Elliði Snær um Guðjón Val: „Hann hefur gert allt og það er rosalega gott að leita ráða hjá honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 11:31 Elliði er gríðarlega ánægður með Guðjón Val Sigurðsson þjálfara Gummersbach. Vísir/Hulda Margrét Elliði Snær Viðarsson er að gera góða hluti hjá Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið. Þá er Elliði orðinn fastamaður í landsliðinu og verður væntanlega í eldlínunni með liðinu á HM í janúar. Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, ræddi við Elliða Snæ í vikunni þar sem hann ræddi meðal annars um Guðjón Val Sigurðsson þjálfara Gummersbach. Samningur Elliða hjá Gummersbach var fram á næsta sumar en hann hefur nú verið framlendur um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Elliði Snær hrósar Guðjóni Val í hástert í viðtalinu og segir að hann verði alltaf betri og betri í þjálfarastarfinu. „Þetta var náttúrulega fyrsta þjálfaragiggið hans og það kom mér mjög á óvart hvað hann var kominn langt sem þjálfari og hann er bara orðinn betri. Manni líður mjög vel þegar maður fer inn í leiki.“ „Hann er kominn ótrúlega langt miðað við að vera kominn með þrjú ár undir beltið, það er náttúrlega endalaust af reynslu sem telur inn í þetta. Manni líður ótrúlega vel með hann sem þjálfara og það er gott að læra af honum.“ Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðinu upp í efstu deild síðasta vor. Eins og flestir vita þá á Guðjón Valur að baki glæstan feril í þýska boltanum og Elliði segir að mikil virðing sem borin fyrir honum í Þýskalandi. „Fyrsta árið þá sá maður hvað er þvílík virðing borin fyrir honum alls staðar í handboltaheiminum. Þegar hann er að koma inn sem nýr þjálfari þá hjálpar það honum að komast inn í þetta. Hann getur sett sig miklu betur í spor leikmanna heldur en þjálfara sem ekki hafa verið að spila.“ Hægt er að sjá viðtal Svövu Kristínar við Elliða Snæ hér fyrir neðan. Klippa: Elliði Snær um Guðjón Val Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. 17. nóvember 2022 12:02 Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. 18. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, ræddi við Elliða Snæ í vikunni þar sem hann ræddi meðal annars um Guðjón Val Sigurðsson þjálfara Gummersbach. Samningur Elliða hjá Gummersbach var fram á næsta sumar en hann hefur nú verið framlendur um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Elliði Snær hrósar Guðjóni Val í hástert í viðtalinu og segir að hann verði alltaf betri og betri í þjálfarastarfinu. „Þetta var náttúrulega fyrsta þjálfaragiggið hans og það kom mér mjög á óvart hvað hann var kominn langt sem þjálfari og hann er bara orðinn betri. Manni líður mjög vel þegar maður fer inn í leiki.“ „Hann er kominn ótrúlega langt miðað við að vera kominn með þrjú ár undir beltið, það er náttúrlega endalaust af reynslu sem telur inn í þetta. Manni líður ótrúlega vel með hann sem þjálfara og það er gott að læra af honum.“ Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðinu upp í efstu deild síðasta vor. Eins og flestir vita þá á Guðjón Valur að baki glæstan feril í þýska boltanum og Elliði segir að mikil virðing sem borin fyrir honum í Þýskalandi. „Fyrsta árið þá sá maður hvað er þvílík virðing borin fyrir honum alls staðar í handboltaheiminum. Þegar hann er að koma inn sem nýr þjálfari þá hjálpar það honum að komast inn í þetta. Hann getur sett sig miklu betur í spor leikmanna heldur en þjálfara sem ekki hafa verið að spila.“ Hægt er að sjá viðtal Svövu Kristínar við Elliða Snæ hér fyrir neðan. Klippa: Elliði Snær um Guðjón Val
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. 17. nóvember 2022 12:02 Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. 18. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. 17. nóvember 2022 12:02
Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. 18. nóvember 2022 08:30