Sara gefur sín fjögur bestu ráð: Vill að konur hrósi konum og sýni vöðvana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir gaf sín bestu ráð í tímaritsviðtali á dögunum. Instagtram/@wit.fitness Sara Sigmundsdóttir undirbýr sig nú fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem margir vonast eftir því að sjá hana yfirvinna endanlega erfið hnémeiðsli og komast aftur í hóp þeirra bestu í heimi. Sara fór í viðtal við Stylist Magazine á dögunum og blaðamaðurinn fékk þá íslensku CrossFit stjörnuna meðal annars til að koma með fjögur ráð fyrir konur til að njóta þess að vera sterkar og hvernig sé best að taka því fagnandi í stað þess að fela vöðvana. View this post on Instagram A post shared by @fittestpr Fyrsta ráð Söru var að hrósa öðrum konum. Hún segir það markmið sitt núna að hrósa öðrum eins mikið og hún getur því hún man vel eftir því hvað eitt hrós fyrir löngu síðan hafði góð áhrif á hana sjálfa. „Við horfum oft á vini okkar og hugsum fallega um þá og gerum ráð fyrir það að þeir viti það en í sannleika sagt þá gæti þín skoðun á þeim komið þeim mikið á óvart,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Annað ráðið hjá Söru var að hugsa meira um tæknina heldur en útlitið. Sara sagðist á árum áður hafa verið í jakka til að fela vöðvana. En svo sagði einn vinur minn við mig: Getur hún gert fimmtán armbeygjur? Sara segist nú hugsa meira um hvað líkaminn hennar getur en hvernig hann lítur út. „Af hverju ertu að fela styrkleika þína af því að þú passar ekki inn í einhvern kassa um það hvernig stelpa eigi að líta út,“ sagði Sara. Þriðja ráðið var að leyfa sér að lifa bæði sem kraftakona og sem kona sem mætir uppáklædd út á lífið. „Þú horfir á hana æfa, hún tekur vel á því, svitnar mikið og er ómáluð. Fólk kallar hana skepnu. Svo sérðu hana aðeins síðar sama dag og þá er hún komin í kjól og í hæla og ég elska að sjá konur gera bæði,“ sagði Sara. „Ég elska að sjá vöðvamiklar konur sem reyna ekki að fela það heldur taka því fagnandi og njóta þess að vera í þessum klassísku kvenmannsfötum,“ sagði Sara og hélt áfram: Sara segist hafa byrjað á fatahönnun sinni út frá slíkum pælingum. „Ég vildi klæðast einhverju sem leit vel út á mér en labba síðan að stönginni og rífa upp hundrað kíló,“ sagði Sara. Fjórða og síðasta ráðið frá Söru er að átta sig á því að líkamlega geta og andlegi þátturinn eru samtengd. „Styrkurinn frá réttstöðulyftunni hverfur ekki þegar þú gengur út úr lyftingasalnum. Að vita hvað skrokkurinn minn getur gert hefur áhrif á heildarhugarfar mitt,“ sagði Sara og hélt áfram: „Ég er ekki hrædd við að vera öðruvísi eða að gera mistök af því að ég hef lært að elska mig eins og ég er,“ sagði Sara. CrossFit Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Sara fór í viðtal við Stylist Magazine á dögunum og blaðamaðurinn fékk þá íslensku CrossFit stjörnuna meðal annars til að koma með fjögur ráð fyrir konur til að njóta þess að vera sterkar og hvernig sé best að taka því fagnandi í stað þess að fela vöðvana. View this post on Instagram A post shared by @fittestpr Fyrsta ráð Söru var að hrósa öðrum konum. Hún segir það markmið sitt núna að hrósa öðrum eins mikið og hún getur því hún man vel eftir því hvað eitt hrós fyrir löngu síðan hafði góð áhrif á hana sjálfa. „Við horfum oft á vini okkar og hugsum fallega um þá og gerum ráð fyrir það að þeir viti það en í sannleika sagt þá gæti þín skoðun á þeim komið þeim mikið á óvart,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Annað ráðið hjá Söru var að hugsa meira um tæknina heldur en útlitið. Sara sagðist á árum áður hafa verið í jakka til að fela vöðvana. En svo sagði einn vinur minn við mig: Getur hún gert fimmtán armbeygjur? Sara segist nú hugsa meira um hvað líkaminn hennar getur en hvernig hann lítur út. „Af hverju ertu að fela styrkleika þína af því að þú passar ekki inn í einhvern kassa um það hvernig stelpa eigi að líta út,“ sagði Sara. Þriðja ráðið var að leyfa sér að lifa bæði sem kraftakona og sem kona sem mætir uppáklædd út á lífið. „Þú horfir á hana æfa, hún tekur vel á því, svitnar mikið og er ómáluð. Fólk kallar hana skepnu. Svo sérðu hana aðeins síðar sama dag og þá er hún komin í kjól og í hæla og ég elska að sjá konur gera bæði,“ sagði Sara. „Ég elska að sjá vöðvamiklar konur sem reyna ekki að fela það heldur taka því fagnandi og njóta þess að vera í þessum klassísku kvenmannsfötum,“ sagði Sara og hélt áfram: Sara segist hafa byrjað á fatahönnun sinni út frá slíkum pælingum. „Ég vildi klæðast einhverju sem leit vel út á mér en labba síðan að stönginni og rífa upp hundrað kíló,“ sagði Sara. Fjórða og síðasta ráðið frá Söru er að átta sig á því að líkamlega geta og andlegi þátturinn eru samtengd. „Styrkurinn frá réttstöðulyftunni hverfur ekki þegar þú gengur út úr lyftingasalnum. Að vita hvað skrokkurinn minn getur gert hefur áhrif á heildarhugarfar mitt,“ sagði Sara og hélt áfram: „Ég er ekki hrædd við að vera öðruvísi eða að gera mistök af því að ég hef lært að elska mig eins og ég er,“ sagði Sara.
CrossFit Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira