Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 13:49 Fjölbreyttasta vistkerfi heims er að finna í kringum Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu. Það er sérstaklega viðkvæmt fyrir þeim breytingum sem menn valda nú á loftslags jarðar og sjónum. AP/Sam McNeil Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. Kóralrifið mikla undan norðausturströnd Ástralíu er stærsta kóralrif í heimi. Það þekur um 348.000 ferkílómetra og samanstendur af fleiri en 2.500 einstökum rifjum. Svo stórt er það að það er sýnilegt frá braut um jörðu. Það hefur verið á heimsminjaskrá frá 1981. Hnattræn hlýnun og súrnun sjávar ógna heilsu rifsins en kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita og sýrustigi. Við hitaálag losa kóralarnir þörunga sem þeir lifa samlífi við og fölna. Meira en 90% rifsins reyndist fölnað í rannsókn ástralskra vísindamanna í vor. Í skýrslu sérfræðinga UNESCO og Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna sem var birt í gær kom fram að áströlsk stjórnvöld yrðu að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mælti höfundar hennar með því að rifið yrði sett á lista yfir heimsminjar í hættu. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu, segir gagnrýni skýrsluhöfunda á loftslagsmarkmið landsins úrelt eftir að stjórnarskipti urðu eftir kosningar í maí. Ný miðvinstristjórn Verkamannaflokksins hafi þegar brugðist við helstu athugasemdum sem vakið er máls á í skýrslunni. „Við ætlum að gera UNESCO klárlega grein fyrir því að það sé engin þörf á að taka Kóralrifið mikla svona fyrir sérstaklega,“ sagði hún við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef þessar heimsminjar eru í hættu þá eru flestar heimsminjar í heiminum í hættu vegna loftslagsbreytinga,“ fullyrti ráðherrann. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Eru ekki að gera allt sem þau geta Athugasemdir ástralskra stjórnvalda verða teknar til skoðunar áður en heimsminjanefnd UNESCO tekur afstöðu til stöðu rifsins. Fyrri ríkisstjórn íhaldsmanna tókst að fresta slíkri ákvörðun í fyrra. Stjórn Verkamannaflokksins stefnir á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26-28% fyrir lok þessa áratugs. Jodie Rummer, sjávarlíffræðingur við James Cook-háskóla í Ástralíu, segir að Ástralir verði að grípa til hraðari og róttækari aðgerða. „Við getum ekki haldið því fram að við séum að geta allt sem við getum fyrir rifið. Við erum ekki að því. Við þurfum að senda heiminum þau skilaboð að við séum að gera allt sem við mögulega getum fyrir rifið og það þýðir að við verðum að grípa til tafarlausra aðgerða vegna losunar,“ segir hún. Ástralía Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Kóralrifið mikla undan norðausturströnd Ástralíu er stærsta kóralrif í heimi. Það þekur um 348.000 ferkílómetra og samanstendur af fleiri en 2.500 einstökum rifjum. Svo stórt er það að það er sýnilegt frá braut um jörðu. Það hefur verið á heimsminjaskrá frá 1981. Hnattræn hlýnun og súrnun sjávar ógna heilsu rifsins en kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita og sýrustigi. Við hitaálag losa kóralarnir þörunga sem þeir lifa samlífi við og fölna. Meira en 90% rifsins reyndist fölnað í rannsókn ástralskra vísindamanna í vor. Í skýrslu sérfræðinga UNESCO og Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna sem var birt í gær kom fram að áströlsk stjórnvöld yrðu að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mælti höfundar hennar með því að rifið yrði sett á lista yfir heimsminjar í hættu. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu, segir gagnrýni skýrsluhöfunda á loftslagsmarkmið landsins úrelt eftir að stjórnarskipti urðu eftir kosningar í maí. Ný miðvinstristjórn Verkamannaflokksins hafi þegar brugðist við helstu athugasemdum sem vakið er máls á í skýrslunni. „Við ætlum að gera UNESCO klárlega grein fyrir því að það sé engin þörf á að taka Kóralrifið mikla svona fyrir sérstaklega,“ sagði hún við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef þessar heimsminjar eru í hættu þá eru flestar heimsminjar í heiminum í hættu vegna loftslagsbreytinga,“ fullyrti ráðherrann. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Eru ekki að gera allt sem þau geta Athugasemdir ástralskra stjórnvalda verða teknar til skoðunar áður en heimsminjanefnd UNESCO tekur afstöðu til stöðu rifsins. Fyrri ríkisstjórn íhaldsmanna tókst að fresta slíkri ákvörðun í fyrra. Stjórn Verkamannaflokksins stefnir á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26-28% fyrir lok þessa áratugs. Jodie Rummer, sjávarlíffræðingur við James Cook-háskóla í Ástralíu, segir að Ástralir verði að grípa til hraðari og róttækari aðgerða. „Við getum ekki haldið því fram að við séum að geta allt sem við getum fyrir rifið. Við erum ekki að því. Við þurfum að senda heiminum þau skilaboð að við séum að gera allt sem við mögulega getum fyrir rifið og það þýðir að við verðum að grípa til tafarlausra aðgerða vegna losunar,“ segir hún.
Ástralía Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56
Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00