Björn Bjarnason gefur ekkert fyrir meintar vinsældir Kristrúnar Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2022 13:28 Könnunin um að Kristrún Frostadóttir sé sá stjórnmálaleiðtogi sem almenningur treysti orðið best er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu, að mati Björns Bjarnasonar. vísir/vilhelm Björn Bjarnason bloggari, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins með meiru, telur kannanir sem leiða í ljós að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar njóti meira trausts en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, út í bláinn. Björn hefur eitt og annað á hornum sínum í pistli á bloggsíðu sinni í dag sem er undir yfirskriftinni „Spuni Samfylkingar“. Upplýsingafalsanir Ríkisútvarpsins Hann vitnar til pistils Sigurðar Kára Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni: „Ég hlustaði á formann Samfylkingarinnar fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðunar á RÚV í morgun. Þar fullyrti Kristrún að mjög sterkar vísbendingar væru um lögbrot væru komnar fram í kjölfar birtingar þessarar skýrslu.“ Þessu telur Björn vert að halda til haga en orð Kristrúnar um vísbendingar eru í hans meðförum orðnar: „Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.“ Björn sakar Ríkisútvarpið um upplýsingafalsanir og tilraunir til að afvegaleiða umræðuna. Og honum þykir viðtal við Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, liður í því: „Í vikunni hnykkti fréttastofa ríkisins á þessu með því að hafa samband við hagfræðing í Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem taldi sig ráða yfir rökum til að krefjast afsagnar Bjarna Benediktssonar vegna lögbrota!“ skrifar Björn hneykslaður. Ekkert að marka Fréttablaðið Björn hefur ekki lokið sér af hvað varðar ámælisverða framgöngu fjölmiðla að hans mati því næst beinir hann spjótum sínum að Fréttablaðinu. Hann gefur lítið fyrir frétt blaðsins af könnun þar sem fram kemur að Kristrún njóti meira trausts en Katrín. Þetta telur Björn alveg fráleitt: „Í dag (18. nóv.) leggur Fréttablaðið sitt af mörkum í spunanum um Kristrúnu Frostadóttur og ágæti hennar með því að birta á forsíðu niðurstöðu könnunar sem á að sýna Kristrúnu njóta meira trausts en Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Engar viðmiðanir því til stuðnings eru fyrir hendi og könnunin er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu,“ skrifar Björn. Og hann vill ekki sleppa blaðinu með þetta því Björn hnýtir við eftirfarandi spælingum: „Það hefur það helst til ágætis núna að vera dreift við hlið Bændablaðsins í stórmörkuðum. Væri traust til blaðanna kannað yrði Bændablaðið örugglega hlutskarpara.“ Sjálfstæðismenn atyrða Samfylkinguna við hvert tækifæri og þannig lagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins lykkju á lið sína og hnýtti hressilega í flokkinn í ræðum sínum á síðasta landsfundi. Svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilgreint Samfylkinguna sem sinn helsta andstæðing en ekki Vinstri græn, sem þó hafa í orði kveðnu skilgreint sig lengst til vinstri á hinum flokkspólitíska ási. Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Björn hefur eitt og annað á hornum sínum í pistli á bloggsíðu sinni í dag sem er undir yfirskriftinni „Spuni Samfylkingar“. Upplýsingafalsanir Ríkisútvarpsins Hann vitnar til pistils Sigurðar Kára Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni: „Ég hlustaði á formann Samfylkingarinnar fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðunar á RÚV í morgun. Þar fullyrti Kristrún að mjög sterkar vísbendingar væru um lögbrot væru komnar fram í kjölfar birtingar þessarar skýrslu.“ Þessu telur Björn vert að halda til haga en orð Kristrúnar um vísbendingar eru í hans meðförum orðnar: „Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.“ Björn sakar Ríkisútvarpið um upplýsingafalsanir og tilraunir til að afvegaleiða umræðuna. Og honum þykir viðtal við Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, liður í því: „Í vikunni hnykkti fréttastofa ríkisins á þessu með því að hafa samband við hagfræðing í Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem taldi sig ráða yfir rökum til að krefjast afsagnar Bjarna Benediktssonar vegna lögbrota!“ skrifar Björn hneykslaður. Ekkert að marka Fréttablaðið Björn hefur ekki lokið sér af hvað varðar ámælisverða framgöngu fjölmiðla að hans mati því næst beinir hann spjótum sínum að Fréttablaðinu. Hann gefur lítið fyrir frétt blaðsins af könnun þar sem fram kemur að Kristrún njóti meira trausts en Katrín. Þetta telur Björn alveg fráleitt: „Í dag (18. nóv.) leggur Fréttablaðið sitt af mörkum í spunanum um Kristrúnu Frostadóttur og ágæti hennar með því að birta á forsíðu niðurstöðu könnunar sem á að sýna Kristrúnu njóta meira trausts en Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Engar viðmiðanir því til stuðnings eru fyrir hendi og könnunin er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu,“ skrifar Björn. Og hann vill ekki sleppa blaðinu með þetta því Björn hnýtir við eftirfarandi spælingum: „Það hefur það helst til ágætis núna að vera dreift við hlið Bændablaðsins í stórmörkuðum. Væri traust til blaðanna kannað yrði Bændablaðið örugglega hlutskarpara.“ Sjálfstæðismenn atyrða Samfylkinguna við hvert tækifæri og þannig lagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins lykkju á lið sína og hnýtti hressilega í flokkinn í ræðum sínum á síðasta landsfundi. Svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilgreint Samfylkinguna sem sinn helsta andstæðing en ekki Vinstri græn, sem þó hafa í orði kveðnu skilgreint sig lengst til vinstri á hinum flokkspólitíska ási.
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25