Skýrslan stendur óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 12:00 Bankasýslan hefur gagnrýnt skýrslu ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir að skýrsla hennar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka standi óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslu ríkisins og annarra. Tekið hafi verið tillit til atriða sem Bankasýslan gerði athugasemdir við í umsagnarferli skýrslunnar. Bankasýslan birti tugi blaðsíðna af athugasemdum við skýrslu ríkisendurskoðunar í síðustu viku. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, sakaði ríkisendurskoðun meðal annars um að skorta þekkingu og mannskap til þess að taka slíka skýrslu saman en Lárus Blöndal, formaður stjórnar bankasýslunnar, sagði stofnunina gera úlfalda úr mýflugu með gagnrýni sinni á söluferlið. Í yfirlýsingu sem ríkisendurskoðun sendi frá sér í dag segir að við vinnslu og umsagnarferli skýrslunnar hafi upplýsingar og athugasemdir sem komu fram af hálfu Bankasýslu ríkisins verið hafðar til hliðsjónar og tillit tekið til atriða sem embættinu þótti eiga rétt á sér og vörðuðu efni skýrslunnar og afmörkun hennar. „Skýrslan stendur því óhögguð þrátt fyrir þá greinargerð sem Bankasýslan birti 16. nóvember sl. og þær athugasemdir sem stofnunin hefur kosið að gera að umfjöllunarefni eftir birtingu hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar ríkisendurskoðun einnig til þess að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi sagt að engin ástæða væri til að draga í efa hæfni eða færni stofnunarinnar til þess að fjalla um málið þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Enginn misskilningur um þátt Excel-skjals Þá segist ríkisendurskoðun hafna aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnu embættisins. Meðal annars hafi verið fullyrt að umfjöllun hennar um tilboðabók söluferlisins hafi byggst á misskilningi en það væri rangt. Í skýrslu ríkisendurskoðunar komi fram að svör Bankasýslu ríkisins til bæði embættisins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í maí hafi byggt á Excel-skjali sem innihélt marga annmarka en ekki uppfærðri og villulausri útgáfu þess. „Bankasýslan áttaði sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í umsagnarferli úttektarinnar í október sl. Gögn málsins sýna svo ekki verður um villst að Bankasýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki að fullu meðvituð um rauneftirspurn fjárfesta þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn misskilning af hálfu Ríkisendurskoðunar að ræða,“ segir í yfirlýsingunni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Bankasýslan birti tugi blaðsíðna af athugasemdum við skýrslu ríkisendurskoðunar í síðustu viku. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, sakaði ríkisendurskoðun meðal annars um að skorta þekkingu og mannskap til þess að taka slíka skýrslu saman en Lárus Blöndal, formaður stjórnar bankasýslunnar, sagði stofnunina gera úlfalda úr mýflugu með gagnrýni sinni á söluferlið. Í yfirlýsingu sem ríkisendurskoðun sendi frá sér í dag segir að við vinnslu og umsagnarferli skýrslunnar hafi upplýsingar og athugasemdir sem komu fram af hálfu Bankasýslu ríkisins verið hafðar til hliðsjónar og tillit tekið til atriða sem embættinu þótti eiga rétt á sér og vörðuðu efni skýrslunnar og afmörkun hennar. „Skýrslan stendur því óhögguð þrátt fyrir þá greinargerð sem Bankasýslan birti 16. nóvember sl. og þær athugasemdir sem stofnunin hefur kosið að gera að umfjöllunarefni eftir birtingu hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar ríkisendurskoðun einnig til þess að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi sagt að engin ástæða væri til að draga í efa hæfni eða færni stofnunarinnar til þess að fjalla um málið þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Enginn misskilningur um þátt Excel-skjals Þá segist ríkisendurskoðun hafna aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnu embættisins. Meðal annars hafi verið fullyrt að umfjöllun hennar um tilboðabók söluferlisins hafi byggst á misskilningi en það væri rangt. Í skýrslu ríkisendurskoðunar komi fram að svör Bankasýslu ríkisins til bæði embættisins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í maí hafi byggt á Excel-skjali sem innihélt marga annmarka en ekki uppfærðri og villulausri útgáfu þess. „Bankasýslan áttaði sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í umsagnarferli úttektarinnar í október sl. Gögn málsins sýna svo ekki verður um villst að Bankasýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki að fullu meðvituð um rauneftirspurn fjárfesta þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn misskilning af hálfu Ríkisendurskoðunar að ræða,“ segir í yfirlýsingunni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30