Svona er algóritminn á samfélagsmiðlum að skemma mannleg samskipti Skúli Bragi Geirdal skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Hver græðir á því að við séum vond við hvert annað inn á samfélagsmiðlum? Stutta svarið er: eigendur þeirra. En hvernig má það vera? Upplýsingar eru verðmætar og upplýsingar verða ekki til í tómarúmi. Þess vegna þurfa samfélagsmiðlar notendur til þess að skapa þessar upplýsingar sem færa þeim á endanum auðæfi. Án okkar væru þeir ekkert. Virðing þeirra fyrir auðlindinni er þó ekki mikil. Það sem mestu máli skiptir er að halda okkur við efnið. Alveg sama hvort efnið er gott eða slæmt. Algóritmi samfélagsmiðlanna vinnur í þeirra þágu eftir þeirra reglum og mun því færa okkur það efni sem heldur okkur mest við efnið. 1. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð Sumt efni er bannað samkvæmt lögum og skilmálum samfélagsmiðlanna og er þá tekið út. Þetta getur verið t.d.: Klám Gróft ofbeldi Hatursorðræða Eftir því sem efni er nær því að falla í flokkinn að teljast bannað þá fær það meiri viðbrögð notenda. Þetta getur verið t.d.: Ögrandi og klámfengið efni sem nær þó ekki að teljast sem klám Ofbeldi sem fellur ekki undir skilmálana um að vera nógu gróft Neikvæð tjáning, full af heift og ljótum orðum, sem fellur ekki undir skilgreininguna á hatursorðræðu Rannsóknir og mælingar sýna að við erum líklegri til þess að bregðast við efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar. Jafnvel þótt upplifun okkar hafi ekki verið góð af því að komast í snertingu við slíkt efni. 2. Algóritmi samfélagsmiðla ýtir undir efni sem fær meiri viðbrögð Til þess að maka krókinn og fá hjól maskínunnar til að snúast þurfa samfélagsmiðlarnir að reyna að tryggja það sem best að við notendur stimplum okkur inn til vinnu. Helst á hverjum degi og helst sem oftast. Launalaust og engin stytting vinnuvikunnar. Í staðinn er þó nóg af afþreyingu í boði og viðurkenning annarra þegar að við sköpum eitthvað sem vekur nógu mikla athygli til að fá viðbrögð. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð. Samfélagsmiðlarnir vilja halda okkur sem mest við efnið og því er það í þeirra hag að láta algóritmann ýta undir efni sem dansar á línunni. Algóritmann sinn sem þeir stjórna og halda virkni hans nægjanlega ógagnsærri til þess að svipta ekki hulunni af leynihráefninu á bak við gróðamaskínuna. 1+2 = Samskiptin sem samfélagsmiðillinn ýtir undir Þetta þýðir að ég sem notandi fæ meiri viðbrögð ef: Ég er meira ögrandi í því efni sem ég pósta Ég er ofbeldisfyllri í minni hegðun sem ég sýni á netinu Ég bæti við meiri heift, blótsyrðum, reiði og ýktara orðbragði við athugasemdirnar mínar Í ofanálag leyfum við okkur meira þegar að við sitjum við lyklaborðið fyrir framan skjáinn sem hlífir okkur við því að horfast í augu við þann sem við erum að tala illa um. Úr verður eitruð blanda sem hefur skaðleg áhrif á okkur sjálf, börnin okkar og lýðræðislega umræðu. Látum ekki samskiptin okkar stjórnast af algóritmanum Ekki fáum við laun fyrir allan þann tíma sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Okkar verðlaun eru viðbrögðin sem við fáum við því efni sem við setjum inn, deilum og tjáum okkur um. Í leit okkar að viðurkenningu, athygli og viðbrögðum annarra er því hættan sú að við leitum í þessa neikvæðu og skaðlegu tjáningu sem samfélagsmiðlarnir ýta undir. Við förum að spila leikinn sem þeir græða á en lætur okkur sitja eftir með sárt ennið. Því ekki græðum við á því sem samfélag að vera vond við hvert annað. Ef við fengjum að ráða er ég nokkuð viss um að við myndum breyta myndinni á þann veg að því nær sem efni samfélagsmiðla færist bannsvæðinu þeim mun minni athygli fái það. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Hver græðir á því að við séum vond við hvert annað inn á samfélagsmiðlum? Stutta svarið er: eigendur þeirra. En hvernig má það vera? Upplýsingar eru verðmætar og upplýsingar verða ekki til í tómarúmi. Þess vegna þurfa samfélagsmiðlar notendur til þess að skapa þessar upplýsingar sem færa þeim á endanum auðæfi. Án okkar væru þeir ekkert. Virðing þeirra fyrir auðlindinni er þó ekki mikil. Það sem mestu máli skiptir er að halda okkur við efnið. Alveg sama hvort efnið er gott eða slæmt. Algóritmi samfélagsmiðlanna vinnur í þeirra þágu eftir þeirra reglum og mun því færa okkur það efni sem heldur okkur mest við efnið. 1. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð Sumt efni er bannað samkvæmt lögum og skilmálum samfélagsmiðlanna og er þá tekið út. Þetta getur verið t.d.: Klám Gróft ofbeldi Hatursorðræða Eftir því sem efni er nær því að falla í flokkinn að teljast bannað þá fær það meiri viðbrögð notenda. Þetta getur verið t.d.: Ögrandi og klámfengið efni sem nær þó ekki að teljast sem klám Ofbeldi sem fellur ekki undir skilmálana um að vera nógu gróft Neikvæð tjáning, full af heift og ljótum orðum, sem fellur ekki undir skilgreininguna á hatursorðræðu Rannsóknir og mælingar sýna að við erum líklegri til þess að bregðast við efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar. Jafnvel þótt upplifun okkar hafi ekki verið góð af því að komast í snertingu við slíkt efni. 2. Algóritmi samfélagsmiðla ýtir undir efni sem fær meiri viðbrögð Til þess að maka krókinn og fá hjól maskínunnar til að snúast þurfa samfélagsmiðlarnir að reyna að tryggja það sem best að við notendur stimplum okkur inn til vinnu. Helst á hverjum degi og helst sem oftast. Launalaust og engin stytting vinnuvikunnar. Í staðinn er þó nóg af afþreyingu í boði og viðurkenning annarra þegar að við sköpum eitthvað sem vekur nógu mikla athygli til að fá viðbrögð. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð. Samfélagsmiðlarnir vilja halda okkur sem mest við efnið og því er það í þeirra hag að láta algóritmann ýta undir efni sem dansar á línunni. Algóritmann sinn sem þeir stjórna og halda virkni hans nægjanlega ógagnsærri til þess að svipta ekki hulunni af leynihráefninu á bak við gróðamaskínuna. 1+2 = Samskiptin sem samfélagsmiðillinn ýtir undir Þetta þýðir að ég sem notandi fæ meiri viðbrögð ef: Ég er meira ögrandi í því efni sem ég pósta Ég er ofbeldisfyllri í minni hegðun sem ég sýni á netinu Ég bæti við meiri heift, blótsyrðum, reiði og ýktara orðbragði við athugasemdirnar mínar Í ofanálag leyfum við okkur meira þegar að við sitjum við lyklaborðið fyrir framan skjáinn sem hlífir okkur við því að horfast í augu við þann sem við erum að tala illa um. Úr verður eitruð blanda sem hefur skaðleg áhrif á okkur sjálf, börnin okkar og lýðræðislega umræðu. Látum ekki samskiptin okkar stjórnast af algóritmanum Ekki fáum við laun fyrir allan þann tíma sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Okkar verðlaun eru viðbrögðin sem við fáum við því efni sem við setjum inn, deilum og tjáum okkur um. Í leit okkar að viðurkenningu, athygli og viðbrögðum annarra er því hættan sú að við leitum í þessa neikvæðu og skaðlegu tjáningu sem samfélagsmiðlarnir ýta undir. Við förum að spila leikinn sem þeir græða á en lætur okkur sitja eftir með sárt ennið. Því ekki græðum við á því sem samfélag að vera vond við hvert annað. Ef við fengjum að ráða er ég nokkuð viss um að við myndum breyta myndinni á þann veg að því nær sem efni samfélagsmiðla færist bannsvæðinu þeim mun minni athygli fái það. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun