Íranskar konur telja næsta öruggt að ríkisstjórn Írans fylgist með þeim á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2022 07:30 Stuðningskona Írans á leik liðsins gegn Wales á dögunum. Marvin Ibo Guengoer(Getty Images Kvenkyns stuðningsmenn íranska landsliðsins í fótbolta telja að menn á vegum ríkisstjórnar landsins fylgist með þeim á leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Katar. Þannig er mál með vexti að konur mega ekki fara á fótboltaleiki í Íran en þónokkrar hafa stutt við bakið á Íran sem eygir enn von um að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins. Á vefnum The Athletic er greint frá því að þónokkrar íranskar konur hafi tekið eftir jakkafataklæddir menn hafi verið að fylgjast með þeim með sjónauka og jafnvel tekið þær upp. Mikil ólga ríkir nú í Íran þar sem gríðarleg mótmæli hafa átt sér stað. Hefur þúsundum verið stungið í fangelsi og mótmælendur jafnvel dæmdir til dauða. Í gær, mánudag, var greint frá því að fjölskyldum leikmanna hafi verið hótað pyntingum og fangelsisvist ef leikmennirnir myndu ekki haga sér sómasamlega. Í fyrsta leik Íran sungu leikmenn liðsins ekki með þjóðsöngnum. Í öðrum leik liðsins mátti sjá nokkra leikmenn muldra með en enginn tók undir af líf og sál. Er talið að leikmenn hafi þarna verið að sýna samstöðu með mótmælendum heima fyrir og í raun að mótmæla ríkisstjórn landsins. Þá greindi The Athletic frá því að fjöldi íranskra kvenna sem nú eru staddar í Katar að fylgjast með HM telji að fylgst sé með þeim þegar Íran spilar. Mótshaldarar segjast gæta fyllsta öryggis og að áhættumat sé gert fyrir hvern leik. Female Iranian fans believe they're being watched at games by 'spotters' from their government.The women - who aren't allowed at matches back home - saw men filming them & others watching with binoculars.The concerns have been reported to FIFA.@AdamCrafton_ @lmwilliamson7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 28, 2022 Jafnframt segir í svari ríkisstjórnar Katar við fyrirspurn Athletic að enginn á vegum íranska ríkisins sé að fylgjast með stuðningsfólki Írans í leikjum liðsins á mótinu. Hvorki FIFA né knattspyrnusamband Írans svaraði fyrirspurn Athletic um málið. Fótbolti HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00 Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00 Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55 Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Þannig er mál með vexti að konur mega ekki fara á fótboltaleiki í Íran en þónokkrar hafa stutt við bakið á Íran sem eygir enn von um að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins. Á vefnum The Athletic er greint frá því að þónokkrar íranskar konur hafi tekið eftir jakkafataklæddir menn hafi verið að fylgjast með þeim með sjónauka og jafnvel tekið þær upp. Mikil ólga ríkir nú í Íran þar sem gríðarleg mótmæli hafa átt sér stað. Hefur þúsundum verið stungið í fangelsi og mótmælendur jafnvel dæmdir til dauða. Í gær, mánudag, var greint frá því að fjölskyldum leikmanna hafi verið hótað pyntingum og fangelsisvist ef leikmennirnir myndu ekki haga sér sómasamlega. Í fyrsta leik Íran sungu leikmenn liðsins ekki með þjóðsöngnum. Í öðrum leik liðsins mátti sjá nokkra leikmenn muldra með en enginn tók undir af líf og sál. Er talið að leikmenn hafi þarna verið að sýna samstöðu með mótmælendum heima fyrir og í raun að mótmæla ríkisstjórn landsins. Þá greindi The Athletic frá því að fjöldi íranskra kvenna sem nú eru staddar í Katar að fylgjast með HM telji að fylgst sé með þeim þegar Íran spilar. Mótshaldarar segjast gæta fyllsta öryggis og að áhættumat sé gert fyrir hvern leik. Female Iranian fans believe they're being watched at games by 'spotters' from their government.The women - who aren't allowed at matches back home - saw men filming them & others watching with binoculars.The concerns have been reported to FIFA.@AdamCrafton_ @lmwilliamson7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 28, 2022 Jafnframt segir í svari ríkisstjórnar Katar við fyrirspurn Athletic að enginn á vegum íranska ríkisins sé að fylgjast með stuðningsfólki Írans í leikjum liðsins á mótinu. Hvorki FIFA né knattspyrnusamband Írans svaraði fyrirspurn Athletic um málið.
Fótbolti HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00 Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00 Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55 Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00
Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00
Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55
Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45