Aðdáendum Tinnabóka brugðið við breytta bókartitla Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 23:01 Jean Antoine Posocco staddur á útgáfuhófi Tinnabókanna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Vísir/Sigurjón Aðdáendum myndasagnanna um Tinna var brugðið þegar þeir ráku augun í nafnbreytingu tveggja Tinnabóka í íslenskri þýðingu. Útgefandi boðar breytta tíma og vonar að harðir aðdáendur taki breytingunum ekki of illa. Jean Antoine Posocco, útgefandi hjá Froski, hóf endurútgáfu Tinnabókanna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Bækurnar eru í nýrri þýðingu Anítu K. Jónsson og segir Jean nýju þýðinguna nútímalegri en þá eldri, enda hugmyndin að ná betur til yngri lesenda. Tinni og Tobbi fara ekki lengur í svaðilför til Surtseyjar.Facebook/Froskur Útgáfa Nýjar bækur eru komnar í prent fyrir jólabókaflóðið og nú tvær með nýjum titli: Svaðilför í Surtsey heyrir sögunni til. Í staðinn verður bókin kennd við Myrkey. Bókin um Skurðgoðið með skarð í eyra fær einnig nýjan titil og heitir nú „Ævintýri Tinna: Arumbaya-skurðgoðið.“ Jean segir að íslenska þýðingin, Svaðilför í Surtsey, hafi ávallt komið honum spánskt fyrir sjónir. Hann hafi þó lítið geta gert í því, þar til nú, enda er hann orðinn bókaútgefandi. Því hafi verið tilvalið að grípa til breytinga. „Í gamla titlinum er vísað í Surtsey sem allir Íslendingar sem þekkja sem eyju við íslenskar strandir, en sagan gerist í Skotalandi. Í orðinu er „surtur“ og „ey“ og ég skil það mjög vel. Það er gott að Þorsteinn í Fjölva hafi notað það á þeim tíma sem ákveðna markaðssetningu, en mér fannst tilvalið að breyta þessu núna. Þá kemst ég líka nær upprunalegri titlinum,“ segir Jean. Breytingin sé því aðeins stílbreyting í þeim skilningi. Vonar að hann eyðileggi ekki æsku aðdáenda „Sama með Skurðgoðið með skarð í eyra, mér fannst það of langur titill og breytti þessu eins og það er í dag. Mér finnst það vísa betur til sögu amerísks andrúmslofts sem ríkir í bókinni. Ég ákvað að fara mitt á milli og titillin Arumbaya-skurðgoðið er einnig til á þýsku,“ segir Jean. Skurðgoðið er ekki lengur með skarð í eyra, að minnsta kosti ekki í titli endurútgefinnar Tinnabókar.Facebook/Froskur Útgáfa Jean Antoine vonar að hann fari ekki að eyðileggja æsku neins, eins og hann orðar það, enda gömlu bækurnar til víðs vegar; á bókasöfnum og fjölmörgum heimilum. Breytingar veki eðli málsins samkvæmt alltaf upp blendnar tilfinningar, sér í lagi meðal harðra aðdáenda. „Það er alltaf erfitt fyrir þá sem eru búnir að þekkja eitthvað lengi að breyta til. En menn geta hugsað til þess að þessar bækur eru til enn þá, kannski á bókasöfnum eða heima hjá mörgum. Þá getur fólk virt fyrir sér gömlu kápurnar og hundsað mínar,“ segir hann glettinn og bætir við: „Fólk sem þekkir mig veit að það er von á hverju sem er frá mér – ef ég tek upp á einhverju.“ Jean kveðst vel skilja að einhverjum kunni að finnast nýju titlarnir út í hött eða jafnvel glataðir, enda hafi Tinnabækur fylgt Íslendingum í áratugi. Endurútgáfan sé þó hugsuð fyrir yngri kynslóðir og telur hann að titlarnir nýju muni vekja lukku. Ertu ekkert hræddur um að aðdáendur Tinnabókanna verði verulega ósáttir? „Jú, þeir fara örugglega að valta yfir mig á Facebook,“ segir hann og hlær. „Ég er ekki búinn með breytingarnar, það verða fleiri breytingar,“ bætir hann við en gefur ekkert upp að svo stöddu. Rætt var við Jean Posocco í tilefni af endurútgáfu Tinnabókanna í fréttum Stöðvar 2 fyrir tveimur árum síðan. Bókmenntir Menning Bókaútgáfa Tengdar fréttir Kolbeinn blótar enn í nýrri þýðingu Tinnabókanna Í dag er haldið upp á endurútgáfu fyrstu tveggja Tinnabókanna hjá útgáfufélaginu Froski. 14. febrúar 2020 20:10 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Jean Antoine Posocco, útgefandi hjá Froski, hóf endurútgáfu Tinnabókanna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Bækurnar eru í nýrri þýðingu Anítu K. Jónsson og segir Jean nýju þýðinguna nútímalegri en þá eldri, enda hugmyndin að ná betur til yngri lesenda. Tinni og Tobbi fara ekki lengur í svaðilför til Surtseyjar.Facebook/Froskur Útgáfa Nýjar bækur eru komnar í prent fyrir jólabókaflóðið og nú tvær með nýjum titli: Svaðilför í Surtsey heyrir sögunni til. Í staðinn verður bókin kennd við Myrkey. Bókin um Skurðgoðið með skarð í eyra fær einnig nýjan titil og heitir nú „Ævintýri Tinna: Arumbaya-skurðgoðið.“ Jean segir að íslenska þýðingin, Svaðilför í Surtsey, hafi ávallt komið honum spánskt fyrir sjónir. Hann hafi þó lítið geta gert í því, þar til nú, enda er hann orðinn bókaútgefandi. Því hafi verið tilvalið að grípa til breytinga. „Í gamla titlinum er vísað í Surtsey sem allir Íslendingar sem þekkja sem eyju við íslenskar strandir, en sagan gerist í Skotalandi. Í orðinu er „surtur“ og „ey“ og ég skil það mjög vel. Það er gott að Þorsteinn í Fjölva hafi notað það á þeim tíma sem ákveðna markaðssetningu, en mér fannst tilvalið að breyta þessu núna. Þá kemst ég líka nær upprunalegri titlinum,“ segir Jean. Breytingin sé því aðeins stílbreyting í þeim skilningi. Vonar að hann eyðileggi ekki æsku aðdáenda „Sama með Skurðgoðið með skarð í eyra, mér fannst það of langur titill og breytti þessu eins og það er í dag. Mér finnst það vísa betur til sögu amerísks andrúmslofts sem ríkir í bókinni. Ég ákvað að fara mitt á milli og titillin Arumbaya-skurðgoðið er einnig til á þýsku,“ segir Jean. Skurðgoðið er ekki lengur með skarð í eyra, að minnsta kosti ekki í titli endurútgefinnar Tinnabókar.Facebook/Froskur Útgáfa Jean Antoine vonar að hann fari ekki að eyðileggja æsku neins, eins og hann orðar það, enda gömlu bækurnar til víðs vegar; á bókasöfnum og fjölmörgum heimilum. Breytingar veki eðli málsins samkvæmt alltaf upp blendnar tilfinningar, sér í lagi meðal harðra aðdáenda. „Það er alltaf erfitt fyrir þá sem eru búnir að þekkja eitthvað lengi að breyta til. En menn geta hugsað til þess að þessar bækur eru til enn þá, kannski á bókasöfnum eða heima hjá mörgum. Þá getur fólk virt fyrir sér gömlu kápurnar og hundsað mínar,“ segir hann glettinn og bætir við: „Fólk sem þekkir mig veit að það er von á hverju sem er frá mér – ef ég tek upp á einhverju.“ Jean kveðst vel skilja að einhverjum kunni að finnast nýju titlarnir út í hött eða jafnvel glataðir, enda hafi Tinnabækur fylgt Íslendingum í áratugi. Endurútgáfan sé þó hugsuð fyrir yngri kynslóðir og telur hann að titlarnir nýju muni vekja lukku. Ertu ekkert hræddur um að aðdáendur Tinnabókanna verði verulega ósáttir? „Jú, þeir fara örugglega að valta yfir mig á Facebook,“ segir hann og hlær. „Ég er ekki búinn með breytingarnar, það verða fleiri breytingar,“ bætir hann við en gefur ekkert upp að svo stöddu. Rætt var við Jean Posocco í tilefni af endurútgáfu Tinnabókanna í fréttum Stöðvar 2 fyrir tveimur árum síðan.
Bókmenntir Menning Bókaútgáfa Tengdar fréttir Kolbeinn blótar enn í nýrri þýðingu Tinnabókanna Í dag er haldið upp á endurútgáfu fyrstu tveggja Tinnabókanna hjá útgáfufélaginu Froski. 14. febrúar 2020 20:10 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Kolbeinn blótar enn í nýrri þýðingu Tinnabókanna Í dag er haldið upp á endurútgáfu fyrstu tveggja Tinnabókanna hjá útgáfufélaginu Froski. 14. febrúar 2020 20:10