Segir borgina illa upplýsta: „Mér finnst ekki skrítið að það verði slys“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 19:54 Anna Þóra segir ljósastaurana á Hverfisgötunni oft ekki alla virka á sama tíma. Langt sé milli þeirra og lýsingin almennt léleg. Vísir/Egill Íbúar í Reykjavík furða sig á því hve dimmt er í borginni og telja borgina ekki nógu vel upplýsta. Atvinnurekandi í miðbænum segist ekki hissa á að slys verði í umferðinni vegna myrkurs og ástandið sé ömurlegt. Miklar umræður hafa skapast undanfarna daga um götulýsingu, meðal annars eftir að karlmaður á þrítugsaldri fórst í umferðarslysi í miðborg Reykjavíkur. Umræðurnar fóru fram á hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en einnig á Twitter, til dæmis í þessum þræði: Ég veit að ökumenn bíla þurfa að hægja á sér og fara varlegar. En getur verið að Reykjavík sé verr upplýst borg en gerist og gengur annarsstaðar? Hvers vegna er birta frá ljósastaurum svona dauf í dimmu skammdeginu? Ég hef lengi spáð í þetta. Við þurfum að geta séð hvort annað.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) November 20, 2022 Upp hafa vaknað spurningar um hvort götulýsing sé nægileg og hvort úr henni hafi verið dregið. Sérstakar áhyggjur eru auðvitað af börnum, sem eru á leið í skólann í skammdeginu á þessum árstíma. Bæði Vesturbæingar og íbúar miðbæjarins hafa vakið máls á óvenjudimmu skammdeginu. Hvernig er lýsingin hér á Hverfisgötunni? „Hún mjög slæm, alveg til skammar. Hérna megin eru til dæmis þrír staurar alla leið frá Vatnsstíg niður á Klapparstíg. Ég myndi vilja sjá allavega fimm og við erum heppin ef það er kveikt á þeim öllum í einu,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir, atvinnurekandi við Hverfisgötu. Hún segir lýsinguna frá staurunum litla, mun minni en hún muni eftir að hafi verið. „Mér finnst líka kveikt alltof alltof seint á staurunum. Okkur var sagt að þessu hefði verið breytt eftir Hrun vegna þess að Reykjavíkurborg hafi ekki haft efni á að kveikja á staurunum en Hrunið er löngu búið,“ segir Anna. Ekki hissa að slys verði í umferðinni Fréttastofa fjallaði um það fyrir þremur árum síðan að Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem lætur ljósastaura enn loga skemur eftir að gripið var til sparnaðaraðgerða eftir Hrun. „Það er of seint að kveikja á milli sex og hálf sjö. Mér finnst að það eigi að vera kveikt á meðan skammdegið er og mér finnst orðið mjög dimmt hérna upp úr klukkan fimm.“ Umferðarskipulagið sé ekki nógu gott. „Ég er búin að benda á þetta í mörg ár af því það er verið að blanda saman fólki á hlaupahjólum, í hjólastólum og litlum börnum og barnavögnum og gömlu fólki og þetta er allt of mjó stétt til að anna þessu öllu,“ segir Anna. „Mér finnst ekki skrítið að það verði slys, mér finnst við bara heppin að það hafi ekki orðið miklu fleiri slys af því að þetta er ömurlegt ástand og lítið mál að laga.“ Í kortunum að lengja lýsingartímann Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir í kortunum hjá borginni að kveikja fyrr á ljósunum og slökkva á þeim seinna. Það sé þó ekki rétt að lýsingin sé minni nú en undanfarin ár. Hjalti segir engar breytingar hafa orðið á lýsingu gatna.Vísir/Egill „Það náttúrulega er að koma dimmasti tími ársins. Gatnalýsingin hefur ekkert breyst, hún er bara sú sama. En það sem er að gerast er kannski það að það er snjólaust. Það er mjög lítil náttúrulega birta og fólk kannski upplifir það sem einhvers konar meira myrkur,“ segir Hjalti. Borgin fylgi alþjóðastöðlum í lýsingu. „Svo er náttúrulega um að gera að þegar fólk og krakkar eru að ganga í svona miklu myrkri eins og er núna á morgnanna og kvöldin að vera bara með endurskinsmerki og sjálflýsandi fötum. Það er eitthvað sem hjálpar rosalega til í umferðinni.“ Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Miklar umræður hafa skapast undanfarna daga um götulýsingu, meðal annars eftir að karlmaður á þrítugsaldri fórst í umferðarslysi í miðborg Reykjavíkur. Umræðurnar fóru fram á hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en einnig á Twitter, til dæmis í þessum þræði: Ég veit að ökumenn bíla þurfa að hægja á sér og fara varlegar. En getur verið að Reykjavík sé verr upplýst borg en gerist og gengur annarsstaðar? Hvers vegna er birta frá ljósastaurum svona dauf í dimmu skammdeginu? Ég hef lengi spáð í þetta. Við þurfum að geta séð hvort annað.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) November 20, 2022 Upp hafa vaknað spurningar um hvort götulýsing sé nægileg og hvort úr henni hafi verið dregið. Sérstakar áhyggjur eru auðvitað af börnum, sem eru á leið í skólann í skammdeginu á þessum árstíma. Bæði Vesturbæingar og íbúar miðbæjarins hafa vakið máls á óvenjudimmu skammdeginu. Hvernig er lýsingin hér á Hverfisgötunni? „Hún mjög slæm, alveg til skammar. Hérna megin eru til dæmis þrír staurar alla leið frá Vatnsstíg niður á Klapparstíg. Ég myndi vilja sjá allavega fimm og við erum heppin ef það er kveikt á þeim öllum í einu,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir, atvinnurekandi við Hverfisgötu. Hún segir lýsinguna frá staurunum litla, mun minni en hún muni eftir að hafi verið. „Mér finnst líka kveikt alltof alltof seint á staurunum. Okkur var sagt að þessu hefði verið breytt eftir Hrun vegna þess að Reykjavíkurborg hafi ekki haft efni á að kveikja á staurunum en Hrunið er löngu búið,“ segir Anna. Ekki hissa að slys verði í umferðinni Fréttastofa fjallaði um það fyrir þremur árum síðan að Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem lætur ljósastaura enn loga skemur eftir að gripið var til sparnaðaraðgerða eftir Hrun. „Það er of seint að kveikja á milli sex og hálf sjö. Mér finnst að það eigi að vera kveikt á meðan skammdegið er og mér finnst orðið mjög dimmt hérna upp úr klukkan fimm.“ Umferðarskipulagið sé ekki nógu gott. „Ég er búin að benda á þetta í mörg ár af því það er verið að blanda saman fólki á hlaupahjólum, í hjólastólum og litlum börnum og barnavögnum og gömlu fólki og þetta er allt of mjó stétt til að anna þessu öllu,“ segir Anna. „Mér finnst ekki skrítið að það verði slys, mér finnst við bara heppin að það hafi ekki orðið miklu fleiri slys af því að þetta er ömurlegt ástand og lítið mál að laga.“ Í kortunum að lengja lýsingartímann Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir í kortunum hjá borginni að kveikja fyrr á ljósunum og slökkva á þeim seinna. Það sé þó ekki rétt að lýsingin sé minni nú en undanfarin ár. Hjalti segir engar breytingar hafa orðið á lýsingu gatna.Vísir/Egill „Það náttúrulega er að koma dimmasti tími ársins. Gatnalýsingin hefur ekkert breyst, hún er bara sú sama. En það sem er að gerast er kannski það að það er snjólaust. Það er mjög lítil náttúrulega birta og fólk kannski upplifir það sem einhvers konar meira myrkur,“ segir Hjalti. Borgin fylgi alþjóðastöðlum í lýsingu. „Svo er náttúrulega um að gera að þegar fólk og krakkar eru að ganga í svona miklu myrkri eins og er núna á morgnanna og kvöldin að vera bara með endurskinsmerki og sjálflýsandi fötum. Það er eitthvað sem hjálpar rosalega til í umferðinni.“
Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira