Fólk hefur streymt út á götur og mótmælt hörðum aðgerðum stjórnvalda varðandi kórónuveiruna og nú hafa heyrst áköll um að forsetinn Xi Jinping segi hreinlega af sér. Farið er að bera á því að mótmælendur haldi uppi auðum A4 blöðum á mótmælunum og því farið að tala um blaðsíðubyltinguna.
Með því að halda uppi auðri blaðsíðu geti fólk komist hjá ritskoðun og refsingum en á sama tíma átti sig allir á því hverju sé verið að mótmæla. Nýjasta mótmælaaldan braust út í borginni Urumqi þar sem tíu manns létu lífið þegar háhýsi brann.
Borgarbúar hafa kennt hörðum sóttvarnareglum um hvernig fór í brunanum en margir segja að björgunarstörf hafi tafist vegna þeirrra.