Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliði í samtali við Vísi. Hann segir að lögregla hafi óskað eftir aðstoð slökkviliðs vegna málanna tveggja.
Í tilviki eldsprengjunnar í Hafnarfirði segir varðstjóri að eldsprengjan hafi ekki náð að húsinu.
Hann segist ekki vita til þess hvort að málin tengjast átökum hópa í kjölfar árásarinnar á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur síðasta fimmtudagskvöld þar sem þrír særðust.
Í kjölfar árásarinnar hafa hótanir gengið milli manna og fréttir borist af notkun bensínsprengja og brotnum rúðum á heimilum manna sem tengjast hópunum og fjölskyldum þeirra.