Fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2022 12:21 Hátíðin fer fram í Hvolnum á Hvolsvelli í dag frá klukkan 14:00 til 16:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verður haldin fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu Hvolnum þar sem íbúar frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum í gegnum söng, dans og matarsmakk . Einnig munu íslensk ungmenni kynna sína menningu, siði og hefðir fyrir gestum og bjóða upp á hangikjöt og lifrarpylsu. Í Rangárþingi eystra býr hópur fólks af erlendum uppruna frá ýmsum löndum. Af þeirri ástæðu var ákveðið að efna til fjölmenningarhátíðar í dag frá tvö til fjögur í Hvolnum. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins er eina af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er hátíð, sem að spratt upp af grasrótinni hérna því við erum svo vel í sveit sett að það búa heilmörg þjóðbrot, eða fólk af erlendu bergi brotnu og það var fólk hérna frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal, sem tók sig saman og vildi endilega fá að kynna sína menningu fyrir íslenskum íbúum, sem og öðrum íbúum og á móti ætla íslenska ungmenni að kynna okkar íslenska hefðir fyrir erlenda fólkinu okkar,” segir Árný Lára. Þetta hljómar mjög spennandi og skemmtilegt hjá ykkur eða hvað? „Já, þetta verður alveg frábært. Það verða bæði söngatriði, smá ávörp og svo að sjálfsögðu verður hægt að smakka eitthvað góðgæti og einmitt frá okkur hérna, SS ætlar að gefa hangikjöt og lifrapylsu og eitthvað ægilega þjóðlegt. Svo ætla náttúrulega fólkið, sem er að halda þetta frá þessum löndum eitthvað ægilega gott góðmeti frá sér, þannig að ég hlakka mikið til að mæta.” Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á hátíðinni.Aðsend Árný Lára segist ekki vera alveg viss hvað mörg þjóðerni búi í Rangárþingi eystra en að þau séu mjög mörg. „Ég á son hér í öðrum bekk og þar eru 19 krakkar og þar eru 7 þjóðerni. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil fjölmenning hérna hjá okkur.” Árný Lára segir alla velkomna í Hvolinn í dag frá tvö til fjögur. „Og bara allir að mætta, það er ekki langt til okkar frá Reykjavík til dæmis.” Rangárþing eystra Menning Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í Rangárþingi eystra býr hópur fólks af erlendum uppruna frá ýmsum löndum. Af þeirri ástæðu var ákveðið að efna til fjölmenningarhátíðar í dag frá tvö til fjögur í Hvolnum. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins er eina af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er hátíð, sem að spratt upp af grasrótinni hérna því við erum svo vel í sveit sett að það búa heilmörg þjóðbrot, eða fólk af erlendu bergi brotnu og það var fólk hérna frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal, sem tók sig saman og vildi endilega fá að kynna sína menningu fyrir íslenskum íbúum, sem og öðrum íbúum og á móti ætla íslenska ungmenni að kynna okkar íslenska hefðir fyrir erlenda fólkinu okkar,” segir Árný Lára. Þetta hljómar mjög spennandi og skemmtilegt hjá ykkur eða hvað? „Já, þetta verður alveg frábært. Það verða bæði söngatriði, smá ávörp og svo að sjálfsögðu verður hægt að smakka eitthvað góðgæti og einmitt frá okkur hérna, SS ætlar að gefa hangikjöt og lifrapylsu og eitthvað ægilega þjóðlegt. Svo ætla náttúrulega fólkið, sem er að halda þetta frá þessum löndum eitthvað ægilega gott góðmeti frá sér, þannig að ég hlakka mikið til að mæta.” Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á hátíðinni.Aðsend Árný Lára segist ekki vera alveg viss hvað mörg þjóðerni búi í Rangárþingi eystra en að þau séu mjög mörg. „Ég á son hér í öðrum bekk og þar eru 19 krakkar og þar eru 7 þjóðerni. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil fjölmenning hérna hjá okkur.” Árný Lára segir alla velkomna í Hvolinn í dag frá tvö til fjögur. „Og bara allir að mætta, það er ekki langt til okkar frá Reykjavík til dæmis.”
Rangárþing eystra Menning Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira