„Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 18:01 Neville segir að Cristiano Ronaldo eigi ekki afurkvæmt hjá Manchester United. Vísir/Getty Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. Viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo hefur verið aðalumræðuefnið hjá knattspyrnuáhugamönnum síðustu daga. Þar sagði Ronaldo að Neville og Wayne Rooney vissu ekki hvað gengi á á æfingasvæði United og að það væri auðvelt að gagnrýna þegar þeir vissu ekki alla söguna. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru samstarfsfélagar. Við spiluðum saman en við munum ekki borða kvöldmat saman. Þetta er hluti af mínu ferðlagi, þeir halda áfram að gagnrýna mig á neikvæðan hátt. Ég get haldið áfram og ég þarf að halda í við þá sem kunna vel við mig,“ sagði Ronaldo um fyrrum liðsfélaga sína hjá United. Nú hefur Gary Neville sjálfur tjáð sig um gagnrýni Ronaldo í viðtali við Skysports. Hann segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og telur að Portúgalinn hafi viljað hafa það þannig. „Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef hann hefði viljað eiga afturkvæmt. Hann vissi að það yrðu til fyrirsagnir og þetta hljóta að vera endalokin á ferli hans hjá Manchester United.“ „Ég er búinn að hugsa út í hvað United er að gera því raunveruleikinn er sá að þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano. Annars verður þetta fordæmi fyrir aðra leikmenn að gagnrýna félagið eins og þeim sýnist.“ Neville segist sammála hluta af gagnrýni Ronaldo og er á því að margir stuðningsmanna séu það líka. „Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef þú ert starfsmaður hjá fyrirtæki og segir svona hluti þá þarf vinnuveitandinn að rifta samningi og Manchester United þarf að gera það á næstu dögum.“ Segir að Ten Hag hafi gert frábærlega hjá United Hvað varðar orð Ronaldo um að Neville væri á móti honum segir Gary Neville að það sé ekki satt. „Ég tek þátt í leik þar sem gagnrýni er algeng, það veit ég og skil og fæ sjálfur gagnrýni til baka. Ég elska alla mína fyrrum liðsfélaga, líka Cristiano. Ég hef ekkert á móti Ronaldo, langt í frá. Ég gæti ekki dáð hann meira, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð og hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með.“ „Ég sá ummæli Cristiano og tek gagnrýni. Ég myndi taka í höndina á honum ef ég hitti hann, kannski tekur hann ekki á móti minni. Ég tek þetta ekki með mér í framtíðina.“ Gary Neville getting aired by Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/UpKAmNjw1v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 30, 2022 Í viðtali Ronaldo við Piers Morgan gagnrýndi hann einnig Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, og segist ekki bera neina virðingu fyrir honum því hann beri ekki virðingu fyrir sér. Neville segir að Ten Hag hafi staðið sig virkilega vel á fyrstu mánuðum sínum í starfi. „Mér finnst Erik Ten Hag hafa afgreitt frábærlega mjög erfiða fyrstu sex mánuði hjá United. Ég held að hann hefði ekki getað gert neitt öðruvísi.“ „Cristiano Ronaldo er risastór leikmaður, risastór karakter og með mjög mikla útbreiðslu. Ten Hag hefur verið í erfiðri stöðu því ef hann réðist persónulega gegn honum, þá myndi hann líklega ekki vinna.“ Neville segir að hinn hollenski Erik Ten Hag hafi gert vel á erfiðum sex mánuðum hjá United.Vísir/Getty Ten Hag hefur trekk í trekk skilið Ronaldo eftir á bekk United liðsins og Portúgalinn hefur fengið mjög takmarkaðann spiltíma á þessu tímabili. Neville segir að menn hefðu átt að setjast niður og ræða málin. „Ronaldo, Ten Hag, stjórnarmenn, yfirmaður knattspyrnumála og eigendur hefðu átt að setjast niður og segja: Við berum ekki virðingu fyrir hvor öðrum, við kunnum ekki við hvorn annan og við viljum ekki að þetta haldi áfram. Endum þetta almennilega.“ „Þeir gerðu það ekki, það var engin fyrirbyggjandi forysta. Þeir hafa ýtt þessu á undan sér og haldið að þetta yrði í lagi en það virkar ekki þannig í knattspyrnu, hvað þá þegar þú ert að eiga við svona stóran karakter. Ronaldo mun ekki samþykkja slíkt.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Sjá meira
Viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo hefur verið aðalumræðuefnið hjá knattspyrnuáhugamönnum síðustu daga. Þar sagði Ronaldo að Neville og Wayne Rooney vissu ekki hvað gengi á á æfingasvæði United og að það væri auðvelt að gagnrýna þegar þeir vissu ekki alla söguna. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru samstarfsfélagar. Við spiluðum saman en við munum ekki borða kvöldmat saman. Þetta er hluti af mínu ferðlagi, þeir halda áfram að gagnrýna mig á neikvæðan hátt. Ég get haldið áfram og ég þarf að halda í við þá sem kunna vel við mig,“ sagði Ronaldo um fyrrum liðsfélaga sína hjá United. Nú hefur Gary Neville sjálfur tjáð sig um gagnrýni Ronaldo í viðtali við Skysports. Hann segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og telur að Portúgalinn hafi viljað hafa það þannig. „Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef hann hefði viljað eiga afturkvæmt. Hann vissi að það yrðu til fyrirsagnir og þetta hljóta að vera endalokin á ferli hans hjá Manchester United.“ „Ég er búinn að hugsa út í hvað United er að gera því raunveruleikinn er sá að þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano. Annars verður þetta fordæmi fyrir aðra leikmenn að gagnrýna félagið eins og þeim sýnist.“ Neville segist sammála hluta af gagnrýni Ronaldo og er á því að margir stuðningsmanna séu það líka. „Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef þú ert starfsmaður hjá fyrirtæki og segir svona hluti þá þarf vinnuveitandinn að rifta samningi og Manchester United þarf að gera það á næstu dögum.“ Segir að Ten Hag hafi gert frábærlega hjá United Hvað varðar orð Ronaldo um að Neville væri á móti honum segir Gary Neville að það sé ekki satt. „Ég tek þátt í leik þar sem gagnrýni er algeng, það veit ég og skil og fæ sjálfur gagnrýni til baka. Ég elska alla mína fyrrum liðsfélaga, líka Cristiano. Ég hef ekkert á móti Ronaldo, langt í frá. Ég gæti ekki dáð hann meira, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð og hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með.“ „Ég sá ummæli Cristiano og tek gagnrýni. Ég myndi taka í höndina á honum ef ég hitti hann, kannski tekur hann ekki á móti minni. Ég tek þetta ekki með mér í framtíðina.“ Gary Neville getting aired by Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/UpKAmNjw1v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 30, 2022 Í viðtali Ronaldo við Piers Morgan gagnrýndi hann einnig Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, og segist ekki bera neina virðingu fyrir honum því hann beri ekki virðingu fyrir sér. Neville segir að Ten Hag hafi staðið sig virkilega vel á fyrstu mánuðum sínum í starfi. „Mér finnst Erik Ten Hag hafa afgreitt frábærlega mjög erfiða fyrstu sex mánuði hjá United. Ég held að hann hefði ekki getað gert neitt öðruvísi.“ „Cristiano Ronaldo er risastór leikmaður, risastór karakter og með mjög mikla útbreiðslu. Ten Hag hefur verið í erfiðri stöðu því ef hann réðist persónulega gegn honum, þá myndi hann líklega ekki vinna.“ Neville segir að hinn hollenski Erik Ten Hag hafi gert vel á erfiðum sex mánuðum hjá United.Vísir/Getty Ten Hag hefur trekk í trekk skilið Ronaldo eftir á bekk United liðsins og Portúgalinn hefur fengið mjög takmarkaðann spiltíma á þessu tímabili. Neville segir að menn hefðu átt að setjast niður og ræða málin. „Ronaldo, Ten Hag, stjórnarmenn, yfirmaður knattspyrnumála og eigendur hefðu átt að setjast niður og segja: Við berum ekki virðingu fyrir hvor öðrum, við kunnum ekki við hvorn annan og við viljum ekki að þetta haldi áfram. Endum þetta almennilega.“ „Þeir gerðu það ekki, það var engin fyrirbyggjandi forysta. Þeir hafa ýtt þessu á undan sér og haldið að þetta yrði í lagi en það virkar ekki þannig í knattspyrnu, hvað þá þegar þú ert að eiga við svona stóran karakter. Ronaldo mun ekki samþykkja slíkt.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Sjá meira