Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 16:01 Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Ofbeldi beinist fremur að minnihlutahópum samfélagsins og í nánum samböndum, í samskiptum þar sem valdaójafnvægi er til staðar og misbeiting valds á sér stað. Vandinn er kynbundinn vegna þess að konur eru í meirihluta beittar ofbeldi og karlar eru í meirihluta þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi og afleiðingar þess er samfélagsmein sem ber að taka alvarlega og kemur öllum við. Öll tilheyrum við samfélögum, allt frá fjölskyldum, vinnustöðum og nærumhverfi, til alheimssamfélagsins. Samfélagið er kerfi með mörgum undirkerfum og hvert kerfi hefur viðmið um þá hegðun sem horft er framhjá, umborin eða samþykkt. Ef við veljum að líta undan í stað þess að horfast í augu við vandann erum við að styðja við ríkjandi ástand á útbreiddu samfélagsmeini. Sem samfélag verðum við að skilja áhrif ofbeldis og áfalla og vera meðvituð um að við höfum val á að hafna ofbeldi. Þegar við sameinumst í eitt og gerum okkur grein fyrir þeim mætti sem býr í samstöðunni, sendum við skýr skilaboð til gerenda um að ofbeldi verði ekki liðið og hafi raunverulegar afleiðingar. Þar með leggjum við ábyrgðina á þann sem velur að beita ofbeldi og veitum þolendum öruggara rými til þess að segja frá og leita sér aðstoðar. Ofbeldi þrífst í þögn og að lítið sé gert úr því. Sár á líkama geta skilið eftir sig ör sem aldrei hverfa að fullu og það sama á við um tilfinningalegar og sálfélagslegar afleiðingar ofbeldis. Í samtakamættinum yfirstígum við ekki allan vanda en við sköpum rými þar sem afleiðingar ofbeldis eru viðurkenndar og varða alla í stað þess að þolendur beri þær einir. Ísland er ekki stórt land á heimsmælikvarða og smæðin hefur bæði sína kosti og galla. Í kostunum felast meðal annars nálægðin við náungann og styttri boðleiðir. Starfsemi Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar og Kvennaathvarfsins á Akureyri nýtur góðs af hvoru tveggja. Samtök um kvennaathvarf reka athvarf á Akureyri fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð sem gegnir því hlutverki að samhæfa þjónustu og úrræði fyrir þolendur á einum stað og stuðla að þverfaglegri samvinnu með því að búa til samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka, á forsendum þolenda. Næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 16:30 ætlum við að sýna í verki samtakamátt samfélagsins og ganga saman ljósagöngu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbbar Akureyrar og Þórunnar hyrnu sem lagt hafa sitt af mörkum í að styðja við og styrkja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Nemendafélög Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri verða þar í fararbroddi sem er ákaflega táknrænt þar sem Bjarmahlíð hefur nú opnað dyrnar fyrir ungmenni frá 16 ára aldri. Úrræðið er samþætt móttöku, fræðslu- og stuðningsúrræði fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri vegna ofbeldis. Þjónustuaukningin er unnin í samtali við Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og aðra sem koma að þjónustu við ungmenni á svæðinu. Í forgrunni starfsins er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og áhersla lögð á merkingarbæra þátttöku ungmennanna sjálfra. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Ofbeldi beinist fremur að minnihlutahópum samfélagsins og í nánum samböndum, í samskiptum þar sem valdaójafnvægi er til staðar og misbeiting valds á sér stað. Vandinn er kynbundinn vegna þess að konur eru í meirihluta beittar ofbeldi og karlar eru í meirihluta þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi og afleiðingar þess er samfélagsmein sem ber að taka alvarlega og kemur öllum við. Öll tilheyrum við samfélögum, allt frá fjölskyldum, vinnustöðum og nærumhverfi, til alheimssamfélagsins. Samfélagið er kerfi með mörgum undirkerfum og hvert kerfi hefur viðmið um þá hegðun sem horft er framhjá, umborin eða samþykkt. Ef við veljum að líta undan í stað þess að horfast í augu við vandann erum við að styðja við ríkjandi ástand á útbreiddu samfélagsmeini. Sem samfélag verðum við að skilja áhrif ofbeldis og áfalla og vera meðvituð um að við höfum val á að hafna ofbeldi. Þegar við sameinumst í eitt og gerum okkur grein fyrir þeim mætti sem býr í samstöðunni, sendum við skýr skilaboð til gerenda um að ofbeldi verði ekki liðið og hafi raunverulegar afleiðingar. Þar með leggjum við ábyrgðina á þann sem velur að beita ofbeldi og veitum þolendum öruggara rými til þess að segja frá og leita sér aðstoðar. Ofbeldi þrífst í þögn og að lítið sé gert úr því. Sár á líkama geta skilið eftir sig ör sem aldrei hverfa að fullu og það sama á við um tilfinningalegar og sálfélagslegar afleiðingar ofbeldis. Í samtakamættinum yfirstígum við ekki allan vanda en við sköpum rými þar sem afleiðingar ofbeldis eru viðurkenndar og varða alla í stað þess að þolendur beri þær einir. Ísland er ekki stórt land á heimsmælikvarða og smæðin hefur bæði sína kosti og galla. Í kostunum felast meðal annars nálægðin við náungann og styttri boðleiðir. Starfsemi Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar og Kvennaathvarfsins á Akureyri nýtur góðs af hvoru tveggja. Samtök um kvennaathvarf reka athvarf á Akureyri fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð sem gegnir því hlutverki að samhæfa þjónustu og úrræði fyrir þolendur á einum stað og stuðla að þverfaglegri samvinnu með því að búa til samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka, á forsendum þolenda. Næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 16:30 ætlum við að sýna í verki samtakamátt samfélagsins og ganga saman ljósagöngu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbbar Akureyrar og Þórunnar hyrnu sem lagt hafa sitt af mörkum í að styðja við og styrkja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Nemendafélög Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri verða þar í fararbroddi sem er ákaflega táknrænt þar sem Bjarmahlíð hefur nú opnað dyrnar fyrir ungmenni frá 16 ára aldri. Úrræðið er samþætt móttöku, fræðslu- og stuðningsúrræði fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri vegna ofbeldis. Þjónustuaukningin er unnin í samtali við Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og aðra sem koma að þjónustu við ungmenni á svæðinu. Í forgrunni starfsins er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og áhersla lögð á merkingarbæra þátttöku ungmennanna sjálfra. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun