Til hamingju kæra barn Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2022 14:01 Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur. Líklega eru skrifaðar í dag greinar um hversu mikilvægt er að muna eftir því hverju þú átt rétt á og hvað þarf að gera til að tryggja betra samfélag og betri heim fyrir þig. En við sem vinnum með börnum, fyrir börn og/eða eigum börn verðum ekki bara að muna eftir því sem stendur í Barnasáttmálanum heldur verðum við líka að sjá til þess að þú þekkir Barnasáttmálann. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að kynna fyrir þér þessi réttindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum þínum og eru hluti af samtökum sem starfa um allan heim. Sums staðar í heiminum þurfum við að berjast fyrir því að börn fái að borða, annars staðar að þau fái að vera í skóla, séu ekki þvinguð til að giftast, séu ekki látin vinna erfiðisvinnu, sé ekki nauðgað eða beitt ofbeldi og sums staðar þurfum við að berjast fyrir því að börn séu ekki látin taka þátt í stríði. Á Íslandi höfum við barist fyrst og fremst fyrir því að verja börn fyrir hvers kyns ofbeldi og að þið fáið að taka þátt í að ákveða lög, reglur og fleira. Það á nefnilega ekki að ákveða eitthvað sem hefur áhrif á ykkur án þess að þið hafið eitthvað um það að segja. Í tengslum við Dag mannréttinda barna höfum við hjá Barnaheillum sent til kennara þinna og skólastjóra hugmyndir af því hvernig hægt er að fræða þig betur um Barnasáttmálann og réttindi þín. Við höfum til dæmis komið með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa nemendaþing í skólanum þínum, komið með hugmyndir af leikjum og fleira. Núna sendum við í skólann þinn kynningu sem við vonum að kennarinn þinn sýni bekknum þínum sem fjallar um hvað Ísland geti gert betur til að tryggja að alltaf sé verið að hugsa um hvað er best fyrir þig. Það er nefnilega nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum sem heitir Barnaréttarnefnd og skoðar hún vel hvernig hvert og eitt land er að fara eftir Barnasáttmálanum og hvað þarf að bæta. Við hjá Barnaheillum viljum svo í samstarfi við barnamálaráðherrann okkar að þú segir okkur hvað þér finnst um þessar athugasemdir og segir líka hvað annað við getum gert betur svo við séum alltaf að vinna að þeim málum sem mestu skipta. Þú getur alltaf haft samband við okkur á netfanginu barnaheill@barnaheill.is og þú getur líka alltaf hringt í okkur á virkum dögum í síma 553-5900. Ef þú ert hins vegar í mikilli hættu og málið getur ekki beðið þá skaltu hringja strax í 112 en þar er mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið til að hjálpa þér. Ég veit að flestir sem lesa þessa grein eru fullorðnir og kannski næ ég ekki að hvetja þig til að lesa greinina. En þá vil ég biðja þá sem lesa greinina og vinna með börnum, vinna fyrir börn og/eða eiga börn að fræða þig um Barnasáttmálann og jafnvel skoða saman kynninguna á þessum lokaathugasemdum frá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Svo er á morgun, mánudag, haldinn stór fundur um þessar athugasemdir sem allir eru velkomnir á. En til hamingju með daginn kæra barn, allir dagar ársins eiga að sjálfsögðu að vera dagar mannréttinda barna en í dag minnum við okkur sérstaklega á það. Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendra verkefna Barnaheill – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Mannréttindi Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur. Líklega eru skrifaðar í dag greinar um hversu mikilvægt er að muna eftir því hverju þú átt rétt á og hvað þarf að gera til að tryggja betra samfélag og betri heim fyrir þig. En við sem vinnum með börnum, fyrir börn og/eða eigum börn verðum ekki bara að muna eftir því sem stendur í Barnasáttmálanum heldur verðum við líka að sjá til þess að þú þekkir Barnasáttmálann. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að kynna fyrir þér þessi réttindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum þínum og eru hluti af samtökum sem starfa um allan heim. Sums staðar í heiminum þurfum við að berjast fyrir því að börn fái að borða, annars staðar að þau fái að vera í skóla, séu ekki þvinguð til að giftast, séu ekki látin vinna erfiðisvinnu, sé ekki nauðgað eða beitt ofbeldi og sums staðar þurfum við að berjast fyrir því að börn séu ekki látin taka þátt í stríði. Á Íslandi höfum við barist fyrst og fremst fyrir því að verja börn fyrir hvers kyns ofbeldi og að þið fáið að taka þátt í að ákveða lög, reglur og fleira. Það á nefnilega ekki að ákveða eitthvað sem hefur áhrif á ykkur án þess að þið hafið eitthvað um það að segja. Í tengslum við Dag mannréttinda barna höfum við hjá Barnaheillum sent til kennara þinna og skólastjóra hugmyndir af því hvernig hægt er að fræða þig betur um Barnasáttmálann og réttindi þín. Við höfum til dæmis komið með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa nemendaþing í skólanum þínum, komið með hugmyndir af leikjum og fleira. Núna sendum við í skólann þinn kynningu sem við vonum að kennarinn þinn sýni bekknum þínum sem fjallar um hvað Ísland geti gert betur til að tryggja að alltaf sé verið að hugsa um hvað er best fyrir þig. Það er nefnilega nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum sem heitir Barnaréttarnefnd og skoðar hún vel hvernig hvert og eitt land er að fara eftir Barnasáttmálanum og hvað þarf að bæta. Við hjá Barnaheillum viljum svo í samstarfi við barnamálaráðherrann okkar að þú segir okkur hvað þér finnst um þessar athugasemdir og segir líka hvað annað við getum gert betur svo við séum alltaf að vinna að þeim málum sem mestu skipta. Þú getur alltaf haft samband við okkur á netfanginu barnaheill@barnaheill.is og þú getur líka alltaf hringt í okkur á virkum dögum í síma 553-5900. Ef þú ert hins vegar í mikilli hættu og málið getur ekki beðið þá skaltu hringja strax í 112 en þar er mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið til að hjálpa þér. Ég veit að flestir sem lesa þessa grein eru fullorðnir og kannski næ ég ekki að hvetja þig til að lesa greinina. En þá vil ég biðja þá sem lesa greinina og vinna með börnum, vinna fyrir börn og/eða eiga börn að fræða þig um Barnasáttmálann og jafnvel skoða saman kynninguna á þessum lokaathugasemdum frá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Svo er á morgun, mánudag, haldinn stór fundur um þessar athugasemdir sem allir eru velkomnir á. En til hamingju með daginn kæra barn, allir dagar ársins eiga að sjálfsögðu að vera dagar mannréttinda barna en í dag minnum við okkur sérstaklega á það. Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendra verkefna Barnaheill – Save the Children á Íslandi
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar