Elanga kemur Ronaldo til varnar Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 11:00 Elanga tók upp hanskann fyrir Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svía. Vísir/Getty Anthony Elanga tók upp hanskann fyrir Cristiano Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Gagnrýni Ronaldo gagnvart ungum leikmönnum í viðtali hans hjá Piers Morgan hefur vakið töluverða athygli. Cristiano Ronaldo hefur verið í aðalhlutverki í fréttum í vikunni vegna fjölmargra athyglisverðra ummæla hans í viðtali hjá Piers Morgan. Meðal þess sem þar kom fram var gagnrýni Ronaldo á unga leikmenn sem hann sagði skorta hungur til að ná árangri. „Allt er auðveldara og þeim er sama um hluti. Ég er ekki bara að tala um í Manchester, heldur í öllum liðum og öllum deildum heims. Ungir leikmenn eru ekki eins og mín kynslóð.“ „Þeir munu ekki eiga langa knattspyrnuferla, það er ómögulegt. Hjá minni kynslóð sérðu leikmenn spila til 36, 37 eða 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Þú munt geta talið það á fingrum annarrar handar hversu margir leikmenn af núverandi kynslóð munu ná svo langt.“ Anthony Elanga, leikmaður United, var spurður út í viðtal Ronaldo og Morgan eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Hann tók að vissu leyti upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn. „Cristiano er að tala um unga leikmenn almennt séð. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf 100% einbeittur í því sem ég geri en ég skil það sem hann er að segja. Það er mikið um síma og mikil tækni. Það er auðvelt fyrir unga leikmenn að verða fyrir truflun og missa einbeitinguna.“ Elanga segir að álit sitt á Ronaldo hafi ekki breyst eftir viðtalið en fréttir hafa borist af því að leikmenn United vilji að félagið verði búið að losa sig við hann þegar leikmenn koma saman á ný eftir heimsmeistaramótið í Katar. „Þegar ég er með honum hefur hann ekki breyst. Hann er ennþá Cristiano Ronaldo fyrir mér, hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ bætti Elanga við en í grein Aftonbladet kemur fram að þeir hafi átt í góðu sambandi og að Ronaldo hafi aðstoðað unga Svíann á styrktaræfingum. „Stundum eru það bara ég og hann í líkamsræktinni.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið í aðalhlutverki í fréttum í vikunni vegna fjölmargra athyglisverðra ummæla hans í viðtali hjá Piers Morgan. Meðal þess sem þar kom fram var gagnrýni Ronaldo á unga leikmenn sem hann sagði skorta hungur til að ná árangri. „Allt er auðveldara og þeim er sama um hluti. Ég er ekki bara að tala um í Manchester, heldur í öllum liðum og öllum deildum heims. Ungir leikmenn eru ekki eins og mín kynslóð.“ „Þeir munu ekki eiga langa knattspyrnuferla, það er ómögulegt. Hjá minni kynslóð sérðu leikmenn spila til 36, 37 eða 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Þú munt geta talið það á fingrum annarrar handar hversu margir leikmenn af núverandi kynslóð munu ná svo langt.“ Anthony Elanga, leikmaður United, var spurður út í viðtal Ronaldo og Morgan eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Hann tók að vissu leyti upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn. „Cristiano er að tala um unga leikmenn almennt séð. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf 100% einbeittur í því sem ég geri en ég skil það sem hann er að segja. Það er mikið um síma og mikil tækni. Það er auðvelt fyrir unga leikmenn að verða fyrir truflun og missa einbeitinguna.“ Elanga segir að álit sitt á Ronaldo hafi ekki breyst eftir viðtalið en fréttir hafa borist af því að leikmenn United vilji að félagið verði búið að losa sig við hann þegar leikmenn koma saman á ný eftir heimsmeistaramótið í Katar. „Þegar ég er með honum hefur hann ekki breyst. Hann er ennþá Cristiano Ronaldo fyrir mér, hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ bætti Elanga við en í grein Aftonbladet kemur fram að þeir hafi átt í góðu sambandi og að Ronaldo hafi aðstoðað unga Svíann á styrktaræfingum. „Stundum eru það bara ég og hann í líkamsræktinni.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira