Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Snorri Másson skrifar 25. nóvember 2022 12:00 Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Komið hefur fram að lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárasarinnar í Bankastræti sem varð í liðinni viku. Í kjölfarið hefur borið á hótunum um hefndaraðgerðir og þær hafa raungerst í nokkrum tilvikum eins og með bensínsprengjum sem varpað hefur verið inn í hús. Í fjölda mistrúverðugra skilaboða sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum í vikunni hefur verið rætt um að mikil átök vofi yfir í miðbænum um helgina, sem hefur orðið mörgum tilefni til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í bæinn um helgina. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir þessi skilaboð en segir þó að lögreglan sé tilbúin í helgina. „Við verðum með aukinn viðbúnað og svo náttúrulega bara hefðbundna vakt og ég tel mjög ólíklegt að það verði eitthvað um að vera,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Rafn Hilmar telur að umræðan hafi undið upp á sig í tengslum við umrædd skjáskot af skilaboðum á samfélagsmiðlum. „Það hafa verið að ganga á milli þessi skilaboð og mér finnst svona pínulítið búið að hefja þetta upp,“ segir Rafn Hilmar. Þrátt fyrir að skilaboðin á samfélagsmiðlum séu ekki það sem lögreglan byggir sín viðbrögð alfarið á, eru hótanir á milli manna til skoðunar sem ástæða þykir til að taka alvarlega. Lögreglan verður um helgina með þannig aukinn viðbúnað að það mun ekki fara fram hjá neinum sem leggur leið sína niður í miðbæ. Hver væru skilaboðin um helgina? „Það er bara að halda áfram að lifa sínu lífi og ef fólk vill fara í miðbæinn, þá bara mæta með góða skapið og ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Rafn Hilmar. Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Komið hefur fram að lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárasarinnar í Bankastræti sem varð í liðinni viku. Í kjölfarið hefur borið á hótunum um hefndaraðgerðir og þær hafa raungerst í nokkrum tilvikum eins og með bensínsprengjum sem varpað hefur verið inn í hús. Í fjölda mistrúverðugra skilaboða sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum í vikunni hefur verið rætt um að mikil átök vofi yfir í miðbænum um helgina, sem hefur orðið mörgum tilefni til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í bæinn um helgina. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir þessi skilaboð en segir þó að lögreglan sé tilbúin í helgina. „Við verðum með aukinn viðbúnað og svo náttúrulega bara hefðbundna vakt og ég tel mjög ólíklegt að það verði eitthvað um að vera,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Rafn Hilmar telur að umræðan hafi undið upp á sig í tengslum við umrædd skjáskot af skilaboðum á samfélagsmiðlum. „Það hafa verið að ganga á milli þessi skilaboð og mér finnst svona pínulítið búið að hefja þetta upp,“ segir Rafn Hilmar. Þrátt fyrir að skilaboðin á samfélagsmiðlum séu ekki það sem lögreglan byggir sín viðbrögð alfarið á, eru hótanir á milli manna til skoðunar sem ástæða þykir til að taka alvarlega. Lögreglan verður um helgina með þannig aukinn viðbúnað að það mun ekki fara fram hjá neinum sem leggur leið sína niður í miðbæ. Hver væru skilaboðin um helgina? „Það er bara að halda áfram að lifa sínu lífi og ef fólk vill fara í miðbæinn, þá bara mæta með góða skapið og ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Rafn Hilmar.
Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira