Tárvot Vanda: „Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 18:35 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vona að samtal KSÍ og Knattspyrnusambands Sádi-Arabíu geti hjálpað kvennaknattspyrnu þar í landi. „Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim.“ Vanda er nú stödd í Katar ásamt fríðu föruneyti frá KSÍ en HM í fótbolta fer fram í landinu næsta mánuðinn eða svo. Formaðurinn var í ítarlegu viðtali við RÚV og fór þar yfir gagnrýnina sem sambandið hefur fengið, bæði fyrir að leika vináttulandsleik við Sádi-Arabíu og svo fyrir að heiðra ekki landsliðskonur á sama hátt og landsliðsmenn. Vanda varð að láta undan tárunum þegar spurt var um gagnrýni landsliðskvenna á KSÍ. Ítarlegt viðtal við Vöndu frá Katar. https://t.co/ebXR1jolpc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022 Um Sádi-Arabíu og vináttuleikinn fræga „Ég fór að lesa mér til og skoða. Þá kemur í ljós að Sádi-Arabía er að byrja með kvennafótbolta, byrja með kvennalandslið. Búnar að spila fjóra landsleiki. Þetta var eitthvað sem ég vildi styðja og styrkja. Ég trúi svo mikið á mannréttindi og staða kvenna haldist hönd í hönd. Ef við getum bætt stöðu kvenna þá held ég að það hafi jákvæð áhrif á mannréttindi. Það var þetta sem við sem knattspyrnusamband vildum gera með knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu.“ Aðspurð hvort ferðin [að spila við Sádi-Arabíu] hefði borið árangur þá taldi Vanda svo vera. „Við funduðum í gær [í Katar] með formanni og framkvæmdastjóra í Sádi-Arabíu, áttum þar mjög góðan fund. Munum funda áfram með þeim sem eru í kvennafótboltanum sérstaklega. Þá sögðu þeir okkur að sá sem er formaður núna byrjaði 2019 og hann fer á fleygiferð að berjast fyrir því að koma kvennalandsliði og deild.“ „Framkvæmdastjórinn sagði við mig að hann hélt aldrei að honum myndi takast þetta. Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim. Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég.“ Vanda vildi ekki gefa upp hversu mikið Sádi-Arabía hefði borgað KSÍ fyrir að vináttuleikinn. Aðspurð hvort upphæðin hefði í og kringum 100 milljónir íslenskra króna þá hló Vanda og þvertók fyrir það. Um treyjumálið „Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“ „Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum. Viðtalið í heild sinni finna á vef RÚV. Þar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um stöðu mála í Katar þar sem HM fer nú fram. Fótbolti HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Vanda er nú stödd í Katar ásamt fríðu föruneyti frá KSÍ en HM í fótbolta fer fram í landinu næsta mánuðinn eða svo. Formaðurinn var í ítarlegu viðtali við RÚV og fór þar yfir gagnrýnina sem sambandið hefur fengið, bæði fyrir að leika vináttulandsleik við Sádi-Arabíu og svo fyrir að heiðra ekki landsliðskonur á sama hátt og landsliðsmenn. Vanda varð að láta undan tárunum þegar spurt var um gagnrýni landsliðskvenna á KSÍ. Ítarlegt viðtal við Vöndu frá Katar. https://t.co/ebXR1jolpc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022 Um Sádi-Arabíu og vináttuleikinn fræga „Ég fór að lesa mér til og skoða. Þá kemur í ljós að Sádi-Arabía er að byrja með kvennafótbolta, byrja með kvennalandslið. Búnar að spila fjóra landsleiki. Þetta var eitthvað sem ég vildi styðja og styrkja. Ég trúi svo mikið á mannréttindi og staða kvenna haldist hönd í hönd. Ef við getum bætt stöðu kvenna þá held ég að það hafi jákvæð áhrif á mannréttindi. Það var þetta sem við sem knattspyrnusamband vildum gera með knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu.“ Aðspurð hvort ferðin [að spila við Sádi-Arabíu] hefði borið árangur þá taldi Vanda svo vera. „Við funduðum í gær [í Katar] með formanni og framkvæmdastjóra í Sádi-Arabíu, áttum þar mjög góðan fund. Munum funda áfram með þeim sem eru í kvennafótboltanum sérstaklega. Þá sögðu þeir okkur að sá sem er formaður núna byrjaði 2019 og hann fer á fleygiferð að berjast fyrir því að koma kvennalandsliði og deild.“ „Framkvæmdastjórinn sagði við mig að hann hélt aldrei að honum myndi takast þetta. Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim. Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég.“ Vanda vildi ekki gefa upp hversu mikið Sádi-Arabía hefði borgað KSÍ fyrir að vináttuleikinn. Aðspurð hvort upphæðin hefði í og kringum 100 milljónir íslenskra króna þá hló Vanda og þvertók fyrir það. Um treyjumálið „Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“ „Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum. Viðtalið í heild sinni finna á vef RÚV. Þar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um stöðu mála í Katar þar sem HM fer nú fram.
Fótbolti HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira