú vilt, en enn og aftur ákveður þú að vera öðruvísi og hugrakkur,“ skrifaði Aveiro.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Ronaldo opnaði sig um barnsmissinn: „Líklega erfiðasta stund lífs míns“ Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, eignuðust tvíbura í vor, dreng og stúlku. Drengurinn lést í fæðingu og Ronaldo hefur nú opnað sig um málið í viðtali sínu við þáttastjórnandann umdeilda, Piers Morgan. 15. nóvember 2022 22:46 Ten Hag frestaði fjölskyldufríi og vill koma Ronaldo í burtu Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fundaði með forráðamönnum félagsins í gær eftir að brot úr umdeildu viðtali við Cristiano Ronaldo fóru að birtast. Hann vill losna við Portúgalann frá félaginu. 15. nóvember 2022 09:30 Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. 15. nóvember 2022 08:01 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Sjá meira
Ronaldo opnaði sig um barnsmissinn: „Líklega erfiðasta stund lífs míns“ Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, eignuðust tvíbura í vor, dreng og stúlku. Drengurinn lést í fæðingu og Ronaldo hefur nú opnað sig um málið í viðtali sínu við þáttastjórnandann umdeilda, Piers Morgan. 15. nóvember 2022 22:46
Ten Hag frestaði fjölskyldufríi og vill koma Ronaldo í burtu Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fundaði með forráðamönnum félagsins í gær eftir að brot úr umdeildu viðtali við Cristiano Ronaldo fóru að birtast. Hann vill losna við Portúgalann frá félaginu. 15. nóvember 2022 09:30
Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. 15. nóvember 2022 08:01
Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31
Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31
Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31