Generalprufa Messi og Ronaldo fyrir HM: Annar skoraði en hinn með magakveisu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 12:31 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa báðir spilað á HM 2006 í Þýskalandi, HM 2010 í Suður-Afríku, HM 2014 í Brasilíu, HM 2018 í Rússlandi og nú á HM 2022 í Katar. Getty/Lars Baron Landslið Argentína og Portúgals hafa innan borðs goðsagnakennda leikmenn á tímamótum og mæta á heimsmeistaramótið í Katar til að reyna að færa hetjum sínum langþráðan heimsmeistaratitil. Hér erum við auðvitað að tala um þá Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal sem voru tveir langbestu fótboltamenn heimsins í meira en áratug. Bara spurning um hvor þeirra væri betri. Nú er hins vegar farið að styttast í leiðarlokin hjá þeim báðum. Messi gerir sér vel grein fyrir því en ekki er það sama hægt að segja um Cristiano Ronaldo sem er þó tveimur árum eldri. Þeir mæta nú báðir á sitt fimmta heimsmeistaramót en eiga enn eftir að hampa þeim stóra sem gæti fært nauðsynlegt forskot þegar menn fara að velja besta knattspyrnumann sögunnar. Á síðasta tímabili leit út fyrir að Messi væri „búinn“ á meðan Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Manchester United. Á þessu tímabili hefur þetta snúist við. Could we see Messi or Ronaldo win their first World Cup? pic.twitter.com/Jfr6Rj8WLi— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2022 Messi raðar inn mörkum og stoðsendingum með Paris Saint Germain á meðan Ronaldo er í mikilli fýlu að komast ekki í liðið hjá Manchester United. Messi er þegar kominn með ellefu mörk og fjórtán stoðsendingar í átján leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni en uppskera Ronaldo í öllum leikjum United eru bara þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Nú síðast stal Ronaldo öllum fyrirsögnum dag eftir dag eftir að hafa drullað yfir allt og alla hjá Manchester United. Staðan á þeim félögum er því auðvitað mjög ólík og hún kristallast kannski best í síðasta undirbúningsleik liða þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Generalprufan var afar frábrugðin hjá Ronaldo borið saman við Messi. Messi fór á kostum með því að skora laglegt mark og gefa einnig stoðsendingu í 5-0 sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er þar með kominn með ellefu mörk og þrjár stoðsendingar í sjö landsleikjum sínum á árinu 2022. Lionel Messi vs Cristiano Ronaldo FIFA World Cup Records Messi Ronaldo 19 games 17 games 6 goals 7 goals 5 assists 2 assists Best Achievement Messi-Brazil 20144 Ronaldo-Germany 2006#FIFAWorldCup|#Qatar2022 pic.twitter.com/C4VMGP7Yh2— FIFA World Cup Qatar 2022 Live (@LIVEWORLDCUP4K) November 17, 2022 Ronaldo verður aftur á móti hvergi sjáanlegur í generalprufu Portúgala í kvöld því hann er með magakveisu og missir af leiknum. Mörgum varð vissulega flökurt að hlusta á hann úthúða öllu hjá Manchester United en Ronaldo æfði ekki í gær vegna veikindanna. Félagarnir hafa verið og verða alltaf í eilífum samanburði og það gerir þetta heimsmeistaramóti að einhvers konar uppgjöri. Það minnkar ekki spennan þegar menn reiknuðu það út að góðar líkur eru að landslið þeirra mætist í úrslitaleiknum fari þau alla leið í keppninni. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn milli Messi og Ronaldo væri vissulega frábær endir á tíma Messi og Ronaldo á toppi fótboltafjallsins. Messi er klár og líklegur til að komast alla leið en við verðum að bíða og sjá með heilsu og háttalag Ronaldo. HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hér erum við auðvitað að tala um þá Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal sem voru tveir langbestu fótboltamenn heimsins í meira en áratug. Bara spurning um hvor þeirra væri betri. Nú er hins vegar farið að styttast í leiðarlokin hjá þeim báðum. Messi gerir sér vel grein fyrir því en ekki er það sama hægt að segja um Cristiano Ronaldo sem er þó tveimur árum eldri. Þeir mæta nú báðir á sitt fimmta heimsmeistaramót en eiga enn eftir að hampa þeim stóra sem gæti fært nauðsynlegt forskot þegar menn fara að velja besta knattspyrnumann sögunnar. Á síðasta tímabili leit út fyrir að Messi væri „búinn“ á meðan Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Manchester United. Á þessu tímabili hefur þetta snúist við. Could we see Messi or Ronaldo win their first World Cup? pic.twitter.com/Jfr6Rj8WLi— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2022 Messi raðar inn mörkum og stoðsendingum með Paris Saint Germain á meðan Ronaldo er í mikilli fýlu að komast ekki í liðið hjá Manchester United. Messi er þegar kominn með ellefu mörk og fjórtán stoðsendingar í átján leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni en uppskera Ronaldo í öllum leikjum United eru bara þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Nú síðast stal Ronaldo öllum fyrirsögnum dag eftir dag eftir að hafa drullað yfir allt og alla hjá Manchester United. Staðan á þeim félögum er því auðvitað mjög ólík og hún kristallast kannski best í síðasta undirbúningsleik liða þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Generalprufan var afar frábrugðin hjá Ronaldo borið saman við Messi. Messi fór á kostum með því að skora laglegt mark og gefa einnig stoðsendingu í 5-0 sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er þar með kominn með ellefu mörk og þrjár stoðsendingar í sjö landsleikjum sínum á árinu 2022. Lionel Messi vs Cristiano Ronaldo FIFA World Cup Records Messi Ronaldo 19 games 17 games 6 goals 7 goals 5 assists 2 assists Best Achievement Messi-Brazil 20144 Ronaldo-Germany 2006#FIFAWorldCup|#Qatar2022 pic.twitter.com/C4VMGP7Yh2— FIFA World Cup Qatar 2022 Live (@LIVEWORLDCUP4K) November 17, 2022 Ronaldo verður aftur á móti hvergi sjáanlegur í generalprufu Portúgala í kvöld því hann er með magakveisu og missir af leiknum. Mörgum varð vissulega flökurt að hlusta á hann úthúða öllu hjá Manchester United en Ronaldo æfði ekki í gær vegna veikindanna. Félagarnir hafa verið og verða alltaf í eilífum samanburði og það gerir þetta heimsmeistaramóti að einhvers konar uppgjöri. Það minnkar ekki spennan þegar menn reiknuðu það út að góðar líkur eru að landslið þeirra mætist í úrslitaleiknum fari þau alla leið í keppninni. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn milli Messi og Ronaldo væri vissulega frábær endir á tíma Messi og Ronaldo á toppi fótboltafjallsins. Messi er klár og líklegur til að komast alla leið en við verðum að bíða og sjá með heilsu og háttalag Ronaldo.
HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira