Píratar 10 ára: áratugur öðruvísi stjórnmála Halldóra Mogensen skrifar 24. nóvember 2022 17:00 Píratar eru 10 ára og við erum komin til að vera. Við berjumst ekki gegn, við viljum ekki rífa niður. Við berjumst fyrir, byggjum upp og bjóðum fram lausnir. Við erum breiðfylking ungs fólks, fylking samfélags fyrir alla, umbótaafl í stjórnmálum, aðhald gegn spillingu – og við höfum mótað okkur sess sem ein af grunnstoðum íslenskra stjórnmála. Pælum aðeins í því. Það eru tíu ár síðan Píratar byrjuðu að beita sér fyrir uppfærðri stjórnmálamenningu, aðhaldi með valdi, gagnsæi, gagnrýnni hugsun og lýðræði. Á þessum tíu árum höfum við náð raunverulegum árangri. Hægt og bítandi höfum við sýnt og sannað að Píratar séu afl heiðarleikans. Afl sem er keyrt áfram af venjulegu fólki sem vill bara skapa lýðræðislegt og heilbrigt samfélag þar sem allir fá tækifæri til að dafna og lifa lífinu á sínum forsendum. Baráttan fyrir gagnsæi og réttlæti Við höfum lagt mikla áherslu á gagnsæi og baráttuna gegn spillingu, því lýðræðið verður aldrei heilbrigt án þess að við séum viss um að við séum öll að leika eftir sömu leikreglum. Við spyrjum spurninga, köllum eftir svörum og bendum á þegar keisarinn er nakinn, því lýðræðið getur ekki þrifist í þögninni, myrkrinu og meðvirkninni. Við þekkjum það allt of vel hvernig það er ganga upp í móti í baráttunni fyrir réttlætismálum. Við þekkjum líka viðbrögðin við aðhaldinu sem Píratar standa fyrir. Þau eru oftast harkaleg. Það er talað niður til okkar og við erum sökuð um að vita ekkert og skilja ekkert. Svo virðist sem allt megi í íslenskum stjórnmálum annað en að raunverulega skoða málin ofan í kjölinn. Það má segja að þetta sé hin sannkallaða festa íslenskra stjórnmála. Yfirlæti og hortugheit. Sendiboðinn skotinn, málum þvælt og almenningur svo skammaður fyrir að láta ekki bjóða sér óréttlætið og sjálftökuna. Píratar neita að taka þátt í þessu, því þetta er ömurleg pólitík. Píratar snúast um lýðræði Hvað er að vera Pírati? Ég velti þessu oft fyrir mér. Það er gott að taka stundum smá stund og skoða eigin verk og hugsanir. Píratar voru stofnaðir til þess að innleiða virkt lýðræði á Íslandi. Grunnstefna flokksins hvílir á lýðræði og það hefur haft áhrif á öll vinnubrögð Pírata frá upphafi. En lýðræði er ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Lýðræði er líka nálgun á stjórnmál. Nálgun sem leggur áherslu á fólkið – hugmyndir þess, velferð og valdeflingu – og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans. Og ég held að þetta sé einmitt kjarninn, það sem skiptir mestu máli: okkur þykir vænt um fólk. Það er fátt betra leiðarljós í þessari vinnu en einmitt það að þykja vænt um fólk og samfélagið sem við öll deilum. Píratar sjá möguleikann á samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að dafna á eigin forsendum. Samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. Hugrekkið til að spyrja óþægilegra spurninga Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfum við að sýna hugrekki og horfast í augu við ákveðnar grundvallarspurningar um gagnsemi þeirra kerfa sem við höfum sniðið okkur. Eru þau raunverulega að þjóna heildinni? Við þurfum nefnilega að byrja að takast á við rót vandamálanna í stað þess að plástra mein sem eru inngróin og kerfislæg. Pólitíkina skortir nauðsynlegt hugrekki, framsýni og heildræna nálgun til að takast á við þær risastóru samfélagsbreytingar sem eru þegar hafnar. Áskoranirnar og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir krefjast samvinnu og nýsköpunar, krefjast þess að við höfum öll efnahagslegt frelsi til þátttöku í samfélaginu. Frelsi til þess að nýta sköpunarkraftinn okkar og þora að gera tilraunir með allt sem þær hröðu samfélags- og tæknibreytingar sem við erum að ganga í gegnum bjóða upp á. Samtakamátturinn er lykillinn að getu okkar til að leysa risastóru verkefnin framundan. Verkefni stjórnmálanna er því fyrst og fremst að skapa aðstæður sem gerir fólki kleift að dafna. Lýðræðið er ekki sjálfsagt Það er ekki sjálfsagt í stjórnmálum að leiðarstefið sé gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun og upplýstar ákvarðanir. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálamenn byggi ákvarðanir sínar á gögnum og rökræðu en ekki sérhagsmunum. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að á þingi sé flokkur sem trúir á mikilvægi lýðræðis og valddreifingar, flokkur sem trúir því að fólk eigi að fá að hafa áhrif á ákvarðanir sem hafa áhrif á líf þess. Píratar eru hins vegar sá flokkur. Kæru Píratar, innan flokks sem utan – innilega til hamingju með tíu ára afmælið. Takk fyrir að standa saman vörð um lýðræðið, tjáningarfrelsið og sköpunargleðina gegnum súrt og sætt. Það skiptir nefnilega máli, og það er ekki sjálfsagt. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Píratar eru 10 ára og við erum komin til að vera. Við berjumst ekki gegn, við viljum ekki rífa niður. Við berjumst fyrir, byggjum upp og bjóðum fram lausnir. Við erum breiðfylking ungs fólks, fylking samfélags fyrir alla, umbótaafl í stjórnmálum, aðhald gegn spillingu – og við höfum mótað okkur sess sem ein af grunnstoðum íslenskra stjórnmála. Pælum aðeins í því. Það eru tíu ár síðan Píratar byrjuðu að beita sér fyrir uppfærðri stjórnmálamenningu, aðhaldi með valdi, gagnsæi, gagnrýnni hugsun og lýðræði. Á þessum tíu árum höfum við náð raunverulegum árangri. Hægt og bítandi höfum við sýnt og sannað að Píratar séu afl heiðarleikans. Afl sem er keyrt áfram af venjulegu fólki sem vill bara skapa lýðræðislegt og heilbrigt samfélag þar sem allir fá tækifæri til að dafna og lifa lífinu á sínum forsendum. Baráttan fyrir gagnsæi og réttlæti Við höfum lagt mikla áherslu á gagnsæi og baráttuna gegn spillingu, því lýðræðið verður aldrei heilbrigt án þess að við séum viss um að við séum öll að leika eftir sömu leikreglum. Við spyrjum spurninga, köllum eftir svörum og bendum á þegar keisarinn er nakinn, því lýðræðið getur ekki þrifist í þögninni, myrkrinu og meðvirkninni. Við þekkjum það allt of vel hvernig það er ganga upp í móti í baráttunni fyrir réttlætismálum. Við þekkjum líka viðbrögðin við aðhaldinu sem Píratar standa fyrir. Þau eru oftast harkaleg. Það er talað niður til okkar og við erum sökuð um að vita ekkert og skilja ekkert. Svo virðist sem allt megi í íslenskum stjórnmálum annað en að raunverulega skoða málin ofan í kjölinn. Það má segja að þetta sé hin sannkallaða festa íslenskra stjórnmála. Yfirlæti og hortugheit. Sendiboðinn skotinn, málum þvælt og almenningur svo skammaður fyrir að láta ekki bjóða sér óréttlætið og sjálftökuna. Píratar neita að taka þátt í þessu, því þetta er ömurleg pólitík. Píratar snúast um lýðræði Hvað er að vera Pírati? Ég velti þessu oft fyrir mér. Það er gott að taka stundum smá stund og skoða eigin verk og hugsanir. Píratar voru stofnaðir til þess að innleiða virkt lýðræði á Íslandi. Grunnstefna flokksins hvílir á lýðræði og það hefur haft áhrif á öll vinnubrögð Pírata frá upphafi. En lýðræði er ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Lýðræði er líka nálgun á stjórnmál. Nálgun sem leggur áherslu á fólkið – hugmyndir þess, velferð og valdeflingu – og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans. Og ég held að þetta sé einmitt kjarninn, það sem skiptir mestu máli: okkur þykir vænt um fólk. Það er fátt betra leiðarljós í þessari vinnu en einmitt það að þykja vænt um fólk og samfélagið sem við öll deilum. Píratar sjá möguleikann á samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að dafna á eigin forsendum. Samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. Hugrekkið til að spyrja óþægilegra spurninga Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfum við að sýna hugrekki og horfast í augu við ákveðnar grundvallarspurningar um gagnsemi þeirra kerfa sem við höfum sniðið okkur. Eru þau raunverulega að þjóna heildinni? Við þurfum nefnilega að byrja að takast á við rót vandamálanna í stað þess að plástra mein sem eru inngróin og kerfislæg. Pólitíkina skortir nauðsynlegt hugrekki, framsýni og heildræna nálgun til að takast á við þær risastóru samfélagsbreytingar sem eru þegar hafnar. Áskoranirnar og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir krefjast samvinnu og nýsköpunar, krefjast þess að við höfum öll efnahagslegt frelsi til þátttöku í samfélaginu. Frelsi til þess að nýta sköpunarkraftinn okkar og þora að gera tilraunir með allt sem þær hröðu samfélags- og tæknibreytingar sem við erum að ganga í gegnum bjóða upp á. Samtakamátturinn er lykillinn að getu okkar til að leysa risastóru verkefnin framundan. Verkefni stjórnmálanna er því fyrst og fremst að skapa aðstæður sem gerir fólki kleift að dafna. Lýðræðið er ekki sjálfsagt Það er ekki sjálfsagt í stjórnmálum að leiðarstefið sé gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun og upplýstar ákvarðanir. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálamenn byggi ákvarðanir sínar á gögnum og rökræðu en ekki sérhagsmunum. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að á þingi sé flokkur sem trúir á mikilvægi lýðræðis og valddreifingar, flokkur sem trúir því að fólk eigi að fá að hafa áhrif á ákvarðanir sem hafa áhrif á líf þess. Píratar eru hins vegar sá flokkur. Kæru Píratar, innan flokks sem utan – innilega til hamingju með tíu ára afmælið. Takk fyrir að standa saman vörð um lýðræðið, tjáningarfrelsið og sköpunargleðina gegnum súrt og sætt. Það skiptir nefnilega máli, og það er ekki sjálfsagt. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun