Umfjöllun og myndir: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 21:40 Varnarmenn Flensburg áttu í mestu vandræðum með að halda aftur af Arnóri Snæ Óskarssyni. vísir/vilhelm Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. Þrátt fyrir tapið geta og eiga leikmenn Vals að bera höfuðið hátt enda veittu þeir einu sterkasta liði heims verðuga mótspyrnu. Ljóst var að þjálfarar Flensburg höfðu legið yfir leikjum Vals því Þjóðverjarnir slógu helsta vopn Íslands- og bikarmeistaranna, hraðann, nánast úr höndum þeirra. Valsmenn skoruðu aðeins fjögur mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum sem þykir mjög lítið á þeim bænum. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði níu mörk fyrir Val og þeir Arnór Snær Óskarsson og Stiven Tobar Valencia fimm mörk hvor. Allir juku þeir eflaust markaðsvirði sitt í handboltaheiminum um heilan helling með frammistöðu sinni í kvöld. Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur á vellinum.vísir/vilhelm Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Flensburg með sjö mörk og Mads Mensah Larsen skoraði sex. Markvarslan í leiknum var takmörkuð. Björgvin Páll Gústavsson varði tíu skot í marki Vals (24 prósent) og Motoki Sakai tvö (29 prósent). Markverðir Flensburg, Kevin Möller og Benjamin Buric, vörðu samtals tíu skot. Valsmenn fengu ekki mörg tækifæri til að keyra upp hraðann og þurftu að stilla oftar upp í sókn en venjulega. En þeim gekk býsna vel með það. Óskarssynir voru frábærir og Magnús Óli átti góða kafla í fyrri hálfleik. Stiven Tobar Valencia fremstur í hraðaupphlaupi.vísir/vilhelm Hann var mjög jafn þótt Flensburg væri jafnan fetinu framar. Gestirnir náðu þó aldrei meira en þriggja marka forskoti. Lasse Möller kom þeim í 14-17 yfir en Benedikt Gunnar og Aron Dagur Pálsson svöruðu fyrir Val. Simon Hald Jensen skoraði svo síðasta mark fyrri hálfleik í þann mund sem lokaflautið gall og staðan í hálfleik því 16-18, Flensburg í vil. Fjölmargir Selfyssingar gerðu sér ferð á leikinn. Þeir sáu sinn mann, Teit Örn Einarsson, skora sjö mörk.vísir/vilhelm Teitur byrjaði seinni hálfleikinn af fítonskrafti. Hann skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Flensburg í seinni hálfleik og vörn Vals réði lítið við hann. Þegar Valsmenn gengu lengra út í skyttur þýska liðsins opnuðust stór svæði á línunni sem þeir Jensen og Johannes Golla nýttu til hins ítrasta. Þeir skoruðu samtals níu mörk úr tíu skotum í leiknum. Flensburg var með betri tök á leiknum í seinni hálfleik og steig á bensíngjöfina þegar þess þurfti. Magnús Óli Magnússon fær brottvísun eftir að hafa skellt Mads Mensah Larsen í gólfið. Það er svo sannarlega ekki á allra færi.vísir/vilhelm Aron Dagur, sem átti líklega sinn besta leik í treyju Vals, minnkaði muninn í þrjú mörk, 23-26, um miðbik seinni hálfleiks en Flensburg svaraði með tveimur mörkum í röð, komst í 23-28 og þá var endanlega ljóst í hvað stefndi. Flensburg komst mest sjö mörkum yfir, 25-32, en Valur gafst ekki upp. Og á endanum var munurinn fimm mörk, 32-37. Það var sómi af frammistöðu Valsmanna en hún hefði þurft að vera fullkomin og líklega rúmlega það til að taka stig af ógnarsterkum Flensborgurum. Evrópudeild karla í handbolta Valur
Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. Þrátt fyrir tapið geta og eiga leikmenn Vals að bera höfuðið hátt enda veittu þeir einu sterkasta liði heims verðuga mótspyrnu. Ljóst var að þjálfarar Flensburg höfðu legið yfir leikjum Vals því Þjóðverjarnir slógu helsta vopn Íslands- og bikarmeistaranna, hraðann, nánast úr höndum þeirra. Valsmenn skoruðu aðeins fjögur mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum sem þykir mjög lítið á þeim bænum. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði níu mörk fyrir Val og þeir Arnór Snær Óskarsson og Stiven Tobar Valencia fimm mörk hvor. Allir juku þeir eflaust markaðsvirði sitt í handboltaheiminum um heilan helling með frammistöðu sinni í kvöld. Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur á vellinum.vísir/vilhelm Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Flensburg með sjö mörk og Mads Mensah Larsen skoraði sex. Markvarslan í leiknum var takmörkuð. Björgvin Páll Gústavsson varði tíu skot í marki Vals (24 prósent) og Motoki Sakai tvö (29 prósent). Markverðir Flensburg, Kevin Möller og Benjamin Buric, vörðu samtals tíu skot. Valsmenn fengu ekki mörg tækifæri til að keyra upp hraðann og þurftu að stilla oftar upp í sókn en venjulega. En þeim gekk býsna vel með það. Óskarssynir voru frábærir og Magnús Óli átti góða kafla í fyrri hálfleik. Stiven Tobar Valencia fremstur í hraðaupphlaupi.vísir/vilhelm Hann var mjög jafn þótt Flensburg væri jafnan fetinu framar. Gestirnir náðu þó aldrei meira en þriggja marka forskoti. Lasse Möller kom þeim í 14-17 yfir en Benedikt Gunnar og Aron Dagur Pálsson svöruðu fyrir Val. Simon Hald Jensen skoraði svo síðasta mark fyrri hálfleik í þann mund sem lokaflautið gall og staðan í hálfleik því 16-18, Flensburg í vil. Fjölmargir Selfyssingar gerðu sér ferð á leikinn. Þeir sáu sinn mann, Teit Örn Einarsson, skora sjö mörk.vísir/vilhelm Teitur byrjaði seinni hálfleikinn af fítonskrafti. Hann skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Flensburg í seinni hálfleik og vörn Vals réði lítið við hann. Þegar Valsmenn gengu lengra út í skyttur þýska liðsins opnuðust stór svæði á línunni sem þeir Jensen og Johannes Golla nýttu til hins ítrasta. Þeir skoruðu samtals níu mörk úr tíu skotum í leiknum. Flensburg var með betri tök á leiknum í seinni hálfleik og steig á bensíngjöfina þegar þess þurfti. Magnús Óli Magnússon fær brottvísun eftir að hafa skellt Mads Mensah Larsen í gólfið. Það er svo sannarlega ekki á allra færi.vísir/vilhelm Aron Dagur, sem átti líklega sinn besta leik í treyju Vals, minnkaði muninn í þrjú mörk, 23-26, um miðbik seinni hálfleiks en Flensburg svaraði með tveimur mörkum í röð, komst í 23-28 og þá var endanlega ljóst í hvað stefndi. Flensburg komst mest sjö mörkum yfir, 25-32, en Valur gafst ekki upp. Og á endanum var munurinn fimm mörk, 32-37. Það var sómi af frammistöðu Valsmanna en hún hefði þurft að vera fullkomin og líklega rúmlega það til að taka stig af ógnarsterkum Flensborgurum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti