Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 23. nóvember 2022 13:02 Stefna stjórnvalda í geðheilbrigðismálum er á þá leið að þverfagleg mönnun í geðheilbrigðisþjónustu eigi að vera í samræmi við þjónustuþörf á hverju þjónustustigi með tilliti til viðfangsefna. Við sem lifum og hrærumst í málefnum jaðarsettra hópa samfélagsins vitum sem er, að þar er víða pottur brotinn og stefna stjórnvalda eingöngu orðin tóm. Lítum fyrst til fangelsa landsins en þau geyma jú margt af okkar verst setta fólki. Þar er fólk sem glímir við hin ýmsu andlegu mein og kvilla auk fíknisjúkdóma í ofanálagt. Á árunum 2013 til 2019 leit geðlæknir ekki svo mikið sem inn í fangelsin og var því um kennt að ekki fékkst geðlæknir til starfans. Eftir margítrekaðar ákúrur frá Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með pyntingum, svokallaðri CPT-nefnd, gátu stjórnvöld ekki lengur hundsað vandann og sett var á fót geðheilsuteymi sem sinna átti afplánunarföngum í fangelsum landsins. Þetta voru mikil gleðitíðindi og ekki síst fyrir þær sakir að formaður teymisins, geðlæknirinn Sigurður Hektorsson, var mikill fagmaður sem ræktaði starfið af myndugleik og bar hag fanganna fyrir brjósti. Sigurður hefur sjálfur sagt að honum hafi komið á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar væru vistaðir í fangelsum landsins og að þeir skaðist eingöngu af vistinni. Auk Sigurðar er vönduð og fær manneskja í hverri stöðu í teyminu og á undanförnum árum höfum við séð mörg lítil kraftaverk í fangelsiskerfinu þar sem fólki tókst loksins að spyrna sér frá botninum og byrja að vinna í sjálfu sér með hjálp geðheilsuteymisins. Það var því mikið áfall þegar, ekki alls fyrir löngu, Sigurður Hektorsson ákvað að segja starfi sínu í teyminu lausu. Hann tekur við starfi hjá embætti Landlæknis þar sem hann mun vonandi halda áfram vinnu sinni við að bæta geðheilsu Íslendinga. Við sem eftir sitjum bíðum á milli vonar og ótta um að annar góður maður birtist. Óttinn er ekki að ástæðulausu. Við verðum að átta okkur á að ósakhæfir menn og menn í geðrofi eru vistaðir í fangelsum landsins þar sem þeim versnar daglega. Þeir eru í stöðugum agaviðurlögum og sæta einangrun uns þeim er loksins sleppt út á götu. Og þar byrjar ballið fyrir alvöru. Á meðan geðheilbrigðismál sátu á hakanum í fangelsum lengdist hinn alræmdi bannlisti Landlæknis yfir lyf sem ekki má veita í fangelsum og lengdist þannig að fangar fengu aldrei viðeigandi lyf, þrátt fyrir að vera með uppáskrift frá lækni. Þetta hafði í för með sér að agaviðurlögum fjölgaði gríðarlega, fangar héldust hvorki í starfi né námi, almenn kurteisi í garð samfanga og starfsfólks dvínaði og vanlíðan var mikil á meðal þeirra sem þjáðust af geðsjúkdómum en ekki síður meðal annarra fanga og fangavarða. Vaxandi áhyggjuefni er hjá okkur hversu margir koma aftur út í samfélagið algjörlega óvinnufærir og illa í stakk búnir til að takast á við lífið. Það eru nefnilega ekki bara lyf og greiningar sem skipta máli heldur einnig markviss endurhæfing og að fólk fái einhverja færni. Þannig skiptir máli að hafa iðjuþjálfa í fangelsunum en enginn slíkur starfar hjá Fangelsismálastofnun. Með virkni og endurhæfingu í fangelsunum bætist andleg heilsa og færni fólks og sem gerir það meira tilbúið aftur út í samfélagið og takast á við þá erfiðleika sem upp koma þá eins og að útvega sér þak yfir höfuðið og finna atvinnu. Raunar eru margir aðrir jaðarsettir hópar sem þyrftu einnig á þessari þjónustu að halda eins, til dæmis fólk með vímuefnaraskanir eða heimilislausir en það fólk er mjög oft í virkri vímuefnaneyslu líka. Best væri ef hægt væri að vera með geðheilsuteymi fyrir þann hóp í miðbænum, aðsetur þar sem fólk getur gengið inn af götunni. Starfsfólk annarra úrræða eins og hjá Reykjavíkurborg er mjög oft úrræðalaust og getur ekki vísað fólki í geðrofi í viðeigandi úrræði geta oft ekkert annað gert en að vera til staðar og biðja fólk um að þrauka. Slíkt úrræði í miðbænum yrði algjör bylting í geðheilbrigðisþjónustu fyrir heimilislausa og einnig fyrir fyrrverandi fanga enda á geðheilsuteymi fangelsanna strangt til tekið ekki að sinna þeim sem eru lausir úr afplánun, þrátt fyrir að teymið sjálft hafi tekið upp á því eftir að hafa séð hversu erfitt var fyrir fyrrverandi fanga að fá þjónustu eftir afplánun og að þeir hefðu ekki lengur aðgang að lyfjum sem teymið var þó búið að þróa með viðkomandi, bæði tegundir og magn. Geðheilsuteymi miðborgar fyrir heimilislausa og fyrrverandi fanga er málið. Þegar Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra tilkynnti um stofnun geðheilbrigðisteymisins á blaðamannafundi í lok árs 2019 féllu bókstaflega tár af hvarmi viðstaddra og hefur teymið síðan þá sýnt og sannað sig fyrir samfélaginu. Svandís handvaldi yfirmann teymisins og fékk þann besta sem hægt var að hugsa sér. Nú er vandinn sá að geðlæknar liggja ekki á lausu. Við hjá Afstöðu höfum sent fyrirspurnir út bæði til Noregs og Hollands þar sem mestu líkurnar eru að finna geðlækna eins þenkjandi eins og óskað er eftir en svarið sem kemur til baka er að launaumhverfið á Íslandi sé ekki samkeppnishæft og dæmi um að laun geðlækna séu helmingi hærri í áðurnefndum löndum. Við höfum því miklar áhyggjur af því að geðheilsuteymið muni á endanum vera lagt niður í núverandi mynd ef ekki finnst nýr geðlæknir til að taka við starfi Sigurðar. Það yrði til þess að fangar og fyrrverandi fangar missi aðgang sinn að geðlæknaþjónustu og við höldum hratt til fortíðar. Þetta er mjög stórt áhyggjuefni sem við ættum ekki að þurfa að vera hugsa um þegar árið 2023 fer að ganga í garð. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Stefna stjórnvalda í geðheilbrigðismálum er á þá leið að þverfagleg mönnun í geðheilbrigðisþjónustu eigi að vera í samræmi við þjónustuþörf á hverju þjónustustigi með tilliti til viðfangsefna. Við sem lifum og hrærumst í málefnum jaðarsettra hópa samfélagsins vitum sem er, að þar er víða pottur brotinn og stefna stjórnvalda eingöngu orðin tóm. Lítum fyrst til fangelsa landsins en þau geyma jú margt af okkar verst setta fólki. Þar er fólk sem glímir við hin ýmsu andlegu mein og kvilla auk fíknisjúkdóma í ofanálagt. Á árunum 2013 til 2019 leit geðlæknir ekki svo mikið sem inn í fangelsin og var því um kennt að ekki fékkst geðlæknir til starfans. Eftir margítrekaðar ákúrur frá Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með pyntingum, svokallaðri CPT-nefnd, gátu stjórnvöld ekki lengur hundsað vandann og sett var á fót geðheilsuteymi sem sinna átti afplánunarföngum í fangelsum landsins. Þetta voru mikil gleðitíðindi og ekki síst fyrir þær sakir að formaður teymisins, geðlæknirinn Sigurður Hektorsson, var mikill fagmaður sem ræktaði starfið af myndugleik og bar hag fanganna fyrir brjósti. Sigurður hefur sjálfur sagt að honum hafi komið á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar væru vistaðir í fangelsum landsins og að þeir skaðist eingöngu af vistinni. Auk Sigurðar er vönduð og fær manneskja í hverri stöðu í teyminu og á undanförnum árum höfum við séð mörg lítil kraftaverk í fangelsiskerfinu þar sem fólki tókst loksins að spyrna sér frá botninum og byrja að vinna í sjálfu sér með hjálp geðheilsuteymisins. Það var því mikið áfall þegar, ekki alls fyrir löngu, Sigurður Hektorsson ákvað að segja starfi sínu í teyminu lausu. Hann tekur við starfi hjá embætti Landlæknis þar sem hann mun vonandi halda áfram vinnu sinni við að bæta geðheilsu Íslendinga. Við sem eftir sitjum bíðum á milli vonar og ótta um að annar góður maður birtist. Óttinn er ekki að ástæðulausu. Við verðum að átta okkur á að ósakhæfir menn og menn í geðrofi eru vistaðir í fangelsum landsins þar sem þeim versnar daglega. Þeir eru í stöðugum agaviðurlögum og sæta einangrun uns þeim er loksins sleppt út á götu. Og þar byrjar ballið fyrir alvöru. Á meðan geðheilbrigðismál sátu á hakanum í fangelsum lengdist hinn alræmdi bannlisti Landlæknis yfir lyf sem ekki má veita í fangelsum og lengdist þannig að fangar fengu aldrei viðeigandi lyf, þrátt fyrir að vera með uppáskrift frá lækni. Þetta hafði í för með sér að agaviðurlögum fjölgaði gríðarlega, fangar héldust hvorki í starfi né námi, almenn kurteisi í garð samfanga og starfsfólks dvínaði og vanlíðan var mikil á meðal þeirra sem þjáðust af geðsjúkdómum en ekki síður meðal annarra fanga og fangavarða. Vaxandi áhyggjuefni er hjá okkur hversu margir koma aftur út í samfélagið algjörlega óvinnufærir og illa í stakk búnir til að takast á við lífið. Það eru nefnilega ekki bara lyf og greiningar sem skipta máli heldur einnig markviss endurhæfing og að fólk fái einhverja færni. Þannig skiptir máli að hafa iðjuþjálfa í fangelsunum en enginn slíkur starfar hjá Fangelsismálastofnun. Með virkni og endurhæfingu í fangelsunum bætist andleg heilsa og færni fólks og sem gerir það meira tilbúið aftur út í samfélagið og takast á við þá erfiðleika sem upp koma þá eins og að útvega sér þak yfir höfuðið og finna atvinnu. Raunar eru margir aðrir jaðarsettir hópar sem þyrftu einnig á þessari þjónustu að halda eins, til dæmis fólk með vímuefnaraskanir eða heimilislausir en það fólk er mjög oft í virkri vímuefnaneyslu líka. Best væri ef hægt væri að vera með geðheilsuteymi fyrir þann hóp í miðbænum, aðsetur þar sem fólk getur gengið inn af götunni. Starfsfólk annarra úrræða eins og hjá Reykjavíkurborg er mjög oft úrræðalaust og getur ekki vísað fólki í geðrofi í viðeigandi úrræði geta oft ekkert annað gert en að vera til staðar og biðja fólk um að þrauka. Slíkt úrræði í miðbænum yrði algjör bylting í geðheilbrigðisþjónustu fyrir heimilislausa og einnig fyrir fyrrverandi fanga enda á geðheilsuteymi fangelsanna strangt til tekið ekki að sinna þeim sem eru lausir úr afplánun, þrátt fyrir að teymið sjálft hafi tekið upp á því eftir að hafa séð hversu erfitt var fyrir fyrrverandi fanga að fá þjónustu eftir afplánun og að þeir hefðu ekki lengur aðgang að lyfjum sem teymið var þó búið að þróa með viðkomandi, bæði tegundir og magn. Geðheilsuteymi miðborgar fyrir heimilislausa og fyrrverandi fanga er málið. Þegar Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra tilkynnti um stofnun geðheilbrigðisteymisins á blaðamannafundi í lok árs 2019 féllu bókstaflega tár af hvarmi viðstaddra og hefur teymið síðan þá sýnt og sannað sig fyrir samfélaginu. Svandís handvaldi yfirmann teymisins og fékk þann besta sem hægt var að hugsa sér. Nú er vandinn sá að geðlæknar liggja ekki á lausu. Við hjá Afstöðu höfum sent fyrirspurnir út bæði til Noregs og Hollands þar sem mestu líkurnar eru að finna geðlækna eins þenkjandi eins og óskað er eftir en svarið sem kemur til baka er að launaumhverfið á Íslandi sé ekki samkeppnishæft og dæmi um að laun geðlækna séu helmingi hærri í áðurnefndum löndum. Við höfum því miklar áhyggjur af því að geðheilsuteymið muni á endanum vera lagt niður í núverandi mynd ef ekki finnst nýr geðlæknir til að taka við starfi Sigurðar. Það yrði til þess að fangar og fyrrverandi fangar missi aðgang sinn að geðlæknaþjónustu og við höldum hratt til fortíðar. Þetta er mjög stórt áhyggjuefni sem við ættum ekki að þurfa að vera hugsa um þegar árið 2023 fer að ganga í garð. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun