Sport

Dagskráin í dag: Golf, rafíþróttir, fótbolti og Subway-Körfuboltakvöld

Smári Jökull Jónsson skrifar
Leikur Breiðabliks og Grindavíkur í gærkvöldi verður meðal leikja til umfjöllunar í Subway-Körfuboltakvöldi kvenna í kvöld.
Leikur Breiðabliks og Grindavíkur í gærkvöldi verður meðal leikja til umfjöllunar í Subway-Körfuboltakvöldi kvenna í kvöld. Vísir/Vilhelm

Það verða sex beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem golf er fyrirferðamikið en körfubolti, rafíþróttir og knattspyrna koma einnig við sögu.

Stöð 2 Sport

Subway Körfuboltakvöld kvenna verður á dagskrá klukkan 20:00 þar sem farið verður yfir tíundu umferð í Subway-deildinni. Hörður Unnsteinsson ásamt öðrum sérfræðingum verða þar í setti og fara yfir allt það helsta sem gerðist og kryfja málin til mergjar.

Stöð 2 Sport 2

Útsending frá DP World Tour meistaramótinu í golfi hefst klukkan 7:00. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Portúgal og Nígería mætast í vináttulandsleik í knattspyrnu en þetta er lokaleikur Portúgala áður en heimsmeistaramótið í Katar hefst. Útsending frá leiknum hefst klukkan 18:35.

Stöð 2 Sport 3

The RSM Classic mótið á PGA mótaröðinni verður í beinni útsendingu frá klukkan 17:00.

Stöð 2 Sport 4

LPGA mótaröðin í golfi verður í eldlínunni frá klukkan 19:00 þegar CME Group Tour meistaramótið hefst.

Stöð 2 Esport

Íslenska Blast forkeppnin í CS:GO verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport klukkan 19:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×