Sóun er dottin úr tísku! Hugrún Geirsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda. Evrópska Nýtnivikan stendur yfir frá 19. til 27. nóvember. Þemað þetta árið er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er dottin úr tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu máli að draga úr sóun og auka líftíma textíls. Í Nýtnivikunni er tilvalið að huga að þeim flíkum og skóm sem eru að nálgast sögulok í fataskápnum. Ertu til í að enduruppgötva samband þitt við flíkina og deila áfram með henni sögusviði? Eða gefa henni kost á hlutverki í sögu annars fólks? Ein leiðin að nýju upphafi fyrir flíkina þína er að koma henni á fataskiptimarkað. Vinnustaðir geta átt frumkvæðið að því að setja upp slíkan markað þar sem hægt er að skiptast á flíkum, skóm, skarti eða öðru sem „skapar manninn“ samkvæmt popplaginu góða. Leikreglur fataskiptimarkaðar eru einfaldar: mætum með hreinar og heillegar flíkur, höldum skiptimarkaðnum snyrtilegum, tökum það sem okkur líst vel á og það sem fær ekki nýtt upphaf rennur til góðgerðarsamtaka. Fataskiptimarkaðir stuðla ekki einungis að umhverfisvænni neyslu heldur lífga þeir einnig upp á daginn og eru auðveld leið til að vekja fólk til umhugsunar um sóun og óþarfa neyslu. Stemning getur orðið gríðarleg á vinnustöðum sem hafa staðið fyrir fataskiptimörkuðum og eru dæmi um að starfsmenn hafa mætt í einu dressi en verið komnir í annað, sem þeir hafa kippt af markaðnum, eftir hádegi – með tilheyrandi gleði, ánægju og lágmarks tilkostnaði. Þó það sé mikilvægt að við hugum að því hvernig við gefum flíkum tækifæri á framhaldslífi, þá þurfum við einnig að horfa til þess hvernig við getum minnkað fataneyslu almennt og dregið úr líkunum á því að hver flík eigi bara heima í örsögu. Munum að umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú keyptir ekki eða sú sem þú átt nú þegar inni í skáp Eða eins og tísku- og pönkdrottningin Vivienne Westwood sagði, „Keyptu minna, veldu vel og láttu það endast“. Við viljum að sögur hafi gott upphaf, viðburðaríka miðju og farsælan endi – þannig viljum við líka sjá söguþráð fatanna okkar – að vandað sé til verka við hönnun og saumaskap, að þær verði notaðar við mörg og fjölbreytt tilefni og að þegar einn eigandi skilur við hana taki annar við og spinni nýjan þráð við sögu hennar. Nýttu Nýtnivikuna, taktu þátt í fataskiptimarkaði og sýndu að sóun er dottin úr tísku! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tíska og hönnun Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda. Evrópska Nýtnivikan stendur yfir frá 19. til 27. nóvember. Þemað þetta árið er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er dottin úr tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu máli að draga úr sóun og auka líftíma textíls. Í Nýtnivikunni er tilvalið að huga að þeim flíkum og skóm sem eru að nálgast sögulok í fataskápnum. Ertu til í að enduruppgötva samband þitt við flíkina og deila áfram með henni sögusviði? Eða gefa henni kost á hlutverki í sögu annars fólks? Ein leiðin að nýju upphafi fyrir flíkina þína er að koma henni á fataskiptimarkað. Vinnustaðir geta átt frumkvæðið að því að setja upp slíkan markað þar sem hægt er að skiptast á flíkum, skóm, skarti eða öðru sem „skapar manninn“ samkvæmt popplaginu góða. Leikreglur fataskiptimarkaðar eru einfaldar: mætum með hreinar og heillegar flíkur, höldum skiptimarkaðnum snyrtilegum, tökum það sem okkur líst vel á og það sem fær ekki nýtt upphaf rennur til góðgerðarsamtaka. Fataskiptimarkaðir stuðla ekki einungis að umhverfisvænni neyslu heldur lífga þeir einnig upp á daginn og eru auðveld leið til að vekja fólk til umhugsunar um sóun og óþarfa neyslu. Stemning getur orðið gríðarleg á vinnustöðum sem hafa staðið fyrir fataskiptimörkuðum og eru dæmi um að starfsmenn hafa mætt í einu dressi en verið komnir í annað, sem þeir hafa kippt af markaðnum, eftir hádegi – með tilheyrandi gleði, ánægju og lágmarks tilkostnaði. Þó það sé mikilvægt að við hugum að því hvernig við gefum flíkum tækifæri á framhaldslífi, þá þurfum við einnig að horfa til þess hvernig við getum minnkað fataneyslu almennt og dregið úr líkunum á því að hver flík eigi bara heima í örsögu. Munum að umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú keyptir ekki eða sú sem þú átt nú þegar inni í skáp Eða eins og tísku- og pönkdrottningin Vivienne Westwood sagði, „Keyptu minna, veldu vel og láttu það endast“. Við viljum að sögur hafi gott upphaf, viðburðaríka miðju og farsælan endi – þannig viljum við líka sjá söguþráð fatanna okkar – að vandað sé til verka við hönnun og saumaskap, að þær verði notaðar við mörg og fjölbreytt tilefni og að þegar einn eigandi skilur við hana taki annar við og spinni nýjan þráð við sögu hennar. Nýttu Nýtnivikuna, taktu þátt í fataskiptimarkaði og sýndu að sóun er dottin úr tísku! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun