Fjárlög ekki auðveldað kjaraviðræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2022 13:28 Kristrún segir ríkisstjórnina ekki hafa skapað gott umhverfi fyrir kjaraviðræður. Vísir Formaður Samfylkingarinnar segir ummæli seðlabankastjóra og annarra valdamanna um stöðu almennings í landinu hafa farið illa í fólk, enda erfiðir tímar hjá mörgum Íslendingum. Rikisstjórnin hafi ekki auðveldað umhverfið fyrir kjaraviðræður. Seðlabankinn hækkaði í liðinni viku stýrivexti úr 5,75 prósentum upp í sex prósent. Hækkunin fór illa í forystufólk verkalýðshreyfinganna og VR sleit í kjölfarið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá hefur umræða um neyslugleði Íslendinga á fundi Peningastefnundnefndar verið harðlega gagnrýnd, til dæmis ummæli seðlabankastjóra ð tíðar myndir Íslendinga á tenerife í haust væri merki um kröftuga einkaneyslu. „Óháð ákvörðuninni per se þá held ég að skipti máli að fólk sem er í svona stöðu eins og seðlabankastjóri átti sig á viðkvæmni stöðunnar sem uppi er. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mjög marga á Íslandi og ég held að sá boðskapur sem var sendur út af sumum af þessum vaxtaákvarðanafundur um að fólk væri bara að hafa gott og gaman og væri á Tene, væru ekki til þess fallinn að auka stemninguna í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ónærgætin ummæli á fundum Peningastefnunefndar hafi frekar farið fyrir brjóstið á fólki en vaxahækkunin sjálf. Ríkisstjórnin beri ábyrgð að einhverju leiti en fjárlög hafi að hennar mati ekki verið hjápleg í kjaraviðræðum. „Þar erum við ekki að sjá neina aðstoð við þessa hópa sem er núna verið að kalla eftir að sé stutt við. Það er verið að ráðast í almennar gjalddskrárhækkanir, það er ekki snert við tekjustofnum þar sem mikið svigrúm er til staðar. Vaxtabætur standa í stað, barnabætur standa í stað. Uppleggið fyrir haustið var ekki gott,“ segir Kristrún. Viðskiptaráðherra segist skilja aðgerðir Seðlabankans en tekur undir að ákveðin ummæli hafi verið ónærgætin. Rétt sé að vaxtahækkanir komi mest niður á lágtekjuhópum og ungum. Hins vegar sé ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg. „Bara Covid-aðgerðir eru 480 milljarðar. Ef það er eitthvað sem við berum frekar ábyrgð á er að allir ríkissjóðir heimsins, Kristrún vildi það líka á sínum tíma, fóru í að aðstoða. Núna er það okkar hlutverk að ná verðbólgunni niður, helst hratt og örugglega án þess að skemma of mikið í kring um sig,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðurnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kjaramál Seðlabankinn Efnahagsmál Sprengisandur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði í liðinni viku stýrivexti úr 5,75 prósentum upp í sex prósent. Hækkunin fór illa í forystufólk verkalýðshreyfinganna og VR sleit í kjölfarið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá hefur umræða um neyslugleði Íslendinga á fundi Peningastefnundnefndar verið harðlega gagnrýnd, til dæmis ummæli seðlabankastjóra ð tíðar myndir Íslendinga á tenerife í haust væri merki um kröftuga einkaneyslu. „Óháð ákvörðuninni per se þá held ég að skipti máli að fólk sem er í svona stöðu eins og seðlabankastjóri átti sig á viðkvæmni stöðunnar sem uppi er. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mjög marga á Íslandi og ég held að sá boðskapur sem var sendur út af sumum af þessum vaxtaákvarðanafundur um að fólk væri bara að hafa gott og gaman og væri á Tene, væru ekki til þess fallinn að auka stemninguna í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ónærgætin ummæli á fundum Peningastefnunefndar hafi frekar farið fyrir brjóstið á fólki en vaxahækkunin sjálf. Ríkisstjórnin beri ábyrgð að einhverju leiti en fjárlög hafi að hennar mati ekki verið hjápleg í kjaraviðræðum. „Þar erum við ekki að sjá neina aðstoð við þessa hópa sem er núna verið að kalla eftir að sé stutt við. Það er verið að ráðast í almennar gjalddskrárhækkanir, það er ekki snert við tekjustofnum þar sem mikið svigrúm er til staðar. Vaxtabætur standa í stað, barnabætur standa í stað. Uppleggið fyrir haustið var ekki gott,“ segir Kristrún. Viðskiptaráðherra segist skilja aðgerðir Seðlabankans en tekur undir að ákveðin ummæli hafi verið ónærgætin. Rétt sé að vaxtahækkanir komi mest niður á lágtekjuhópum og ungum. Hins vegar sé ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg. „Bara Covid-aðgerðir eru 480 milljarðar. Ef það er eitthvað sem við berum frekar ábyrgð á er að allir ríkissjóðir heimsins, Kristrún vildi það líka á sínum tíma, fóru í að aðstoða. Núna er það okkar hlutverk að ná verðbólgunni niður, helst hratt og örugglega án þess að skemma of mikið í kring um sig,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðurnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kjaramál Seðlabankinn Efnahagsmál Sprengisandur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira